Innlent

Fréttamynd

Starfs­maður verslunar sleginn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst  í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás þar sem starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu hafði verið sleginn. Þegar lögregluþjóna bar að garði var gerandinn þó farinn af vettvangi og ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglu hvort hann hafi verið gómaður seinna meir eða ekki.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkra­hús vegna reykeitrunar

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel.

Innlent
Fréttamynd

„Vand­ræða­legt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þing­fund

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn nauð­syn­legur og ekkert at­huga­vert við hann

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent
Fréttamynd

Samningur sak­sóknara, þras á Al­þingi og bak­garðs­hlaup í blíðunni

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent
Fréttamynd

Þjófar réðust á starfs­mann verslunar

Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um fjóra aðila sem voru að stela í matvöruverslun í miðbænum. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva þá réðust þjófarnir á hann. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þjófarnir farnir og fundust þeir ekki, samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maðurinn hefur gefið sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði ökumanns sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli fyrr í dag. Atvikið átti sér stað á gangbraut í Lönguhlíð í Reykjavík við Eskitorg rétt eftir klukkan tvö. Ökumaðurinn hefur nú gefið sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Gagnaþjófnaður til rann­sóknar á þremur stöðum

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar.

Innlent
Fréttamynd

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum

Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is verður háð fyrir opnum tjöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir.

Innlent