Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

For­stjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum

Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“

Innherji
Fréttamynd

Á­sókn í ufsa og minni tegundir dragist veru­lega saman með hærri veiðigjöldum

Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Verðmat á Ís­lands­banka gæti hækkað um tíu pró­sent við sam­runa við Kviku

Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári.

Innherji
Fréttamynd

Spá veru­legum tekju­vexti á næsta ári og meta Al­vot­ech langt yfir markaðs­gengi

Gangi áform Alvotech eftir um að fá markaðsleyfi fyrir þrjú ný hliðstæðulyf undir lok þessa árs þá ætti það að skila sér í verulegum tekjuvexti á árinu 2026, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu, en þar er virði líftæknilyfjafélagsins talið vera nálægt hundrað prósent hærra en núverandi markaðsgengi. Gert er ráð fyrir því að heildartekjurnar, sem stafa þá einkum af sölu á samtals sex hliðstæðum, muni nálgast um einn milljarð Bandaríkjadal og að EBITDA-framlegðin verði tæplega 38 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Stækkar veru­lega hlut sinn í Amaroq og segir Græn­land í „stra­tegískum for­gangi“

Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða.

Innherji
Fréttamynd

Klára yfir fimm milljarða út­boð eftir á­huga stórra danskra líf­eyriss­sjóða

Amaroq Minerals verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi eftir að hafa bætt við sig tveimur rannsóknarleyfum á svæðinu og samhliða því boðað til yfir þrjátíu milljóna punda hlutafjárútboðs, en stórir danskir lífeyrissjóðir eru umsvifamestu þátttakendurnir í þeirri fjármögnun, samkvæmt heimildum Innherja. Hlutabréfaverð Amaroq hefur farið lækkandi að undanförnu en áskriftargengið í útboðinu, sem er farið af stað með eftir áhuga frá erlendum stofnafjárfestum, er aðeins lítillega undir markaðsverði félagsins við lokun markaða í dag.

Innherji
Fréttamynd

Veru­legur munur í á­vöxtun inn­lendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár

Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Telur Nova veru­lega undir­verðlagt og segir fé­lagið „aug­ljóst“ yfir­töku­skot­mark

Núna þegar Nova er byrjað á vaxtarvegferð, eftir kaupin á minnihluta í Dineout, ásamt því að ráða yfir meiri innviðum en hin fjarskiptafyrirtækin þá er félagið meðal annars „augljóst“ yfirtökuskotmark, að mati hlutabréfagreinanda. Í frumskýrslu um Nova er félagið verðmetið langt yfir núverandi markaðsgengi, nokkuð hærra en hjá öðrum greinendum, en hlutabréfaverðið tók mikið stökk á markaði sama dag og hún birtist.

Innherji
Fréttamynd

Mæla með sölu í SVN og hækka áhættuálag vegna pólitískrar ó­vissu

Þrátt fyrir traustan rekstur og sterka framlegð í síðasta uppgjöri hafa greinendur IFS lækkað virðismat sitt á Síldarvinnslunni, verðmætasta sjávarútvegsfélagið í Kauphöllinni, og mæla nú með því að fjárfestar minnki við stöðu sína í fyrirtækinu. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er meðal annars nefnt að greinendur þess hafi ákveðið að hækka áhættuálag á félög í sjávarútvegi um heila 150 punkta vegna „sérstakrar óvissu“ sem umlykur greinina, meðal annars vegna boðaðrar hækkunar á veiðigjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Íris Björk ráðin nýr yfir­lög­fræðingur SFF

Íris Björk Hreinsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem lögmaður hjá Arion banka, hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Tekur Íris við starfinu af Jónu Björk, sem hefur unnið hjá SFF samfellt frá árinu 2008, en hún er að fara yfir til Landsbankans.

Innherji
Fréttamynd

Hækka verðmatið um ríf­lega tvö­falt og telja van­metin tæki­færi í lyfja­pípu Ocu­lis

Eftir viðræður við lækna og aðra sérfræðinga um þær niðurstöður sem Oculis kynnti fyrr á árinu úr klínískum rannsóknum á OCS-05, lyf sem gæti veitt taugaverndandi meðferð við sjaldgæfum augnsjúkdómum, hefur bandarískur fjárfestingarbanki hækkað verðmatsgengi sitt á félaginu um meira en tvöfalt. Greinendur hans telja að lyfið, eitt af þremur sem eru í þróun hjá Oculis, sé „verulega vanmetið tækifæri“ og geti eitt og sér mögulega skilað milljörðum dala í tekjum fyrir félagið.

