Erlent Höfuðpaurar hryðjuverkahópsins í haldi Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Erlent 11.8.2006 08:05 Ræsibúnaður úr ljósaperu Hryðjuverkavarnayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum vildu í gær ekkert gefa upp um það hvers konar sprengjum þau teldu að hryðjuverkamenn hefðu ætlað sér að smygla um borð í farþegaþotur. Þar sem algert bann var lagt við því að hafa hvers konar vökva með í handfarangri voru leiddar að því líkur að óttast væri að hryðjuverkamenn reyndu að smygla með sér sprengiefni á vökvaformi. Erlent 11.8.2006 08:00 Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London Sprengja átti bandarískar vélar á leið frá Bretlandi. Allur vökvi og raftæki eru nú bönnuð í farþegaflugi. Gífurleg gæsla og miklar tafir á Heathrow-flugvelli. Lögreglan handtók 24 menn í gær. Erlent 11.8.2006 07:45 Hryðjuverkatilræðinu afstýrt Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður Erlent 11.8.2006 07:30 Sprengjur settar saman um borð Næstu hryðjuverkaárásir á farþegaflugvélar kunna að verða framdar af mönnum sem smygla íhlutunum í sprengju um borð í sakleysislegum umbúðum svo sem fyrir barnamat eða lyfjaflöskur. Sprengjuna myndu þeir setja saman úr íhlutunum bak við luktar salernisdyr um borð í flugvélinni. Við þessu vara öryggismálasérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við í gær. Erlent 11.8.2006 07:15 1,5 milljónir flýja heimili sín Fellibylurinn Saomai, sem gengur nú yfir suðausturhluta Kína, hefur hrakið 1,5 milljónir manna frá heimilum sínum. Þetta er einn kraftmesti stormur sem riðið hefur yfir Kína áratugum saman og áttundi fellibylurinn þar í landi í sumar. Erlent 11.8.2006 07:00 Sérsveitir smala brottrækum Yfir tuttugu þúsund ólöglegir innflytjendur hafa verið handteknir og vísað burt úr Bandaríkjunum það sem af er þessu ári og er það gríðarleg aukning frá fyrri árum. Herferðin er hluti af baráttu George W. Bush Bandaríkjaforseta gegn ólöglegum innflytjendum. Erlent 11.8.2006 06:45 Loksins leyfð í búðum vestra Erlent 11.8.2006 06:45 Bréf lækka Hlutabréf í flugfélögum og ferðaskrifstofum hröpuðu í verði í gær, í kjölfar fréttanna af samsæri um hryðjuverk í farþegaflugvélum á milli Lundúna og Bandaríkjanna. Jafnframt lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu vegna væntinga um að samdráttur í flugi valdi minni eftirspurn eftir eldsneyti. Erlent 11.8.2006 06:30 Borgaraflokkarnir vinna á Þegar rúmur mánuður er til þingkosninga í Svíþjóð mælist kosningabandalag borgaraflokka með meirihlutafylgi í tveimur nýjum skoðanakönnunum. Erlent 11.8.2006 06:00 Ellefu skiptinemar hverfa Ellefu nemar á tvítugsaldri frá Egyptalandi hafa horfið sporlaust í Bandaríkjunum, en þeir höfðu skráð sig í mánaðarlangt skiptinám við háskóla í Montana-ríki. Erlent 11.8.2006 05:45 Hundakjöt fyrir húðina Hundakjöt verður sífellt vinsælla meðal norður-kóreskra kvenna, en þessi kóreski þjóðarréttur er talinn vera góður fyrir húðina. Bæði í Suður- og Norður-Kóreu er hundakjöt sagt gott fyrir úthald og auka hreysti og er vinsælt á heitum sumardögum. Erlent 11.8.2006 05:00 Vladimír Pútín sker upp herör Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði ríkisstjórn sinni í gær að láta gera eignaskrá yfir öll þau verk sem listasöfn landsins hafa að geyma. Fyrirskipunin kom í kjölfar þess að upp komst um stórfelldan þjófnað úr safni í Pétursborg, en talið er að 221 listaverki, samtals metin á um 360 milljónir króna, hafi verið stolið á síðustu árum. Erlent 11.8.2006 04:00 Óbreyttum neitað um hjálp ekki samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær um orðalag ályktunar sem ætlað er að stuðla að vopnahléi milli Ísraels og Hizbollah-samtakanna í Líbanon. Þó vonast fastafulltrúi Bandaríkjanna, John Bolton, til þess að ályktunin verði samþykkt í dag. Erlent 11.8.2006 04:00 Ætluðu að granda 10 flugvélum Hryðjuverkamennirnir sem bresk yfirvöld stöðvuðu í dag, höfðu ráðgert að granda 10 flugvélum sem áttu að fljúga frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Frá þessu greindi bandaríska leyniþjónustan í kvöld. Erlent 10.8.2006 22:14 Brasilískir þingmenn kærðir fyrir fjárdrátt af almannafé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn um að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. Mikill meirihluti þingmannanna, eða 63 af 72, tilheyra stjórnarflokkunum sem styðja forsetann Luiz Lula da Silva að málum. Erlent 10.8.2006 20:30 Koma í veg fyrir að lífum sé bjargað Yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Ísrelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að aðstoða hjálparsamtök við að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður Líbanon. Það geri þeir hins vegar ekki og komi þar með í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað Erlent 10.8.2006 17:55 21 maður í haldi Bresk stjórnvöld hafa 21 mann í haldi sínu sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja stórfelld hryðjuverk í allt að tíu flugvélum sem fljúga áttu til Bandaríkjanna. Erlent 10.8.2006 17:43 Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Erlent 10.8.2006 12:48 Öngþveiti á flugvöllum á Englandi Bresk og bandarísk yfirvöld upplýstu í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp farþegavélar á leið milli landanna. Ekki er flogið til Bretlands sem stendur og óvíst hvenær það verður hægt á ný. Algjört öngþveiti ríkir á flugvöllum þar í landi. Erlent 10.8.2006 12:17 Hlutabréfavísitölur lækka vegna hryðjuverkaógnar Hryðjuverkaógnin í Bretlandi hefur áhrif á markaði víðsvegar um heiminn. Fram kemur á vef Glitnis að allar helstu hlutabréfavísitölur hafi lækkað og þá hlutabréf í evrópskum flugfélögum einna mest. Erlent 10.8.2006 11:28 Komið í veg fyrir sprengjutilræði í bandarískum flugvélum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði í þremur flugvélum bandarískra flugfélaga, United, American og Continental airlines. Erlent 10.8.2006 10:29 Heimili rýmd vegna fellibyls Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag. Erlent 10.8.2006 08:58 Þrjú þorp í Líbanon á valdi Ísraelshers Ísraelsher hefur náði í nótt þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Erlent 10.8.2006 08:43 Yfirvofandi hryðjuverkaárás í Bretlandi Hættuástandi hefur verið lýst yfir í Bretlandi vegna njósna um að hryðjuverkaárás sé yfirvofandi þar í landi. Erlent 10.8.2006 08:21 Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér Qussay Odeh, Íslendingur af palestínskum ættum, var handtekinn þar sem hann var við mótmæli í Jerúsalem. Hann segir lögreglu hafa misþyrmt sér með barsmíðum og táragasi að ástæðulausu. Erlent 10.8.2006 07:45 Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. Erlent 10.8.2006 07:30 Samstaðan enn sterk Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þúsund konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu. Erlent 10.8.2006 07:15 Tugir trúða safnast saman Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna. Erlent 10.8.2006 07:00 Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima. Erlent 10.8.2006 07:00 « ‹ ›
Höfuðpaurar hryðjuverkahópsins í haldi Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Erlent 11.8.2006 08:05
Ræsibúnaður úr ljósaperu Hryðjuverkavarnayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum vildu í gær ekkert gefa upp um það hvers konar sprengjum þau teldu að hryðjuverkamenn hefðu ætlað sér að smygla um borð í farþegaþotur. Þar sem algert bann var lagt við því að hafa hvers konar vökva með í handfarangri voru leiddar að því líkur að óttast væri að hryðjuverkamenn reyndu að smygla með sér sprengiefni á vökvaformi. Erlent 11.8.2006 08:00
Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London Sprengja átti bandarískar vélar á leið frá Bretlandi. Allur vökvi og raftæki eru nú bönnuð í farþegaflugi. Gífurleg gæsla og miklar tafir á Heathrow-flugvelli. Lögreglan handtók 24 menn í gær. Erlent 11.8.2006 07:45
Hryðjuverkatilræðinu afstýrt Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður Erlent 11.8.2006 07:30
Sprengjur settar saman um borð Næstu hryðjuverkaárásir á farþegaflugvélar kunna að verða framdar af mönnum sem smygla íhlutunum í sprengju um borð í sakleysislegum umbúðum svo sem fyrir barnamat eða lyfjaflöskur. Sprengjuna myndu þeir setja saman úr íhlutunum bak við luktar salernisdyr um borð í flugvélinni. Við þessu vara öryggismálasérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við í gær. Erlent 11.8.2006 07:15
1,5 milljónir flýja heimili sín Fellibylurinn Saomai, sem gengur nú yfir suðausturhluta Kína, hefur hrakið 1,5 milljónir manna frá heimilum sínum. Þetta er einn kraftmesti stormur sem riðið hefur yfir Kína áratugum saman og áttundi fellibylurinn þar í landi í sumar. Erlent 11.8.2006 07:00
Sérsveitir smala brottrækum Yfir tuttugu þúsund ólöglegir innflytjendur hafa verið handteknir og vísað burt úr Bandaríkjunum það sem af er þessu ári og er það gríðarleg aukning frá fyrri árum. Herferðin er hluti af baráttu George W. Bush Bandaríkjaforseta gegn ólöglegum innflytjendum. Erlent 11.8.2006 06:45
Bréf lækka Hlutabréf í flugfélögum og ferðaskrifstofum hröpuðu í verði í gær, í kjölfar fréttanna af samsæri um hryðjuverk í farþegaflugvélum á milli Lundúna og Bandaríkjanna. Jafnframt lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu vegna væntinga um að samdráttur í flugi valdi minni eftirspurn eftir eldsneyti. Erlent 11.8.2006 06:30
Borgaraflokkarnir vinna á Þegar rúmur mánuður er til þingkosninga í Svíþjóð mælist kosningabandalag borgaraflokka með meirihlutafylgi í tveimur nýjum skoðanakönnunum. Erlent 11.8.2006 06:00
Ellefu skiptinemar hverfa Ellefu nemar á tvítugsaldri frá Egyptalandi hafa horfið sporlaust í Bandaríkjunum, en þeir höfðu skráð sig í mánaðarlangt skiptinám við háskóla í Montana-ríki. Erlent 11.8.2006 05:45
Hundakjöt fyrir húðina Hundakjöt verður sífellt vinsælla meðal norður-kóreskra kvenna, en þessi kóreski þjóðarréttur er talinn vera góður fyrir húðina. Bæði í Suður- og Norður-Kóreu er hundakjöt sagt gott fyrir úthald og auka hreysti og er vinsælt á heitum sumardögum. Erlent 11.8.2006 05:00
Vladimír Pútín sker upp herör Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði ríkisstjórn sinni í gær að láta gera eignaskrá yfir öll þau verk sem listasöfn landsins hafa að geyma. Fyrirskipunin kom í kjölfar þess að upp komst um stórfelldan þjófnað úr safni í Pétursborg, en talið er að 221 listaverki, samtals metin á um 360 milljónir króna, hafi verið stolið á síðustu árum. Erlent 11.8.2006 04:00
Óbreyttum neitað um hjálp ekki samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær um orðalag ályktunar sem ætlað er að stuðla að vopnahléi milli Ísraels og Hizbollah-samtakanna í Líbanon. Þó vonast fastafulltrúi Bandaríkjanna, John Bolton, til þess að ályktunin verði samþykkt í dag. Erlent 11.8.2006 04:00
Ætluðu að granda 10 flugvélum Hryðjuverkamennirnir sem bresk yfirvöld stöðvuðu í dag, höfðu ráðgert að granda 10 flugvélum sem áttu að fljúga frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Frá þessu greindi bandaríska leyniþjónustan í kvöld. Erlent 10.8.2006 22:14
Brasilískir þingmenn kærðir fyrir fjárdrátt af almannafé Rannsóknarnefnd á vegum brasilíska þjóðþingsins hefur kært 72 þingmenn um að hafa dregið sér fé úr sjóðum heilbrigðiskerfisins og mælir nefndin með því að þingmennirnir verði sóttir til saka fyrir meint brot sín. Mikill meirihluti þingmannanna, eða 63 af 72, tilheyra stjórnarflokkunum sem styðja forsetann Luiz Lula da Silva að málum. Erlent 10.8.2006 20:30
Koma í veg fyrir að lífum sé bjargað Yfirmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Ísrelum og skæruliðum Hizbollah í lófa lagið að aðstoða hjálparsamtök við að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður Líbanon. Það geri þeir hins vegar ekki og komi þar með í veg fyrir að lífi fólks verði bjargað Erlent 10.8.2006 17:55
21 maður í haldi Bresk stjórnvöld hafa 21 mann í haldi sínu sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja stórfelld hryðjuverk í allt að tíu flugvélum sem fljúga áttu til Bandaríkjanna. Erlent 10.8.2006 17:43
Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Erlent 10.8.2006 12:48
Öngþveiti á flugvöllum á Englandi Bresk og bandarísk yfirvöld upplýstu í morgun að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp farþegavélar á leið milli landanna. Ekki er flogið til Bretlands sem stendur og óvíst hvenær það verður hægt á ný. Algjört öngþveiti ríkir á flugvöllum þar í landi. Erlent 10.8.2006 12:17
Hlutabréfavísitölur lækka vegna hryðjuverkaógnar Hryðjuverkaógnin í Bretlandi hefur áhrif á markaði víðsvegar um heiminn. Fram kemur á vef Glitnis að allar helstu hlutabréfavísitölur hafi lækkað og þá hlutabréf í evrópskum flugfélögum einna mest. Erlent 10.8.2006 11:28
Komið í veg fyrir sprengjutilræði í bandarískum flugvélum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði í þremur flugvélum bandarískra flugfélaga, United, American og Continental airlines. Erlent 10.8.2006 10:29
Heimili rýmd vegna fellibyls Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag. Erlent 10.8.2006 08:58
Þrjú þorp í Líbanon á valdi Ísraelshers Ísraelsher hefur náði í nótt þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Erlent 10.8.2006 08:43
Yfirvofandi hryðjuverkaárás í Bretlandi Hættuástandi hefur verið lýst yfir í Bretlandi vegna njósna um að hryðjuverkaárás sé yfirvofandi þar í landi. Erlent 10.8.2006 08:21
Íslendingur segir lögreglu í Ísrael hafa misþyrmt sér Qussay Odeh, Íslendingur af palestínskum ættum, var handtekinn þar sem hann var við mótmæli í Jerúsalem. Hann segir lögreglu hafa misþyrmt sér með barsmíðum og táragasi að ástæðulausu. Erlent 10.8.2006 07:45
Fjórar mörgæsir drepast í bílslysi Fjórar mörgæsir og nokkrir hitabeltisfiskar drápust þegar bíll sem flutti dýrin valt á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag. Tuttugu og einni mörgæs var bjargað. Kolkrabbi sem var einnig í bílnum slapp ómeiddur. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. Erlent 10.8.2006 07:30
Samstaðan enn sterk Þúsundir kvenna þrömmuðu um Suður-Afríku í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að 20 þúsund konur hættu frelsi sínu í mótmælagöngu gegn aðskilnaðarstefnunni sem þá ríkti í landinu. Erlent 10.8.2006 07:15
Tugir trúða safnast saman Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna. Erlent 10.8.2006 07:00
Arabar yfirgefi Haifa í Ísrael Sjeik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, bað alla ísraelska araba um að yfirgefa hafnarborgina Haifa í Ísrael, svo herskár armur samtakanna gæti hert árásirnar á borgina án þess að úthella blóði múslima. Erlent 10.8.2006 07:00