Körfubolti

Margrét Kara ófrísk og spilar ekki með KR í vetur

Margrét Kara Sturludóttir, landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, verður ekki með KR-liðinu í Dominos-deildinni í vetur. Margrét Kara er ófrísk og spilar ekki körfu næstu mánuðina. Þetta kemur fram í frétt á karfan.is.

Körfubolti

Snæfell vann tvöfalt um helgina

Karla- og kvennalið Snæfells báru um helgina sigur úr býtum á æfingamótum sem þau tóku þátt í. Karlaliðið fagnaði sigri á Reykjanes Cup og konurnar í Ljósanæturmóti Njarðvíkur.

Körfubolti

Vinna strákarnir fyrsta sigurinn í Höllinni í fjögur ár?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni klukkan 15.45 í dag. Íslenska liðið vann 81-75 sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu og því eiga strákarnir góða möguleika á því að landa sínum fyrsta heimasigri í dag.

Körfubolti

Friðrik og Kristján taka fram skóna

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Friðrik Stefánsson hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun leik með Njarðvík í Domino's-deildinni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Körfubolti

Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina

Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.

Körfubolti

Jakob hitnar ekki fyrr en í seinni hálfleik

Jakob Örn Sigurðarson bakvörður íslenska körfuboltalandsliðsins er búinn að skora 14,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppni EM. Jakob verður í sviðsljósinu í dag þegar strákarnir taka á móti Eistum klukkan 19.15 í Laugardalshöllinni.

Körfubolti

Þrír íslenskir leikmenn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur

Það hefur verið mikið álag á nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið leikur sinn fimmta leik í kvöld þegar Eistlendingar mæta í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en bæði lið hafa tapað undanförnum tveimur leikjum og þyrstir því í sigur.

Körfubolti

Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld

Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga.

Körfubolti

Durant: Minn tími er núna

Kevin Durant framherji Oklahoma City Thunder og stjarna kvikmyndarinnar Thunderstruck er orðinn leiður á því að heyra fólk segja að hans tími muni koma. Hann vill meina að hans tími sé núna.

Körfubolti

Strákarnir töpuðu með 18 stigum í Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti aldrei möguleika á móti sterku liði Svartfellinga í Niksic í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Svartfellingar unnu leikinn á endanum með 18 stigum, 85-67 eftir að hafa komist mest 25 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Körfubolti

Wade: James á langt með að ná Jordan

Það er engin ný saga að menn beri saman körfuboltastjörnurnar Michael Jordan og LeBron James. Liðsfélagi James hjá Miami, Dwyane Wade, segir að James eigi nokkuð í land með að ná Jordan.

Körfubolti