Erlent Klám sýnt í fréttatíma Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar. Erlent 23.8.2006 06:45 Einskis getið um auðgun úrans Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína. Erlent 23.8.2006 06:30 Vitorðsmenn í Hamborg Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg. Erlent 23.8.2006 06:15 Biður Gdansk-búa um skilning Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári. Erlent 23.8.2006 06:00 Nær átta kílóa sprengja fannst Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða. Erlent 23.8.2006 04:30 Grunsamlegir menn skotnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Gaza-ströndinni aðfaranótt þriðjudags. AP hefur eftir talsmanni hersins að skothríð hafi verið gerð að mönnunum því þeir hafi talist „grunsamlegir, á göngu við landamærin með stóra poka“. Skriðdrekar skutu einnig í átt að mönnunum. Erlent 23.8.2006 04:00 Versta útkoma í nítján ár Nýleg skoðanakönnun breska blaðsins Guardian og IMC hefur leitt í ljós að 72 prósent Breta telja að utanríkisstefna Tonys Blair hafi aukið hættuna á hryðjuverkaárás á Bretland. Einungis eitt prósent aðspurðra er á öndverðri skoðun og telur landið öruggara. Erlent 23.8.2006 03:30 Átökum afstýrt í bili Stríðandi fylkingar í Austur-Kongó ákváðu nú síðdegis að slíðra sverðin og semja um vopnahlé. Erlent 22.8.2006 20:45 Íranar reiðubúnir til viðræðna Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Erlent 22.8.2006 19:45 Miklir eldar í Grikklandi Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands. Erlent 22.8.2006 19:15 170 dóu í flugslysinu Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Erlent 22.8.2006 18:45 Enginn komst lífs af Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk. Erlent 22.8.2006 16:09 Íranar afhenda svar sitt Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans. Erlent 22.8.2006 14:26 Tugir líka hafa þegar fundist Farþegaflugvél með um hundrað og sextíu farþega og tíu manna áhöfn um borð hrapaði í austur hluta Úkraínu í dag. Vélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar. Vélin hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af bænum Donetsk og er flakið sagt standa í ljósum logum. Erlent 22.8.2006 13:26 Jafnvel margbrotinn samningur er dýrmætur Vopnahléssamningurinn á Srí Lanka er enn mikils virði, jafnvel þótt báðir aðilar brjóti ítrekað gegn honum. Upplýsingafulltrúi norræna eftirlitsins telur jafnframt að ótryggt ástand hafi ekki áhrif á fyrirhugaða fjölgun í liði Íslendinga, nema að ástandið versni enn. Erlent 22.8.2006 13:00 Kynferðisafbrot í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir að misnota tvær ungar stúlkur í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá München sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg landsins. Erlent 22.8.2006 12:30 Ítalir setja Ísraelum skilyrði Ítalir munu ekki leiða alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon ef Ísraelsher hættir ekki árásum sínum á Suður-Líbanon. Utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema, greindi frá þessu í morgun. Erlent 22.8.2006 11:48 Lestarslys á Spáni Lest fór af sporinu á Norður-Spáni í gær með þeim afleiðingum að sex manns létust og um sextíu særðust. Erlent 22.8.2006 09:15 Ellefur ákærðir fyrir hryðjuverka ráðabrugg Ellefu einstaklingar voru ákærðir í gær fyrir að leggja á ráðin um að sprengja tíu farþegavélar á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2006 09:08 Elsti maður í heimi Elsti maður í heimi, Rican Emiliano Mercado frá Púertó Ríkó hélt upp á hundraðasta og fimmtánda afmælisdaginn sinn í gær með fjölskyldu sinni. Erlent 22.8.2006 09:01 Mikil eyðilegging í Srifa Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku. Erlent 22.8.2006 09:00 Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Erlent 22.8.2006 08:30 Guðalíkneski drekka mjólk Hundruð þúsunda Indverja flykktust í musteri víðs vegar um Indland í gær, eftir að fregnir bárust þess eðlis að líkneski af guðinum Ganesh væru farin að drekka mjólk. Erlent 22.8.2006 08:15 Öll lönd hafa skrifað undir Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst. Erlent 22.8.2006 07:45 Ellefu ákærðir í London Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi. Erlent 22.8.2006 07:30 Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein Þótt dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, var í gær byrjað að rétta yfir honum fyrir fleiri ógnarverk sem framin voru í stjórnartíð hans. Að þessu sinni fjöldamorð á Kúrdum. Erlent 22.8.2006 07:15 Ítalir vilja leiða friðargæslu Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum. Erlent 22.8.2006 07:00 Eftirlitssveitin dregur sig í hlé Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. Erlent 22.8.2006 07:00 Vatnsskortur í vændum Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent 22.8.2006 07:00 Hamas-foringi handtekinn Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina. Erlent 22.8.2006 06:45 « ‹ ›
Klám sýnt í fréttatíma Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar. Erlent 23.8.2006 06:45
