Erlent Atlantis á loft í ágúst Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar. Erlent 16.8.2006 22:38 Ríkisstjórn Jiris Paroubek hefur beðist lausnar Ríkisstjórn Jiris Paroubek í Tékklandi hefur beðist lausnar og hefur Vaclav Klaus forseti þegar skipað hægrimanninn Mirek Topolanek í embætti forsætisráðherra. Erlent 16.8.2006 22:35 Gæta friðar í Líbanon Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Erlent 16.8.2006 22:17 Eldur verður hvolpum að bana Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust. Erlent 16.8.2006 19:15 Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons. Erlent 16.8.2006 19:06 Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn. Erlent 16.8.2006 19:00 Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið. Erlent 16.8.2006 18:55 Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni. Erlent 16.8.2006 18:48 Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút. Erlent 16.8.2006 18:45 Flugvél snúið af leið vegna gruns um hryðjuverk Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston fyrir stundu vegna óróa um borð í vélinni. Kona sem var um borð mun hafa lent í útistöðum við áhöfn vélarinnar og fyrir vikið var ákveðið að leita í farangri um borð þegar vélinni hafði verið lent. Erlent 16.8.2006 15:27 Margir Danir vilja afþakka pappírsflóðið Límmiðar á póstkassa til að afþakka fríblöð seljast nú eins og heitar lummur í Danmörku. Fólk óttast að sitja uppi með ógrynni af pappír þegar þrjú fríblöð fara að berast á dag. Forsmekkurinn flaug inn um bréfalúgur í Kaupmannahöfn og Árhúsum þegar útgáfufyrirtæki Berlingske tidende reið á vaðið með fyrsta tölublað fríblaðsins Dato. Erlent 16.8.2006 13:50 Skutu japanskan sjómann út af landamæradeilu Rússneska strandgæslan skaut í nótt á japanskan fiskibát við Kúrileyjaklasann með þeim afleiðingum að japanskur sjómaður lét lífið. Áratuga löng landamæradeila milli Rússlands og Japans um Kúrileyjarnar er enn óútkljáð - með þessum afleiðingum. Erlent 16.8.2006 12:45 Íranar vilja ræða um kjarnorkuáætlunina Íranar eru tilbúnir til viðræðna um að falla frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Utanríkisráðherra Írans tilkynnti þetta í dag en bætti við að hvað sem öllum viðræðum liði, þá sæju Íranar sér enn ekki góða ástæðu til að falla frá áætlun um auðgun úrans. Erlent 16.8.2006 12:30 Kemur ekki til greina að svipta Grass Nóbelnum Nóbelsstofnunin hefur hafnað beiðnum um að svipta rithöfundinn Gunther Grass nóbelsverðlaunum sem hann hlaut árið 1999. Háværar raddir kröfðust þess að Grass yrði sviptur heiðrinum eftir að hann játaði í blaðaviðtali á laugardag að hann hefði þjónað í stormsveitum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 16.8.2006 12:15 Meira en 10 þúsund töskur í óskilum hjá British Airways Yfir 10 þúsund töskur sem farþegar breska flugfélagsins British Airways hafa innritað á síðustu dögum hafa ekki skilað sér aftur til eigendanna. Flugfélagið segir töskurnar bíða í hrúgum á breskum flugvöllum og hyggst nú höfða skaðabótamál á hendur rekstraraðila stærstu flugvallanna, því auk þessa hafi flugfélagið þurft að aflýsa yfir 700 flugum síðan hertar öryggisreglur tóku gildi síðastliðinn fimmtudag. Rekstraraðili þriggja stærstu flugvalla í Bretlandi, þar með talið Heathrow, segir stöðuna sem upp er komin nú fordæmislausa og því ekki hægt að ætlast til að fyrirtækið sé undir hana búið. Erlent 16.8.2006 11:40 Þúsundir aðdáanda Elvis minnast 29 ára ártíðar hans Þúsundir aðdáenda sönghetjunnar Elvis Presley komu hvaðanæva að úr heiminum í gærkvöld til að minnast 29 ára ártíðar söngvarans á heimili hans í Graceland í Tennessee. Fyrstu aðdáendurnir komu til Graceland-setursins um kvöldmatarleytið á mánudagskvöld og stóðu í röð til að bíða eftir kertaathöfninni. Fyrir marga er nokkurs konar pílagrímsferð til heiðurs kónginum sem sumir trúa þó ekki að sé látinn en samkvæmt opinberum skjölum lést hann af hjartaslagi og ofnotkun læknadóps þann 16. ágúst árið 1977. Erlent 16.8.2006 10:26 Fjöldagrafir teknar í Týrus Sprengjugnýrinn hefur hljóðnað um sinn fyrir botni Miðjarðarhafs og í tóminu er hægt að hefjast handa við að ganga frá eftir ógnaröldina. Lík 40 fórnarlamba árásanna undanfarinn mánuð voru greftruð í fjöldagröf í Týrus í gær. Líkin voru lögð í grunnar, númeraðar grafir og gert ráð fyrir því að fjölskyldur hinna látnu eigi hægt um vik að finna kistur ættingja sinna og finna þeim betri hvílu þegar allt er um garð gengið. Áður hafa Týrus-búar tekið tvær viðlíka fjöldagrafir þar sem hvíla yfir hundrað manns. Á níunda hundrað Líbana létu lífið í átökunum og 157 Ísraelar. Erlent 16.8.2006 08:26 Fjórum erlendum starfsmönnum rænt í Nígeríu Fjórum erlendum starfsmönnum olíufélags í Nígeríu var sleppt úr