Erlent

Í það minnsta 327 manns látnir á Jövu

Tala látinna eftir flóðbylgju á eynni Jövu í Indónesíu er nú komin upp í 327 og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í gærmorgun.

Erlent

Farsæl lending Discovery geimskutlunnar

Discovery-geimskutlan lenti heilu og höldnu í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída klukkan rétt eftir klukkan eitt, eftir þrettán daga ferðalag til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Erlent

Flóðbylgja á Jövu

Í það minnsta áttatíu eru látnir eftir að flóðbylgja reið yfir Jövu eftir jarðskjálfta upp á 7,2 stig sem varð í Indlandshafi í morgun. Stjórnvöld á Indlandi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun á Andaman- og Níkóbareyjum, sem eru austur af Súmötru, en þar fórust tugþúsundir í flóðbylgjunni miklu á annan í jólum 2004.

Erlent

Leiðtogar G8 skella skuldinni á öfgasinnuð samtök

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims kenna öfgasinnuðum samtökum um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir funda í dag með leiðtogum fimm þróunarríkja um afnám viðskiptahindrana og viðskiptahætti Vesturveldanna við þróunarríkin á síðasta degi leiðtogafundarins.

Erlent

Vilja senda friðargæslulið til Líbanons

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa lagt til að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslulið til Líbanons til að stöðva árásir Hezbollah á ísraelsk skotmörk. Loftárásir Ísraela í Líbanon hafa heimt í það minnsta sautján líf í nótt og í morgun.

Erlent

Alþjóðlegt friðargæslulið til Líbanon

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvetja nú til að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Líbanons til að freista þess að stöðva sprengingar Hezbollah í Ísrael. Segja þeir að þetta sé árangursríkast til friðar, því ef næst að binda endi á sprengingar í Ísrael, hafi Ísraelar ekki lengur ástæðu til að ráðast á Líbanon

Erlent

Íslenskt götuheiti í Svartfjallalandi

Stjórnmálaflokkur í Svartfjallalandi hefur lagt fram tillögu um að breyta götuheiti þar í landi. Ætlunin er að gatan beri heiti eftir Íslandi en með því á að heiðra Íslendinga fyrir að hafa fyrstir orðið til þess að viðurkenna Svartfjallaland sem sjálfstætt ríki í maí á þessu ári.

Erlent

Öryggisráðið dragi fæturna

Forseti Líbanon sakar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að draga fæturna í stað þess að grípa til aðgerða til að stöðva loftárásir Ísraela í Líbanon. Hann segir þetta með vilja gert til að gefa Ísrael meiri tíma til að knésetja Líbanon.

Erlent

Einn leiðtoga Rauðu kmeranna liggur fyrir dauðanum

Einn af herforingjum Rauðu kmeranna í Kambódíu liggur nú í dauðadái og eiga læknar ekki von á bata. Ta Mok hlaut viðurnefnið slátrarinn í þjóðernishreinsunum khmeranna i Kambódíu á áttunda áratugnum, sem eru með þeim verstu sem áttu sér stað í heiminum á síðustu öld. Óttast er að flestir ábyrgðarmanna þjóðarmorðanna verði látnir áður en næst að dæma þá fyrir glæpina sem þeir frömdu, en réttarhöld yfir þeim hafa enn ekki hafist. Málin hafa þó mjakast í rétta átt í mánuðinum þegar embættismenn voru kosnir til að skipuleggja réttarhöldin yfir þeim.

Erlent

Fundur ríkja sunnan Sahara

Nokkur hundruð manns eru nú saman komin í Goa í Malí til að kljást við ýmis vandamál sem hrjá Afríkuríki sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Fundurinn er settur á sama tíma og fundur átta helstu iðnríkja heims til þess að vekja athygli á ýmsum umræðuefnum sem forsvarsmenn ráðstefnunnar segja ekki hljóta neina umfjöllun á G8-fundinum, svo sem vopnuð átök sunnan Sahara, eyðni, skuldastaða Afríkuríkja og viðskiptahættir vestrænna fyrirtækja í Afríku.

Erlent

Mótmælendur krefjast þess að Aristide fái að koma til Haíti

Þúsundir krefjast þess að Aristide fyrrverandi forseti Haiti fái að snúa aftur til heimalands síns eftir að hafa flúið Haíti þegar honum var steypt af stóli fyrir tveimur árum síðan. Núverandi forseti Haíti, Rene Préval, hefur sagt að það sé ekki útilokað að Aristide fái að snúa aftur til eyrikisins en ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta óráðlegt þar sem það myndi kynda undir óróleika í landinu.

Erlent

Leiðtogi Hezbollah sagður slasaður

Ísraelsk sjónvarpsstöð heldur því nú fram að Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Þetta hefur hins vegar ekki enn fengist staðfest frá yfirvöldum en vitað er að sprengjuárásir Ísraela hafa meðal annars beinst gegn höfuðstöðvum Hezbollah.