Einskis getið um auðgun úrans Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína. Erlent 23.8.2006 06:30
Vitorðsmenn í Hamborg Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg. Erlent 23.8.2006 06:15
Biður Gdansk-búa um skilning Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári. Erlent 23.8.2006 06:00
Nær átta kílóa sprengja fannst Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða. Erlent 23.8.2006 04:30
Grunsamlegir menn skotnir Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Gaza-ströndinni aðfaranótt þriðjudags. AP hefur eftir talsmanni hersins að skothríð hafi verið gerð að mönnunum því þeir hafi talist „grunsamlegir, á göngu við landamærin með stóra poka“. Skriðdrekar skutu einnig í átt að mönnunum. Erlent 23.8.2006 04:00
Versta útkoma í nítján ár Nýleg skoðanakönnun breska blaðsins Guardian og IMC hefur leitt í ljós að 72 prósent Breta telja að utanríkisstefna Tonys Blair hafi aukið hættuna á hryðjuverkaárás á Bretland. Einungis eitt prósent aðspurðra er á öndverðri skoðun og telur landið öruggara. Erlent 23.8.2006 03:30
Átökum afstýrt í bili Stríðandi fylkingar í Austur-Kongó ákváðu nú síðdegis að slíðra sverðin og semja um vopnahlé. Erlent 22.8.2006 20:45
Íranar reiðubúnir til viðræðna Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Erlent 22.8.2006 19:45
Miklir eldar í Grikklandi Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands. Erlent 22.8.2006 19:15
170 dóu í flugslysinu Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Erlent 22.8.2006 18:45
Enginn komst lífs af Allir farþegar og áhöfn rússneskrar farþegavélar af Tupolev gerð týndu lífi þegar vélin hrapaði Austur-Úkraínu í dag. Hundrað og sextíu farþegar voru um borð og tíu manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar og hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af Donetsk. Erlent 22.8.2006 16:09
Íranar afhenda svar sitt Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans. Erlent 22.8.2006 14:26
Tugir líka hafa þegar fundist Farþegaflugvél með um hundrað og sextíu farþega og tíu manna áhöfn um borð hrapaði í austur hluta Úkraínu í dag. Vélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar. Vélin hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af bænum Donetsk og er flakið sagt standa í ljósum logum. Erlent 22.8.2006 13:26
Jafnvel margbrotinn samningur er dýrmætur Vopnahléssamningurinn á Srí Lanka er enn mikils virði, jafnvel þótt báðir aðilar brjóti ítrekað gegn honum. Upplýsingafulltrúi norræna eftirlitsins telur jafnframt að ótryggt ástand hafi ekki áhrif á fyrirhugaða fjölgun í liði Íslendinga, nema að ástandið versni enn. Erlent 22.8.2006 13:00
Kynferðisafbrot í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir að misnota tvær ungar stúlkur í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá München sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg landsins. Erlent 22.8.2006 12:30
Ítalir setja Ísraelum skilyrði Ítalir munu ekki leiða alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon ef Ísraelsher hættir ekki árásum sínum á Suður-Líbanon. Utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema, greindi frá þessu í morgun. Erlent 22.8.2006 11:48
Lestarslys á Spáni Lest fór af sporinu á Norður-Spáni í gær með þeim afleiðingum að sex manns létust og um sextíu særðust. Erlent 22.8.2006 09:15
Ellefur ákærðir fyrir hryðjuverka ráðabrugg Ellefu einstaklingar voru ákærðir í gær fyrir að leggja á ráðin um að sprengja tíu farþegavélar á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2006 09:08
Elsti maður í heimi Elsti maður í heimi, Rican Emiliano Mercado frá Púertó Ríkó hélt upp á hundraðasta og fimmtánda afmælisdaginn sinn í gær með fjölskyldu sinni. Erlent 22.8.2006 09:01
Mikil eyðilegging í Srifa Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku. Erlent 22.8.2006 09:00
Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Erlent 22.8.2006 08:30
Guðalíkneski drekka mjólk Hundruð þúsunda Indverja flykktust í musteri víðs vegar um Indland í gær, eftir að fregnir bárust þess eðlis að líkneski af guðinum Ganesh væru farin að drekka mjólk. Erlent 22.8.2006 08:15
Öll lönd hafa skrifað undir Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst. Erlent 22.8.2006 07:45
Ellefu ákærðir í London Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi. Erlent 22.8.2006 07:30
Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein Þótt dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, var í gær byrjað að rétta yfir honum fyrir fleiri ógnarverk sem framin voru í stjórnartíð hans. Að þessu sinni fjöldamorð á Kúrdum. Erlent 22.8.2006 07:15
Ítalir vilja leiða friðargæslu Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum. Erlent 22.8.2006 07:00
Eftirlitssveitin dregur sig í hlé Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. Erlent 22.8.2006 07:00
Vatnsskortur í vændum Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent 22.8.2006 07:00
Hamas-foringi handtekinn Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina. Erlent 22.8.2006 06:45