haldi mannræningja í dag. Þeim var rænt af skipi fyrir tæpri viku. Tveir þeirra eru frá Noregi og tveir frá Úkraínu. Erlent 15.8.2006 22:19 Vonast til að senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon Vonast er til að hægt verði að senda allt að þrjú þúsund og fimm hundruð friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líbanon á næstu tíu til fimmtán dögum. Erlent 15.8.2006 22:13 Koizumi ögrar nágrönnunum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur enn einu sinni reitt nágranna sína í Kína og Kóreu til reiði með því að heimsækja helgidóm þar sem japanskar stríðshetjur eru vegsamaðar. Erlent 15.8.2006 20:00 Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Erlent 15.8.2006 19:00 Reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga Tveir fulltrúar frá bandarísku fréttastöðinni Fox komu á Gaza-svæðið í dag til að reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga sinna sem byssumenn rændu í gær. Erlent 15.8.2006 16:55 Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 15.8.2006 16:45 Ariel Sharon hrakar Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. Erlent 15.8.2006 13:45 60 börn létu lifið á Sri Lanka Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur. Erlent 15.8.2006 12:45 Þúsundir Líbana snúa heim Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Erlent 15.8.2006 12:15 Jarðskjálfti á Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,9 á Richter skók austurhluta Indónesíu klukkan tíu a indónesískum tíma í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun. Jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum, en í maí létust 5000 þúsund manns á eyjunni Jövu í öflugum skjálfta og þá dóu 600 í flóðbylgju af völdum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Erlent 15.8.2006 09:15 Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Erlent 15.8.2006 08:30 Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring. Erlent 15.8.2006 08:00 Starfsmönnum Fox rænt Palestínskir byssumenn rændu í dag tveimur fréttamönnum bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News á Gaza-svæðinu. Að sögn Palestínumanns, sem hafði unnið með mönnunum, er annar þeirra bandarískur en þjóðerni hins hefur ekki fengist uppgefið. Fox fréttastöðin segir ekki vitað hverjir rændu þeim en unnið að því að tryggja lausn þeirra. Erlent 14.8.2006 22:15 « ‹ ›
Atlantis á loft í ágúst Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar. Erlent 16.8.2006 22:38
Ríkisstjórn Jiris Paroubek hefur beðist lausnar Ríkisstjórn Jiris Paroubek í Tékklandi hefur beðist lausnar og hefur Vaclav Klaus forseti þegar skipað hægrimanninn Mirek Topolanek í embætti forsætisráðherra. Erlent 16.8.2006 22:35
Gæta friðar í Líbanon Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Erlent 16.8.2006 22:17
Eldur verður hvolpum að bana Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust. Erlent 16.8.2006 19:15
Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons. Erlent 16.8.2006 19:06
Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn. Erlent 16.8.2006 19:00
Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið. Erlent 16.8.2006 18:55
Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni. Erlent 16.8.2006 18:48
Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút. Erlent 16.8.2006 18:45
Flugvél snúið af leið vegna gruns um hryðjuverk Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston fyrir stundu vegna óróa um borð í vélinni. Kona sem var um borð mun hafa lent í útistöðum við áhöfn vélarinnar og fyrir vikið var ákveðið að leita í farangri um borð þegar vélinni hafði verið lent. Erlent 16.8.2006 15:27
Margir Danir vilja afþakka pappírsflóðið Límmiðar á póstkassa til að afþakka fríblöð seljast nú eins og heitar lummur í Danmörku. Fólk óttast að sitja uppi með ógrynni af pappír þegar þrjú fríblöð fara að berast á dag. Forsmekkurinn flaug inn um bréfalúgur í Kaupmannahöfn og Árhúsum þegar útgáfufyrirtæki Berlingske tidende reið á vaðið með fyrsta tölublað fríblaðsins Dato. Erlent 16.8.2006 13:50
Skutu japanskan sjómann út af landamæradeilu Rússneska strandgæslan skaut í nótt á japanskan fiskibát við Kúrileyjaklasann með þeim afleiðingum að japanskur sjómaður lét lífið. Áratuga löng landamæradeila milli Rússlands og Japans um Kúrileyjarnar er enn óútkljáð - með þessum afleiðingum. Erlent 16.8.2006 12:45
Íranar vilja ræða um kjarnorkuáætlunina Íranar eru tilbúnir til viðræðna um að falla frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Utanríkisráðherra Írans tilkynnti þetta í dag en bætti við að hvað sem öllum viðræðum liði, þá sæju Íranar sér enn ekki góða ástæðu til að falla frá áætlun um auðgun úrans. Erlent 16.8.2006 12:30
