
Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands
Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.