Erlent Johnny Htoo gefur sig fram Johnny Htoo, fyrrverandi uppreisnarforingi karen-þjóðflokksins í Mjanmar, hefur gefið sig fram við herstjórnina þar í landi ásamt átta félögum sínum. Erlent 26.7.2006 05:30 Vissu um múturnar Sænsku ríkisstjórninni var þegar árið 2000 kunnugt um að múta þyrfti ráðamönnum í Írak til að ná samningum í áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kölluð var „bensín fyrir brauð“ en hún leyfði Írökum, undir eftirliti SÞ, að versla lyf, matvæli og vissar iðnaðarvörur fyrir tekjur af olíusölu. Erlent 26.7.2006 04:15 Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. Erlent 25.7.2006 21:47 Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Fulltrúar Rauða krossins þar segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. Erlent 25.7.2006 12:45 Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn girt af Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður. Erlent 25.7.2006 10:45 Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Erlent 25.7.2006 10:19 Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins. Erlent 25.7.2006 08:30 Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Erlent 25.7.2006 08:14 Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 25.7.2006 08:00 Kærði sjálfan sig til lögreglu Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl. Erlent 25.7.2006 08:00 Mótmæli fyrir utan ísraelska sendiráðið í París Um hundrað og fimmtíu manns mótmæltu innrás Ísraela í Líbanon fyrir utan ísraelska sendiráðið í París höfuðborg Frakklands í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Erlent 25.7.2006 07:53 Litlar líkur á samkomulagi Forystumenn Serbíu og albanskra íbúa í Kosovo hittust í gær í Vínarborg í Austurríki til þess að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtíð Kosovo. Líkur á samkomulagi þykja þó litlar. Erlent 25.7.2006 07:45 Rice fundar með Olmert í dag Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 25.7.2006 07:30 Kynlíf veldur vandræðum Sífellt fleiri dönsk pör kjósa að flytja kynlífið úr svefnherberginu út á sólarstrendur landsins yfir sumartímann en sífellt fjölgar kvörtunum sem lögregla fær vegna fólks er stundar kynlíf á almenningsströndum fyrir allra sjónum. Erlent 25.7.2006 07:30 Rice á stormasömum fundi Condoleezza Rice kynnti ráðamönnum í Líbanon í gær tillögur um að líbanskar og alþjóðlegar hersveitir gæti friðar eftir að vopnahlé kemst á. Hizbollah sýnir hugmyndum um vopnahlé engan áhuga. Erlent 25.7.2006 07:30 Hundruð mót-mælenda áreitt Meira en 500 manns, sem mótmæltu leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Pétursborg í síðasta mánuði, urðu fyrir margvíslegu áreiti af hálfu rússnesku lögreglunnar. Erlent 25.7.2006 07:00 Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. Erlent 25.7.2006 06:00 Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. Erlent 25.7.2006 06:00 Heitasti júlímánuðurinn Erlent 25.7.2006 05:00 Aðframkomnir í eyðimörk Erlent 25.7.2006 04:00 Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. Erlent 24.7.2006 22:32 Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 24.7.2006 22:26 Sómalar mótmæla veru Eþíópíumanna Yfir 5000 manns söfnuðust saman í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag til að mótmæla veru eþíópísks herliðs í landinu. Erlent 24.7.2006 21:00 Óvænt heimsókn Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf ferð sína um Mið-Austurlönd óvænt í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. Þar ræddi hún við ráðamenn. Rice heldur síðan til Ísraels. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 24.7.2006 19:03 Líðan Sharon fer versnandi Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi. Erlent 24.7.2006 13:30 Búið að ráða um 100 starfsmenn Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því. Erlent 24.7.2006 12:15 Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Erlent 24.7.2006 12:00 Doha samningalotunni frestað Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki. Erlent 24.7.2006 11:30 Schwartzenegger styður Ísraela Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles í Bandaríkjunum í gær til að sýna Ísraelsmönnum stuðning. Schwarzenegger sagði það rétt Ísraelsmanna að verja sig og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Talið er að um tvö til þrjú þúsund manns hafi komið saman í Los Angeles til að styðja árásir Ísraela á Líbanon og innrásina á Gaza-svæðið. Ekki kom til átaka þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi komið saman skammt frá. Erlent 24.7.2006 11:15 Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. Erlent 24.7.2006 09:45 « ‹ ›
Johnny Htoo gefur sig fram Johnny Htoo, fyrrverandi uppreisnarforingi karen-þjóðflokksins í Mjanmar, hefur gefið sig fram við herstjórnina þar í landi ásamt átta félögum sínum. Erlent 26.7.2006 05:30
Vissu um múturnar Sænsku ríkisstjórninni var þegar árið 2000 kunnugt um að múta þyrfti ráðamönnum í Írak til að ná samningum í áætlun Sameinuðu þjóðanna sem kölluð var „bensín fyrir brauð“ en hún leyfði Írökum, undir eftirliti SÞ, að versla lyf, matvæli og vissar iðnaðarvörur fyrir tekjur af olíusölu. Erlent 26.7.2006 04:15
Framtíð friðargæslu í Líbanon óljós Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði bak við luktar dyr í dag til að ræða um framtíð alþjóðlegs friðargæsluliðs í Líbanon sem gæta bláu línunnar sem skilur Líbanon og Ísrael. Erlent 25.7.2006 21:47
Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Fulltrúar Rauða krossins þar segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. Erlent 25.7.2006 12:45
Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn girt af Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður. Erlent 25.7.2006 10:45
Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Erlent 25.7.2006 10:19
Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins. Erlent 25.7.2006 08:30
Egeland vill koma á vopnahléi milli Ísrael og Líbanon Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Erlent 25.7.2006 08:14
Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 25.7.2006 08:00
Kærði sjálfan sig til lögreglu Tvítugur norskur ökumaður tók upp á því aðfaranótt sunnudags að hringja í lögreglu og tilkynna að hann æki undir áhrifum áfengis. Að því loknu beið hann í bílnum eftir lögreglu. Maðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini og á óskráðum bíl. Erlent 25.7.2006 08:00
Mótmæli fyrir utan ísraelska sendiráðið í París Um hundrað og fimmtíu manns mótmæltu innrás Ísraela í Líbanon fyrir utan ísraelska sendiráðið í París höfuðborg Frakklands í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Erlent 25.7.2006 07:53
Litlar líkur á samkomulagi Forystumenn Serbíu og albanskra íbúa í Kosovo hittust í gær í Vínarborg í Austurríki til þess að finna lausn á ágreiningi þeirra um framtíð Kosovo. Líkur á samkomulagi þykja þó litlar. Erlent 25.7.2006 07:45
Rice fundar með Olmert í dag Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú komin til Ísraels en hún hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 25.7.2006 07:30
Kynlíf veldur vandræðum Sífellt fleiri dönsk pör kjósa að flytja kynlífið úr svefnherberginu út á sólarstrendur landsins yfir sumartímann en sífellt fjölgar kvörtunum sem lögregla fær vegna fólks er stundar kynlíf á almenningsströndum fyrir allra sjónum. Erlent 25.7.2006 07:30
Rice á stormasömum fundi Condoleezza Rice kynnti ráðamönnum í Líbanon í gær tillögur um að líbanskar og alþjóðlegar hersveitir gæti friðar eftir að vopnahlé kemst á. Hizbollah sýnir hugmyndum um vopnahlé engan áhuga. Erlent 25.7.2006 07:30
Hundruð mót-mælenda áreitt Meira en 500 manns, sem mótmæltu leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Pétursborg í síðasta mánuði, urðu fyrir margvíslegu áreiti af hálfu rússnesku lögreglunnar. Erlent 25.7.2006 07:00
Verða sendir í endurhæfingu Vopnaðir íslamistar handtóku tuttugu manns í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku fyrir að horfa á klámmyndband. Þetta er eitt af mörgum málum sem hafa komið upp í kjölfar valdatöku íslamskra bókstafstrúarmanna, sem vilja bæta siði landsmanna. Erlent 25.7.2006 06:00
Kýpur óskar eftir hjálp Utanríkisráðherra Kýpur hefur óskað eftir hjálp Evrópusambandsins við móttöku flóttamanna frá Líbanon, en um 25 þúsund manns hafa flúið frá landinu til Kýpur og búist er við að sú tala þrefaldist. Evrópusambandið mun senda hjálparteymi til Kýpur til að flýta fyrir flutningi erlendra ríkisborgara til síns heima, en fólksfjöldinn hefur aukið álag á hótel og flugvöllinn í Nicosiu til muna. Erlent 25.7.2006 06:00
Skilyrði Bandaríkjamanna óásættanlega Yfirmaður viðskiptamála hjá Evrópusambandinu segir Bandaríkjamenn ábyrga fyrir því að Doha-samningaviðræðurnar skuli hafa runnið út í sandinn enn á ný. Hann segir skilyrði sem Bandaríkjamenn settu fyrir því að lækka innflutningstolla á landbúnaðarafurðum vera algjörlega óásættanleg. Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar segir nú fullvíst að samningalotan muni ekki klárast í ár eins og flestir höfðu vonast til. Erlent 24.7.2006 22:32
Hitabylgja veldur dauða Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Erlent 24.7.2006 22:26
Sómalar mótmæla veru Eþíópíumanna Yfir 5000 manns söfnuðust saman í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag til að mótmæla veru eþíópísks herliðs í landinu. Erlent 24.7.2006 21:00
Óvænt heimsókn Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf ferð sína um Mið-Austurlönd óvænt í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag. Þar ræddi hún við ráðamenn. Rice heldur síðan til Ísraels. Óvíst er hver árangurinn af ferð hennar verður en ljóst er að stjórnvöld í Washington gera ekki kröfu um vopnahlé strax. Erlent 24.7.2006 19:03
Líðan Sharon fer versnandi Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi. Erlent 24.7.2006 13:30
Búið að ráða um 100 starfsmenn Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því. Erlent 24.7.2006 12:15
Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Erlent 24.7.2006 12:00
Doha samningalotunni frestað Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki. Erlent 24.7.2006 11:30
Schwartzenegger styður Ísraela Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles í Bandaríkjunum í gær til að sýna Ísraelsmönnum stuðning. Schwarzenegger sagði það rétt Ísraelsmanna að verja sig og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Talið er að um tvö til þrjú þúsund manns hafi komið saman í Los Angeles til að styðja árásir Ísraela á Líbanon og innrásina á Gaza-svæðið. Ekki kom til átaka þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi komið saman skammt frá. Erlent 24.7.2006 11:15
Ungfrú Puerto Rico valin Miss Universe 18 ára stúlka frá Puerto Rico, Zuleyka Rivera Mendoza, var í gær valin keppninni Ungfrú alheimur sem fór fram í Los Angeles. Ungfrú Japan varð í öðru sæti og ungfrú Sviss varð í þriðja sæti. Sif Aradóttir, ungfrú Ísland 2006 var meðal keppenda, en hún komst ekki í verðlaunasæti. Þetta er í fimmtugasta og fimmta sinn sem keppnin er haldin en enginn íslenskur keppandi hefur verið sendur í hana síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda. Erlent 24.7.2006 09:45