Erlent

Fjölmenn mótmæli í Indónesíu gegn árásum Ísraela

Þúsundir manna komu saman á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu í dag til að mótmæla árásum Ísraela á Líbanon og palestínsku sjálfstjórnarsvæðin. Margir báru spjöld sem sögðu Ísrael stunda hryðjuverk en aðrir báru palestínska fána. Ísraelski fáninn var fótum troðinn til að sýna fyrirlitningu mótmælendanna á ríkinu. Mótmælin eru þau stærstu í Indónesíu síðan árásir Ísraela á Líbanon hófust á miðvikudaginn. Indónesía hefur lengi stutt Palestínu að málum og neitar að viðurkenna Ísraelsríki.

Erlent

Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Enn er ekki búið að ná tökum á skógareldum í Kalirforníu í Bandaríkjunum. Um fjögur þúsund slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eldana í gær. Lögreglumenn fundu í gær lík manns sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag þegar hann bjóst til að yfirgefa heimili sitt á flótta undan eldunum. Slökkviliðsmenn hafa náð einhverjum tökum á eldunum sem geisa við Sawtooth en ekki eldum við Millard.

Erlent

Norður-Kóreumenn ætla ekki að hætta tilraunum sínum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í nótt að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna tilraunaskota þeirra á langdrægum eldflaugum. Norður-Kóreumenn svöruðu umsvifalaust að ekki kæmi til greina að falla frá frekari eldflaugaprófunum.

Erlent

Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon

Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu.

Erlent

Níu Ísraelar féllu í árás Hezbollah á Haifa

Sprengjuárásir Ísraela og skæruliðasamtakanna Hezbollah halda áfram á báða bóga. Bæir í norðurhluta Ísraels, við landamærin að Líbanon, hafa nú flestir verið yfirgefnir vegna sprengjuárása Hezbollah undanfarna daga. Hezbollah-skæruliðasamtökin gerðu árás á ísraelsku hafnarborgina Haifa í morgun, þar sem í það minnsta níu manns létu lífið.

Erlent

Takmarkað viðskiptabann sett á Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna prófana á langdrægum eldflaugum. Einnig var þess krafist að látið verði tafarlaust af öllum slíkum tilraunum. Það taka stjórnvöld í Norður-Kóreu hins vegar ekki í mál. Viðskiptabannið sem samþykkt var í gær á að hindra öll viðskipti með þau efni og hluti sem notuð eru til að smíða eldflaugar.

Erlent

Vestrænar þjóðir óska eftir aðstoð Þjóðverja í málefnum Líbanons

Nokkrar þjóðir á Vesturlöndunum hafa beðið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að miðla málum í deilu Ísraela og Líbana. Bandaríkjastjórn bað víst Merkel að ræða við háttsetta Ísraelsmenn og hún sagði þeim að ástandið í Líbanon væri viðkvæmt og mætti ekki við aðgerðum Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Der Spiegel, en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði tímaritsins. Þjóðverjar hafa áður beitt sér í viðræðum Ísraela við Hizbollah-samtökin.

Erlent

Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi.

Erlent

Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon

Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon.

Erlent

Pútín vill ekki íraskt lýðræði

Vladimir Pútín Rússlandsforseti kærir sig ekki um lýðræði eins og það sem Írakar hafi. Þetta sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með George Bush Bandaríkjaforseta í morgun en Bush hafði lýst því yfir fyrir ferð sína til Rússlands að hann myndi ræða áhyggjur manna af þróun lýðræðisins í Rússlandi við Pútín.

Erlent

Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery

Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða.

Erlent

Vilhjálmur og Harry fordæma myndbirtinguna

Synir Díönu prinsessu, þeir Vilhjálmur og Harry fordæmdu í gær ákvörðun ítalsks tímarits um að birta mynd af Díönu eftir bílslysið sem dró hana til dauða árið 1997. Myndin var tekin af Díönu þar sem hún liggur mikið slösuð í aftursæti bíls og er sjúkraliði við að setja á hana súrefnisgrímu. Birting myndarinnar hefur vakið mikla reiði í Bretlandi. Vilhjálmur og Harry sögðust í gær vera sorgmæddir yfir lágkúru ítalska blaðsins og að þeir væru að bregðast minningu móður sinnar ef þeir verðu hana ekki.

Erlent

Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu

Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða.

Erlent

Hizbollah-liðar þurfa að hætta árásum sínum til að friður komist á

Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims fer nú fram í Pétursborg í Rússlandi. Sameiginlegum blaðamannafundi George Bush, Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútíns Rússlandsforseta lauk fyrir stundu en þar ræddu þeir um mikilvægi þess að berjast saman gegn hryðjuverkaógninni og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Bush sagði nauðsynlegt að Hizbollah hætti árásum á Ísrael, öðruvísi myndi friður ekki komast á og sagði Pútín skilja áhyggjur Bush og Ísraela. Fyrir fundinn ræddi Bush við Pútín á einkafundi um ástand mannréttindamála í Rússlandi.

Erlent

Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana

Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Erlent

Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta

Flugvirkjarnir sem eru staddir í Beirút á vegum Atlanta þurftu í gærmorgun að færa sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásir Ísraelsmanna á flugvöllinn sem héldu áfram í gær. Aukin harka hefur færst í hernaðaraðgerðir þeirra í suðurhluta Líbanon sem hófust seinasta miðvikudag.

Erlent