Erlent Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25 Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14 Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20 Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 13:15 Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 13:00 Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:45 Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:30 Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16 Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12 Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08 Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 09:30 Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 09:15 Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:30 Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld. Erlent 28.8.2006 20:59 Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Erlent 28.8.2006 19:30 Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. Erlent 28.8.2006 19:00 3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. Erlent 28.8.2006 15:50 Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Erlent 28.8.2006 15:18 Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. Erlent 28.8.2006 08:30 Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. Erlent 28.8.2006 08:15 Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12 Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 08:00 Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. Erlent 28.8.2006 07:45 Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. Erlent 28.8.2006 07:30 Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. Erlent 28.8.2006 07:00 Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Erlent 28.8.2006 06:45 Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Erlent 28.8.2006 06:15 Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. Erlent 28.8.2006 06:15 Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. Erlent 28.8.2006 06:00 Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. Erlent 28.8.2006 04:45 « ‹ ›
Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25
Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14
Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20
Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 13:15
Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 13:00
Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:45
Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:30
Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16
Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12
Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08
Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 09:30
Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 09:15
Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:30
Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld. Erlent 28.8.2006 20:59
Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Erlent 28.8.2006 19:30
Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. Erlent 28.8.2006 19:00
3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. Erlent 28.8.2006 15:50
Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Erlent 28.8.2006 15:18
Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. Erlent 28.8.2006 08:30
Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. Erlent 28.8.2006 08:15
Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12
Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 08:00
Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. Erlent 28.8.2006 07:45
Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. Erlent 28.8.2006 07:30
Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. Erlent 28.8.2006 07:00
Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Erlent 28.8.2006 06:45
Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Erlent 28.8.2006 06:15
Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. Erlent 28.8.2006 06:15
Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. Erlent 28.8.2006 06:00
Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. Erlent 28.8.2006 04:45