Erlent

Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg

Viðræður eru í gangi á milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu um að tilvist Ísraelsríkis verði viðurkennd en Hamas-samtökin hafa hingað til neitað að gera það. Samningamenn eru bjartsýnir á að sátt náist.

Erlent

Steypa forseta ekki af stóli

Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í seinustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta Sómalíu, af stóli. Fréttir hafa borist af innrás eþíópísks herliðs sem koma átti bráðabirgðastjórn Yusuf til aðstoðar en því neita Eþíópíumenn.

Erlent

Stjórnarandstaðan sigraði

Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hrósaði sigri í þingkosningunum sem fram fóru þar í fyrradag. Forseti landsins hefur falið Robert Fico, leiðtoga vinstriflokksins Smer, stjórnarmyndun, en flokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og verður því að mynda stjórn í samráði við aðra flokka.

Erlent

Hættu við 45 dögum áður

Yfirvöldum í Bandaríkjunum bárust upplýsingar um að hryðjuverkasamtökin al-Kaída hefðu í hyggju að sleppa banvænu gasi í neðanjarðarlestakerfi New York árið 2003, en hætt hafi verið við árásina 45 dögum áður en láta átti til skarar skríða. Þetta kemur fram í bókarútdrætti sem tímaritið Time birti nýlega á vef sínum.

Erlent

Mótvægi við Bandaríkin

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hvatti Kínverja, Rússa og aðrar Asíuþjóðir til að sameina efnahagslega og pólitíska krafta sína til mótstöðu við áhrif Bandaríkjanna.

Erlent

Hitti forsætisráðherra Dana

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hitti Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, á fundi í Danmörku í gær en þar var Annan í dagsheimsókn. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en líklegt er að málefni í Írak og Súdan hafi borið á góma ásamt hlutverki SÞ í Írak. Frá þessu greinir skrifstofa danska forsætisráðherrans.

Erlent

Lífstíðardómur fyrir morð

Tveir Bretar voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á samkynhneigðum barþjóni í London í október í fyrra. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Erlent

Gagnrýna löggæslu landsins

Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi.

Erlent

Tveir drengir í haldi lögreglu

Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára pilti sem framið var þar á föstudagskvöld. Piltarnir, sem eru sextán og átján ára gamlir, voru handteknir í fyrradag og voru þeir yfirheyrðir í dag.

Erlent

Paul orðinn 64 ára

Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp.

Erlent

Ólgan vex í Sómalíu

Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu.

Erlent

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum.

Erlent

Discovery út í geim þvert á ráðleggingar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða.

Erlent

Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi

Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag.

Erlent

Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu

Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir.

Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála.

Erlent

Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli

Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli.

Erlent

Kveðst saklaus af hórmangi

Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess.

Erlent

Bangsi á flótta

Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum.

Erlent

Hvað er leiðtogaráð ESB?

Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um.

Erlent

Íransforseti fær kaldar kveðjur

Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis.

Erlent

Umbótum verði hraðað

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður.

Erlent

Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu

Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta.

Erlent

Kúrdasjónvarp veldur deilum

Anders Fogh Rasmus­sen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi.

Erlent

Synti um 1.600 kílómetra leið

Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis.

Erlent

Grét og baðst afsökunar

Með tárin í augunum hefur Hagamaðurinn, Niklas Lindgren, beðið þrjú af sex fórnarlömbum sínum afsökunar á að hafa ráðist á þau. Í einhverjum tilfellum hefur hann brostið í grát. Hagamaðurinn hefur viðurkennt að hafa ráðist á sex konur og er ákærður fyrir það.

Erlent

Fótboltinn sameinar

Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa.

Erlent