Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99

ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hins besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur.

Körfubolti

New York liðin fá ekki að mætast í kvöld

New York borg á nú tvö lið í NBA-deildinni eftir að New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Liðin áttu að mætast í Barclays Center, nýrri höll Brooklyn Nets, í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna fellibylsins Sandy.

Körfubolti

NBA: Lakers tapar og tapar - Harden frábær í fyrsta leik

Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri.

Körfubolti

NBA: Lakers tapaði og Miami vann Boston

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum. NBA-meistarar Miami Heat byrjuðu á sigri á Boston Celtics en nýju stjörnurnar í Los Angeles Lakers töpuðu aftur á móti á móti vængbrotnu liði Dallas Mavericks.

Körfubolti

LeBron James tók sér bara 9 daga sumarfrí

Það var nóg að gera hjá besta körfuboltamanni heims í sumar. LeBron James vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil í júní og bætti síðan við Ólympíugulli í London í ágúst. Í millitíðinni eyddi hann tímanum í að bæta sinn leik sem og að sinna skyldum út um allan heim.

Körfubolti

Wade og James hissa á því að Thunder lét Harden fara

LeBron James, Dwyane Wade og félagar í Miami Heat mættu Oklahoma City Thunder í úrslitunum um NBA-titilinn í sumar en öllum að óvörum ákváðu forráðamenn Oklahoma City að láta eina af sínum stærstu stjörnum fara á dögunum. Wade og James eru báðir hissa á þessari ákvörðun.

Körfubolti

Keflvíkingar loksins komnir á blað í Dominosdeildinni

Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Ísafjarðar. Keflavík var búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en vann nokkuð öruggan tíu stiga útisigur á KFÍ í Jakanum, 79-69.

Körfubolti

Þriðji sigur Skallagríms í röð

Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar.

Körfubolti

Hlynur í ham í flottum útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons er að komast á skrið í sænska körfuboltanum en liðið vann flottan fimmtán stiga útisigur á LF Basket, 92-77, í sjöundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Norrköping Dolphins töpuðu á sama tíma og eru ekki að byrja tímabilið vel.

Körfubolti

Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær

Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104

Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari.

Körfubolti