Handbolti

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára

Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Handbolti

Andlegt hrun á lokakaflanum

Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu.

Handbolti

Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta

Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum.

Handbolti

Manaskov: Stóra tækifærið er gegn Íslandi

Dejan Manaskov, leikmaður Makedóníu og liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Rhein-Neckar Löwen, var eðlilega ekkert allt of kátur eftir tapið gegn Spánverjum í gær. Hann þarf þó að rífa sig upp fyrir leikinn gegn Íslandi í dag.

Handbolti

Bjarki: Hlakka til að taka á Stoilov

Bjarki Már Gunnarsson var ekki með í fyrsta leiknum þegar þjálfarinn ákvað að skrá 15 leikmenn til keppni í leik gegn Spánverjum. Hann var mættur í bardagann í næsta leik gegn Slóvenum en kom ekki við sögu í þeim leik.

Handbolti

Stoilov: Megi betra liðið vinna

"Spánverjar voru sigurstranglegri fyrir leikinn og því get ég ekki sagt að ég sé vonsvikinn en kannski vegna þess að við vorum með góða forystu í fyrri hálfleik. Við vorum manni fleiri en nýttum það ekki,“ sagði línumaðurinn Stojanche Stoilov eftir tap Makedóna gegn Spánverjum í gærkvöldi.

Handbolti