Innherji
Fréttamynd

„Af hverju vilja stjórn­völd ekki fá inn­við af­hentan á silfur­fati eftir tuttugu ár?“

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs furðar sig á því „af hverju í ósköpunum“ stjórnvöld hafi ekki farið meira þá leið við uppbyggingu mannvirkja hér á landi, eins og var gert í tilfelli Hvalfjarðarganga, að efna til samstarfs við fjárfesta og geta þannig fengið afhentan innvið á silfurfati til sín eftir kannski tuttugu ár þegar einkaaðilar séu búnir að reka hann í samræmi við reglur. Hann situr núna í starfshópi um mögulega stórfellda íbúðauppbyggingu í Úlfársdal en segir að það eigi eftir að koma í ljóst hvort lífeyrissjóðum verði treyst til að hafa aðkomu að því verkefni.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech efnir til um tíu milljarða út­boðs til að „breikka“ hlut­hafa­hópinn

Nokkrum vikum eftir að Alvotech var skráð á markað í Stokkhólmi hefur það ákveðið að fara í útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfa í félaginu, jafnvirði nærri ellefu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem verður einkum beint að sænskum fjárfestum í því skyni að „breikka og styrkja“ hlutahafahópinn. Gengi bréfa félagsins á markaði í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð skarpt eftir að tilkynnt var um útboðið.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar minnka skort­stöður sínar í Al­vot­ech í fyrsta sinn á árinu

Eftir að fjárfestar höfðu stækkað nánast stöðugt skortstöður sínar í bréfum Alvotech á markaði vestanhafs minnkaði umfang þeirra nokkuð á fyrstu vikum maímánaðar í fyrsta sinn á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech er upp um nærri fimmtíu prósent á fáeinum vikum og er nú komið á sama stað og það var áður en gengið tók mikla dýfu í lok marsmánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Kröftug einka­neysla dreif á­fram hag­vöxt sem fór langt fram úr væntingum

Fyrsta mat Hagstofunnar um að landsframleiðslan hafi aukist um 2,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, einkum drifin áfram af mikilli innlendri eftirspurn og atvinnuvegafjárfestingu, fór langt fram úr væntingum bæði greinenda og Seðlabankans. Að mati hagfræðinga Arion banka munu hagvaxtartölurnar styðja við vegferð peningastefnunefndar að halda þétt um taumana og velta þeir jafnframt fyrir sér af hverju hátt raunvaxtastig sé ekki að bíta sem skyldi á íslensk heimili.

Innherji
Fréttamynd

Sjóðirnir horfi til er­lendra fjár­festinga og inn­viða til að forðast bólu­myndun

Vegna stærðar sinnar geta umsvif lífeyrissjóðanna leitt til þess að „of mikið fjármagn er að elta of fáa fjárfestingarkosti“, sem kann að valda bólumyndun á tilteknum eignamörkuðum, og því þurfa sjóðirnir að fara í meiri fjárfestingar erlendis og eins að horfa til innviðaverkefna hér heima, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra. Fjármála-og efnahagsráðherra telur mikilvægt að fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum séu sjálfbærar og tekið verði tillit til vilja sjóðanna til að taka áhættu.

Innherji
Fréttamynd

Sam­runi Arion og Kviku gæti skilað hlut­höfum um sex­tíu milljarða virðis­auka

Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Vísitölu­sjóðir Vangu­ard keyptu fyrir marga milljarða eftir út­boð Ís­lands­banka

Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.

Innherji
Fréttamynd

Kerecis varar við að hækkun veiði­gjalda ógni trausti er­lendra fjár­festa

Líftæknifyrirtækið Kerecis segir frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda geta grafið undan trausti erlendra fjárfesta á Íslandi og haft alvarleg áhrif á nýsköpun og fjárfestingar í sjávarútvegi. Félagið, sem var yfirtekið af alþjóðlegum heilbrigðisrisa fyrir tveimur árum, segir að slíkir hagsmunir geri þá „sjálfsögðu kröfu til ríkisstjórnar og þings“ að vandað sé til verka áður en málið er afgreitt, að öðrum kosti sé meginforsenda íslenskrar velferðar í uppnámi með tilheyrandi áhættu fyrir íslenskt samfélag.

Innherji
Fréttamynd

Kaup á tug­þúsunda fer­metra eigna­safni mun hækka verðmatið á Eik

Lítillega meiri rekstrarhagnaður og lægra kaupverð en áður var áætlað í nýafstöðnum kaupum Eikar á tugþúsunda fermetra fasteignasafni sem hýsir starfsemi Samskipa á Íslandi mun hafa nokkuð jákvæð áhrif á verðmatsgengi félagsins, að sögn hlutabréfagreinanda, en síðast var það metið um 25 prósent yfir markaðsgengi.

Innherji