Körfubolti

Þrír íslenskir krakkar komust í úrvalslið Norðurlandamótsins

Ísland átti þrjá leikmenn í úrvalsliðum á Norðurlandamóts unglinga í körfubolta í Svíþjóð en valið var tilkynnt nú rétt áðan. Martin Hermannsson og Valur Orri Valsson voru í úrvalsliði 18 ára stráka og Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalsliði 16 ára stelpna. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Strákarnir töpuðu illa í úrslitaleiknum - 16 ára stelpurnar í 4. sæti

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta varð að sætta sig við silfrið á Norðurlandamóti unglinga í Solna í Svíþjóð eftir 41 stigs stórtap á móti Finnum í leiknum um gullið. Þetta var fyrsta og eina tap íslenska liðsins á mótinu. Sextán ára stelpunum tókst á sama tíma ekki að ná í bronsið en þær töpuðu fyrir Dönum í leiknum um þriðja sætið.

Körfubolti

NBA: Los Angeles liðin misstu bæði niður góða forystu

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og eftir hana eru bæði Los Angeles liðin aðeins einu tapi frá því að detta út. San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram og er komið í 3-0 á móti Los Angeles Clippers og Oklahoma City Thunder er 3-1 yfir á móti Los Angeles Lakers eftir endurkomusigur í æsispennandi leik í LA.

Körfubolti

NM unglinga í körfu: Einn leikur um gull og tveir leikir um brons

Í dag fer fram lokadagurinn á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer eins og venjulega fram í Solna í Svíþjóð. Þrjú af fjórum landsliðum Íslands eiga möguleika á verðlaunum þar af spila 18 ára strákarnir um gullið. Sextán ára strákarnir urðu að sætta sig við að lenda í fimmta og síðasta sætinu.

Körfubolti

Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin

Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna.

Körfubolti

NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1.

Körfubolti

Strákarnir spila um gullið - fóru illa með Norðmenn

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta er að gera góða hluti á Norðurlandamótinu í körfubolta í Solna í Svíþjóð en þeir eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum eftir 41 stigs sigur á Norðmönnum, 83-42. Strákarnir höfðu áður unnið Dani og Svía á mótinu.

Körfubolti

NBA: Útlitið svart hjá Miami eftir skell á móti Indiana

Indiana Pacers er komið í 2-1 á móti Miami Heat eftir öruggan 94-75 sigur í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Indianapolis í nótt. Indiana hefur þar með unnið tvo leiki í röð og útliðið er orðið svart hjá Miami-liðinu.

Körfubolti

Larry Bird náði einstakri þrennu

Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu.

Körfubolti

Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami

Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat.

Körfubolti

NBA: Indiana jafnaði á móti Miami

Indiana Pacers jafnaði metin í 1-1 í nótt í undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Miami Heat en þetta var fyrsti heimaleikurinn sem Miami tapar í úrslitakeppninni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Indiana vann leikinn 78-75 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Indianapolis.

Körfubolti

Phil Jackson bíður við símann eftir atvinnutilboði

Phil Jackson, sigursælasti þjálfari í NBA deildinni í körfubolta, hefur áhuga á að taka að sér lið í deildinni en hann tók sér frí frá þjálfun eftir síðasta keppnistímabil. Hinn 66 ára gamli Jackson hefur nýtt tímann til þess að láta laga á sér mjöðm og hné og er hann tilbúinn í slaginn að sögn sambýliskonu hans Jeanie Buss sem er dóttir Jerry Buss sem er eigandi LA Lakers.

Körfubolti