Erlent Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Erlent 14.8.2006 21:41 Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 14.8.2006 21:30 Myndirnar af tungllendingunni týndar Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að upprunalegu myndunum af lendingu Apollo ellefta á tunglinu. Erlent 14.8.2006 21:00 Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu. Erlent 14.8.2006 20:00 Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. Erlent 14.8.2006 19:30 Byssurnar þagnaðar Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun og eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag. Erlent 14.8.2006 19:00 Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum. Erlent 14.8.2006 18:00 Barist við skógarelda á Spáni Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum. Erlent 14.8.2006 17:45 Myndir frá sjúkrabeði Castro Kúbanska ríkisdagblaðið Granma birti í dag myndir af Fidel Castro, forseta landsins, þar sem hann sem bróðir hans Raul og Hugo Chavez, forseti Venesúela heimsóttu hann á sjúkrabeði hans. Myndirnar, sem eru sjö talsins, voru birtar á vefsíðu blaðsins. Erlent 14.8.2006 17:30 Flóttamenn halda heim Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Erlent 14.8.2006 17:20 Sprengjutilræði í Pakistan á þjóðhátíðardegi Tveir létust og níu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur stöðu í Suðvestur-Pakistan í dag. Sú fyrri sprakk við sölubás í bænum Hub þar sem verið var að selja pakistanska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistana og þar létust tveir og sex særðust. Erlent 14.8.2006 14:30 Reglur um handfarangur rýmkaðar í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Um leið hafa reglur um handfarangur farþega í flugvélum verið rýmkaðar. Erlent 14.8.2006 13:00 Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Erlent 14.8.2006 12:00 Öflug sprenging í Kolombó í morgun Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá. Erlent 14.8.2006 10:15 Yfir tvö hundruð látnir eftir fellibyl í Kína Yfir tvö hundruð manns hafa látist í Kína síðustu daga af völdum fellibylsins Saiomai. Fellibylurinn er sá sterkasti sem gengið hefur á land í Kína í hálfa öld og hefur hann eyðilagt tugþúsundir húsa og skemmt uppskeru á stóru svæðu. Erlent 14.8.2006 10:00 Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp. Erlent 14.8.2006 09:45 Bendir til aðildar al-Qaida Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, benda til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida. Erlent 14.8.2006 09:32 Rafmagnslaust í Tókýó Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni. Erlent 14.8.2006 09:24 Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Ísraelsher hélt áfram árásum á skotmörk í Líbanon allt fram á síðustu stundu. Erlent 14.8.2006 09:13 Öryggið orðið óþægilega mikið Verða vopnaðir verðir helstu ferðafélagar okkar í framtíðinni? Nýjar ógnir í loftferðum gera það að verkum að óþægindi ferðalanga hafa aukist til muna, sérstaklega í ferðum sem tengjast Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfitt er að segja til um hversu lengi svo verði í pottinn búið, en nú þegar heyrast óánægjuraddir. Erlent 14.8.2006 07:30 Ísraelar samþykkja að gera hlé á hernaðaraðgerðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær tillögu um hlé á hernaðaraðgerðum í Líbanon. Vopnahléið tók gildi klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Þrátt fyrir vopnahlé er talið líklegt að átök í Líbanon haldi áfram. Erlent 14.8.2006 07:15 Hryðjuverkaógn lamar flug í London Þriðjungi áætlunarflugs frá Heathrow flugvelli í London var aflýst á sunnudag vegna öngþveitis við öryggisleit. Erlent 14.8.2006 07:00 Vædderen lagður af stað Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3. Erlent 14.8.2006 07:00 Norsk vegabréf á vergangi Norðmenn hafa týnt 95 þúsund vegabréfum síðan Noregur hóf þátttöku í Schengen-samstarfinu, kom fram á fréttasíðu norska blaðsins Aftenposten á fimmtudag. Erlent 14.8.2006 06:30 Ljósmyndari rekinn frá Reuters Reuters-fréttastofan hefur slitið öll tengsl við ljósmyndarann Adnan Hajj í Beirút, sem varð uppvís að því að breyta tveimur ljósmyndum frá átökunum í Líbanon. Reuters hefur eytt öllum 920 myndum ljósmyndarans úr gagnagrunni sínum. Erlent 14.8.2006 06:00 Vill slíta stjórnmálasambandi Erlent 14.8.2006 05:45 Varð sótreiður við fangann Erlent 14.8.2006 05:30 Dánartala hækkar Dánartala þeirra sem létust eftir að fellibylurinn Saomai skall á Kína á fimmtudag hækkaði á sunnudag upp í 134 og er 163 saknað. Sum fórnarlambanna létust þegar skýli sem þau höfðu leitað í hrundu. Erlent 14.8.2006 05:00 Ný lyfjablanda skilar engu Erlent 14.8.2006 04:15 Bráðnar hraðar en talið var Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem bandarískir vísindamenn hafa gert á grundvelli gerfihnattaljósmynda frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og birtar eru í nýjasta heftir vísindatímaritsins Science. Erlent 14.8.2006 04:00 « ‹ ›
Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Erlent 14.8.2006 21:41
Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 14.8.2006 21:30
Myndirnar af tungllendingunni týndar Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að upprunalegu myndunum af lendingu Apollo ellefta á tunglinu. Erlent 14.8.2006 21:00
Útilokar ekki að fjölga friðargæsluliðum Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, leggur mikla áherslu á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á Srí Lanka. Ákvörðun verður tekin síðar í vikunni en Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að íslenskum friðargæsluliðum verði fjölgað, þrátt fyrir vaxandi ólgu. Erlent 14.8.2006 20:00
Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. Erlent 14.8.2006 19:30
Byssurnar þagnaðar Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun og eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag. Erlent 14.8.2006 19:00
Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum. Erlent 14.8.2006 18:00
Barist við skógarelda á Spáni Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum. Erlent 14.8.2006 17:45
Myndir frá sjúkrabeði Castro Kúbanska ríkisdagblaðið Granma birti í dag myndir af Fidel Castro, forseta landsins, þar sem hann sem bróðir hans Raul og Hugo Chavez, forseti Venesúela heimsóttu hann á sjúkrabeði hans. Myndirnar, sem eru sjö talsins, voru birtar á vefsíðu blaðsins. Erlent 14.8.2006 17:30
Flóttamenn halda heim Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Erlent 14.8.2006 17:20
Sprengjutilræði í Pakistan á þjóðhátíðardegi Tveir létust og níu særðust þegar sprengjur sprungu á tveimur stöðu í Suðvestur-Pakistan í dag. Sú fyrri sprakk við sölubás í bænum Hub þar sem verið var að selja pakistanska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistana og þar létust tveir og sex særðust. Erlent 14.8.2006 14:30
Reglur um handfarangur rýmkaðar í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Um leið hafa reglur um handfarangur farþega í flugvélum verið rýmkaðar. Erlent 14.8.2006 13:00
Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Erlent 14.8.2006 12:00
Öflug sprenging í Kolombó í morgun Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá. Erlent 14.8.2006 10:15
Yfir tvö hundruð látnir eftir fellibyl í Kína Yfir tvö hundruð manns hafa látist í Kína síðustu daga af völdum fellibylsins Saiomai. Fellibylurinn er sá sterkasti sem gengið hefur á land í Kína í hálfa öld og hefur hann eyðilagt tugþúsundir húsa og skemmt uppskeru á stóru svæðu. Erlent 14.8.2006 10:00
Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp. Erlent 14.8.2006 09:45
Bendir til aðildar al-Qaida Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, benda til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida. Erlent 14.8.2006 09:32
Rafmagnslaust í Tókýó Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni. Erlent 14.8.2006 09:24
Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Ísraelsher hélt áfram árásum á skotmörk í Líbanon allt fram á síðustu stundu. Erlent 14.8.2006 09:13
Öryggið orðið óþægilega mikið Verða vopnaðir verðir helstu ferðafélagar okkar í framtíðinni? Nýjar ógnir í loftferðum gera það að verkum að óþægindi ferðalanga hafa aukist til muna, sérstaklega í ferðum sem tengjast Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfitt er að segja til um hversu lengi svo verði í pottinn búið, en nú þegar heyrast óánægjuraddir. Erlent 14.8.2006 07:30
Ísraelar samþykkja að gera hlé á hernaðaraðgerðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í gær tillögu um hlé á hernaðaraðgerðum í Líbanon. Vopnahléið tók gildi klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Þrátt fyrir vopnahlé er talið líklegt að átök í Líbanon haldi áfram. Erlent 14.8.2006 07:15
Hryðjuverkaógn lamar flug í London Þriðjungi áætlunarflugs frá Heathrow flugvelli í London var aflýst á sunnudag vegna öngþveitis við öryggisleit. Erlent 14.8.2006 07:00
Vædderen lagður af stað Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3. Erlent 14.8.2006 07:00
Norsk vegabréf á vergangi Norðmenn hafa týnt 95 þúsund vegabréfum síðan Noregur hóf þátttöku í Schengen-samstarfinu, kom fram á fréttasíðu norska blaðsins Aftenposten á fimmtudag. Erlent 14.8.2006 06:30
Ljósmyndari rekinn frá Reuters Reuters-fréttastofan hefur slitið öll tengsl við ljósmyndarann Adnan Hajj í Beirút, sem varð uppvís að því að breyta tveimur ljósmyndum frá átökunum í Líbanon. Reuters hefur eytt öllum 920 myndum ljósmyndarans úr gagnagrunni sínum. Erlent 14.8.2006 06:00
Dánartala hækkar Dánartala þeirra sem létust eftir að fellibylurinn Saomai skall á Kína á fimmtudag hækkaði á sunnudag upp í 134 og er 163 saknað. Sum fórnarlambanna létust þegar skýli sem þau höfðu leitað í hrundu. Erlent 14.8.2006 05:00
Bráðnar hraðar en talið var Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem bandarískir vísindamenn hafa gert á grundvelli gerfihnattaljósmynda frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og birtar eru í nýjasta heftir vísindatímaritsins Science. Erlent 14.8.2006 04:00