Erlent

Áttatíu látnir eftir flugslys í Íran

Að minnsta kosti 80 manns létust eftir að eldur kom upp í flugvél sem var að lenda í borginni Mashhad í norðausturhluta Írans í morgun. Eftir því sem ríkissjónvarp Írans greinir frá kviknaði í vélinni eftir að eitt af dekkjum vélarinnar sprakk í lendingu.

Erlent

Læknuðu sortuæxli með erfðabreyttum blóðkornum

Tveir menn læknuðust af alvarlegu sortuæxli eftir að læknar í Bandaríkjunum gáfu þeim erfðabreytt hvít blóðkorn sem átu upp æxlin. Ekki var búist við því fyrir tilraunina að mennirnir lifðu lengur en þrjá til sex mánuði til viðbótar, svo langt var krabbameinið komið.

Erlent

Umsátursins í Beslan minnst

Grátandi foreldrar og þungbúnir embættismenn minntust þess í dag að tvö ár eru liðin frá einni blóðugustu hryðjuverkaárás í Rússlandi þegar 333 manns létu lífið í umsátrinu um barnaskólann í Beslan.

Erlent

Næsta kynslóð tunglfara mun ferðast með Óríon

Næsta kynslóð tunglfara frá bandarísku geimferðastofnuninni munu ferðast í nýju geimskipi með nafninu Óríon. NASA tilkynnti í gær samning sinn við bandaríska geimskipaframleiðandann Lockheed Martin sem yfirleitt hefur framleitt ómönnuð geimför.

Erlent

Söfnun fyrir Líbanon gekk vonum framar

Söfnunarráðstefna fyrir Líbanon gekk það vel í Stokkhólmi í gær að fulltrúar 48 ríkja og fjölmargra hjálparstofnana ákváðu að endurtaka leikinn og safna fyrir uppbyggingu í Palestínu.

Erlent

Frestur Írana runninn út

Frestur Írana til að hætta auðgun úrans rann út í gær en skýrsla Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem birt var í gær segir að allt fram í síðustu viku hafi auðgun úrans haldið áfram. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans sagði Írana hins vegar myndu halda sínu striki eins og hann hefur margítrekað lýst yfir.

Erlent

Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó

Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá.

Erlent

Ópið og Madonna Munks fundin

Norska lögreglan hefur fundið bæði málverkin eftir Edvard Munk, sem vopnaðir menn rændu af Munk listasafninu í Osló fyrir tveimur árum. Málverkin eru Ópið og Madonna. Ópið er metið á fimm milljarða króna, og Madonnan á einn milljarð. Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis, þar sem frekari upplýsingar verða veittar.

Erlent

Á móti fóstureyðingum

Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum.

Erlent

Stýrivextir hugsanlega hækkaðir í október

Forseti Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu ekki hækkaðir í þetta skiptið. Hann hvatti þó til varkárni og túlka fjármálasérfræðingar það sem svo að stýrivextirnir verði hækkaðir í október.

Erlent

Funda vegna uppbyggingarstarfs í Líbanon

Milljarða króna þarf til að koma Líbanon aftur á réttan kjöl. Hjálparstofnanir sem funda nú í Stokkhólmi ákalla þjóðir heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfs í landinu.

Erlent

Minnsti drengur í heimi?

Lágvaxnasti drengur í Nepal bíður nú eftir að heyra frá yfirmönnum heimsmetabókar Guinness um það hvort þeir viðurkenna hann sem lágvaxnasta dreng í heimi.

Erlent

Hægt að hlaða niður klassískum verkum á Google

Bókaunnendur geta nú slegið upp bókum á bókaþjónustu Google, hlaðið þeim niður endurgjaldslaust og prentað út ef þeim hentar. Þetta á reyndar aðeins við um bækur sem ákvæði höfundarréttar ná ekki til, aðallega eftir eldri höfunda svo sem Dante og Esóp sem samdi dæmisögurnar

Erlent

Dregur úr styrk Ernestos

Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk yfir Flórída í gær. Heldur hafði dregið úr honum í gærkvöld en vindhraðinn hafði þá farið úr 55 km á klukkustund í 24 kílómetra á klukkustund.

Erlent

Neitar að hafa hótað bannfæringu

Kardináli í Kólumbíu neitaði í gær fréttum um að hann hefði hótað læknum bannfæringu kaþólsku kirkjunnar fyrir að eyða fóstri hjá ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað af stjúpföður hennar.

Erlent

Kínverskur blaðamaður fangelsaður fyrir njósnir

Kínverskur dómstóll dæmdi blaðamann frá Hong Kong í fimm ára fangelsi fyrir njósnir. Ching Cheong hafði verið í haldi frá því í apríl á síðasta ári. Kínverskur fréttavefur segir að hann hafi játað á sig að hafa selt Taívönum leynilegar upplýsingar frá kínverska hernum en stuðningsmenn hans segja hann saklausan.

Erlent

Mexíkóar búa sig undir fellibyl

Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins.

Erlent

Hugsanleg kúariða í Hong Kong

Rúmlega tvítugur, breskur maður, sem er á ferðalagi um Hong Kong, liggur nú illa haldinn á sjúkrahúsi og leikur grunur á að hann þjáist af kúariðu.

Erlent

Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd

Ísraelar aflétta ekki flug- og hafnbanni á Líbanon fyrr en orðið hefur verið við öllum ákvæðum vopnahlésamkomulags öryggisráðsins og 15 þúsund manna friðargæslulið komið til landsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til fundar við forsætisráðherra Ísraels í gær.

Erlent

Danski pósturinn má dreifa Nyhedsavisen

Danska Fréttablaðið og Pósturinn danski mega stofna saman dreifingarfyrirtæki sem dreifir Fréttablaðinu inn á öll heimili í landinu, samkvæmt úrskurði danska samkeppniseftirlitsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu. Dreifingarfyrirtækið mun heita Morgundreifing og mun ekki dreifa öðrum fríblöðum en Fréttablaðinu.

Erlent

Röð sprengjuárása í Bagdad

Tæplega fjörutíu hafa fallið í röð sprengjuárása í tveimur borgum í Írak í morgun. Minnst tuttugu og fjórir týndu lífi og þrjátíu og fimm særðust þegar spengja sprakk á markaði í miðborg Bagdad. Markaðurinn er sá stærsti á svæðinu og því hefur fleiri árásir verið gerðar á hann.

Erlent

Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída

Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu.

Erlent

Minningarathöfn í New Orleans

Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu.

Erlent