Handbolti

„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.

Handbolti

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“

Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. 

Handbolti

Andri Már magnaður í naumu tapi

Andri Már Rúnarsson átti frábæran leik þegar Leipzig mátti þola eins marks tap gegn Rhein Neckar-Löwen í efstu deild þýska handboltans. Þá kom Janus Daði Smárason með beinum hætti að tveimur mörkum í tapi Pick Szeged gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti

„Svona er úrslitakeppnin“

Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.

Handbolti

ÍR í undanúr­slit eftir sigur með minnsta mun

ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

Handbolti

Sel­foss jafnaði metin

Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.

Handbolti

Höfðu betur eftir fram­lengdan leik

Óðinn Þór Rík­h­arðsson og liðsfé­lag­ar hans í Kadetten Schaff­hausen unnu drama­tísk­an sig­ur á Suhr Aar­au þegar liðin mættust í fyrsta leik liðinna í undanúrslitum svissneska handboltans.

Handbolti

Kraftanna óskað á öðrum víg­stöðvum

Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

Handbolti

Dramatík á Hlíðar­enda

Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

Handbolti

Rekinn út af eftir 36 sekúndur

Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og félagar þeirra í Ribe-Esbjerg fögnuðum flottum þriggja marka heimasigri á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti