Erlent

Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri

Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah.

Erlent

Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni.

Erlent

Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu.

Erlent

Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu.

Erlent

Byssurnar þagnaðar

Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun og eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag.

Erlent

Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka

Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum.

Erlent

Barist við skógarelda á Spáni

Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum.

Erlent

Myndir frá sjúkrabeði Castro

Kúbanska ríkisdagblaðið Granma birti í dag myndir af Fidel Castro, forseta landsins, þar sem hann sem bróðir hans Raul og Hugo Chavez, forseti Venesúela heimsóttu hann á sjúkrabeði hans. Myndirnar, sem eru sjö talsins, voru birtar á vefsíðu blaðsins.

Erlent

Flóttamenn halda heim

Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum.

Erlent

Sprengjutilræði í Pakistan á þjóðhátíðardegi

Tveir létust og níu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur stöðu í Suðvestur-Pakistan í dag. Sú fyrri sprakk við sölubás í bænum Hub þar sem verið var að selja pakistanska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistana og þar létust tveir og sex særðust.

Erlent

Reglur um handfarangur rýmkaðar í Bretlandi

Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Um leið hafa reglur um handfarangur farþega í flugvélum verið rýmkaðar.

Erlent

Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons

Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa.

Erlent

Öflug sprenging í Kolombó í morgun

Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá.

Erlent

Yfir tvö hundruð látnir eftir fellibyl í Kína

Yfir tvö hundruð manns hafa látist í Kína síðustu daga af völdum fellibylsins Saiomai. Fellibylurinn er sá sterkasti sem gengið hefur á land í Kína í hálfa öld og hefur hann eyðilagt tugþúsundir húsa og skemmt uppskeru á stóru svæðu.

Erlent

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp.

Erlent

Bendir til aðildar al-Qaida

Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, benda til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida.

Erlent

Rafmagnslaust í Tókýó

Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni.

Erlent

Öryggið orðið óþægilega mikið

Verða vopnaðir verðir helstu ferðafélagar okkar í framtíðinni? Nýjar ógnir í loftferðum gera það að verkum að óþægindi ferðalanga hafa aukist til muna, sérstaklega í ferðum sem tengjast Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfitt er að segja til um hversu lengi svo verði í pottinn búið, en nú þegar heyrast óánægjuraddir.

Erlent

Vædderen lagður af stað

Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3.

Erlent

Norsk vegabréf á vergangi

Norðmenn hafa týnt 95 þúsund vegabréfum síðan Noregur hóf þátttöku í Schengen-samstarfinu, kom fram á fréttasíðu norska blaðsins Aftenposten á fimmtudag.

Erlent

Ljósmyndari rekinn frá Reuters

Reuters-fréttastofan hefur slitið öll tengsl við ljósmyndarann Adnan Hajj í Beirút, sem varð uppvís að því að breyta tveimur ljósmyndum frá átökunum í Líbanon. Reuters hefur eytt öllum 920 myndum ljósmyndarans úr gagnagrunni sínum.

Erlent

Dánartala hækkar

Dánartala þeirra sem létust eftir að fellibylurinn Saomai skall á Kína á fimmtudag hækkaði á sunnudag upp í 134 og er 163 saknað. Sum fórnarlambanna létust þegar skýli sem þau höfðu leitað í hrundu.

Erlent

Bráðnar hraðar en talið var

Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem bandarískir vísindamenn hafa gert á grundvelli gerfihnattaljósmynda frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og birtar eru í nýjasta heftir vísindatímaritsins Science.

Erlent