Kemur ekki til greina að svipta Grass Nóbelnum Nóbelsstofnunin hefur hafnað beiðnum um að svipta rithöfundinn Gunther Grass nóbelsverðlaunum sem hann hlaut árið 1999. Háværar raddir kröfðust þess að Grass yrði sviptur heiðrinum eftir að hann játaði í blaðaviðtali á laugardag að hann hefði þjónað í stormsveitum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 16.8.2006 12:15
Meira en 10 þúsund töskur í óskilum hjá British Airways Yfir 10 þúsund töskur sem farþegar breska flugfélagsins British Airways hafa innritað á síðustu dögum hafa ekki skilað sér aftur til eigendanna. Flugfélagið segir töskurnar bíða í hrúgum á breskum flugvöllum og hyggst nú höfða skaðabótamál á hendur rekstraraðila stærstu flugvallanna, því auk þessa hafi flugfélagið þurft að aflýsa yfir 700 flugum síðan hertar öryggisreglur tóku gildi síðastliðinn fimmtudag. Rekstraraðili þriggja stærstu flugvalla í Bretlandi, þar með talið Heathrow, segir stöðuna sem upp er komin nú fordæmislausa og því ekki hægt að ætlast til að fyrirtækið sé undir hana búið. Erlent 16.8.2006 11:40
Þúsundir aðdáanda Elvis minnast 29 ára ártíðar hans Þúsundir aðdáenda sönghetjunnar Elvis Presley komu hvaðanæva að úr heiminum í gærkvöld til að minnast 29 ára ártíðar söngvarans á heimili hans í Graceland í Tennessee. Fyrstu aðdáendurnir komu til Graceland-setursins um kvöldmatarleytið á mánudagskvöld og stóðu í röð til að bíða eftir kertaathöfninni. Fyrir marga er nokkurs konar pílagrímsferð til heiðurs kónginum sem sumir trúa þó ekki að sé látinn en samkvæmt opinberum skjölum lést hann af hjartaslagi og ofnotkun læknadóps þann 16. ágúst árið 1977. Erlent 16.8.2006 10:26
Fjöldagrafir teknar í Týrus Sprengjugnýrinn hefur hljóðnað um sinn fyrir botni Miðjarðarhafs og í tóminu er hægt að hefjast handa við að ganga frá eftir ógnaröldina. Lík 40 fórnarlamba árásanna undanfarinn mánuð voru greftruð í fjöldagröf í Týrus í gær. Líkin voru lögð í grunnar, númeraðar grafir og gert ráð fyrir því að fjölskyldur hinna látnu eigi hægt um vik að finna kistur ættingja sinna og finna þeim betri hvílu þegar allt er um garð gengið. Áður hafa Týrus-búar tekið tvær viðlíka fjöldagrafir þar sem hvíla yfir hundrað manns. Á níunda hundrað Líbana létu lífið í átökunum og 157 Ísraelar. Erlent 16.8.2006 08:26
Fjórum erlendum starfsmönnum rænt í Nígeríu Fjórum erlendum starfsmönnum olíufélags í Nígeríu var sleppt úr haldi mannræningja í dag. Þeim var rænt af skipi fyrir tæpri viku. Tveir þeirra eru frá Noregi og tveir frá Úkraínu. Erlent 15.8.2006 22:19
Vonast til að senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon Vonast er til að hægt verði að senda allt að þrjú þúsund og fimm hundruð friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líbanon á næstu tíu til fimmtán dögum. Erlent 15.8.2006 22:13
Koizumi ögrar nágrönnunum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur enn einu sinni reitt nágranna sína í Kína og Kóreu til reiði með því að heimsækja helgidóm þar sem japanskar stríðshetjur eru vegsamaðar. Erlent 15.8.2006 20:00
Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Erlent 15.8.2006 19:00
Reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga Tveir fulltrúar frá bandarísku fréttastöðinni Fox komu á Gaza-svæðið í dag til að reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga sinna sem byssumenn rændu í gær. Erlent 15.8.2006 16:55
Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 15.8.2006 16:45
Ariel Sharon hrakar Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. Erlent 15.8.2006 13:45
60 börn létu lifið á Sri Lanka Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur. Erlent 15.8.2006 12:45
Þúsundir Líbana snúa heim Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Erlent 15.8.2006 12:15
Jarðskjálfti á Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,9 á Richter skók austurhluta Indónesíu klukkan tíu a indónesískum tíma í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun. Jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum, en í maí létust 5000 þúsund manns á eyjunni Jövu í öflugum skjálfta og þá dóu 600 í flóðbylgju af völdum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Erlent 15.8.2006 09:15
Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell. Erlent 15.8.2006 08:30
Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring. Erlent 15.8.2006 08:00
Starfsmönnum Fox rænt Palestínskir byssumenn rændu í dag tveimur fréttamönnum bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News á Gaza-svæðinu. Að sögn Palestínumanns, sem hafði unnið með mönnunum, er annar þeirra bandarískur en þjóðerni hins hefur ekki fengist uppgefið. Fox fréttastöðin segir ekki vitað hverjir rændu þeim en unnið að því að tryggja lausn þeirra. Erlent 14.8.2006 22:15