Erlent Katarar senda lið til Líbanons Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst. Erlent 4.9.2006 14:00 Meðlimur ungliðahreyfingarinnar játar á sig tölvuinnbrotin Ungur meðlimur Þjóðarflokksins í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa ítrekað brotist inn á lokað netsvæði Sósíaldemókrataflokksins þar í landi. Sósíaldemókratar hafa kært Þjóðarflokkinn fyrir athæfið. Erlent 4.9.2006 12:45 Stunginn í hjartastað Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Erlent 4.9.2006 12:30 Breskur ferðamaður drepinn í Amman Breskur ferðamaður var drepinn af byssumönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Sex aðrir ferðamenn særðust í árásinni, og segir Reuters-fréttastofan að þeir séu frá Vesturlöndum, án þess að tilgreina nánar um þjóðerni þeirra. Tildrög árásarinnar er ókunn. Erlent 4.9.2006 11:15 Kirkjutorg Notre Dame nefnt eftir páfa Kirkjutorgið fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París var í gær endurnefnt og heitir nú eftir Jóhannesi Páli páfa öðrum. Á þriðja hundrað manna mótmæltu á torginu í gær að páfanum heitna skuli hlotnast slíkur heiður. Erlent 4.9.2006 10:00 Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn. Erlent 4.9.2006 09:15 Sex börn létust í eldsvoða Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Erlent 4.9.2006 08:47 Hermaður NATO beið bana eftir árás samherja Einn hermaður NATO lést og nokkrir særðust í árás samherja þeirra í Suður-Afganistan í morgun. Hermennirnir áttu í átökum við vígamenn úr röðum talíbana og höfðu kallað eftir aðstoð frá lofthernum. Erlent 4.9.2006 08:11 „Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 4.9.2006 07:39 Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21 Sprengjuárás við kaffihús í Tyrklandi Tveir létust og sjö særðust í sprengingu í bænum Catak í suðausturhluta Tyrklands í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir fyrir utan kaffihús, hafi verið fjarstýrð. Erlent 4.9.2006 07:13 Vill vera hjá pabba í Pakistan Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni. Erlent 3.9.2006 16:55 Ítalir taka sér stöðu í Líbanon Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið. Erlent 3.9.2006 16:39 Skutu niður georgíska herþyrlu Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu skutu í dag niður herþyrlu stjórnarhersins í Georgíu, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Suður-Ossetía er hérað í Georgíu, en aðskilnaðarsinnar hafa stjórnað héraðinu með með stuðningi rússneskra stjórnvalda um árabil. Erlent 3.9.2006 14:16 Mannfall í átökum í Afganistan Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu Erlent 3.9.2006 14:10 Næst æðsti leiðtogi Al-Kaída í Íran handtekinn Íraskur embættismaður sagði í morgun að næst æðsti leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak hefði verið handtekinn. Maðurinn heitir Hamed Juma Faris Al-Suaidi. Erlent 3.9.2006 12:42 Evrópufar hrapar á tunglið Fyrsta geimfar Evrópumanna lauk ferð sinni í dag á fyrirfram ætlaðan hátt með því að rekast á tunglið. Evrópska geimferðastofnunin stóð fyrir förinni, sem hófst fyrir þremur árum. Erlent 3.9.2006 12:35 Íranar vilja semja en ekki hætta að auðga úran Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eftir forseta Írans að Íranar séu reiðubúnir að semja um kjarnorkumál, en að þeir muni ekki hætta við að auðga úrans áður en samningaviðræður hefjast. Erlent 3.9.2006 12:31 Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum. Erlent 2.9.2006 17:36 Fjórtán hermenn létu lífið í Afganistan Fjórtán breskir hermenn létu lífið í flugslysi í Afganistan í dag. Mennirnir voru í flugvél sem hrapaði nálægt Kandahar í sunnanverðu Afganistan. Erlent 2.9.2006 17:26 Íranar heita fullri samvinnu Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans hét í dag fullri samvinnu Írana varðandi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Líbanon. Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi við hann í Teheran í dag. Erlent 2.9.2006 17:07 Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi. Erlent 2.9.2006 15:15 Þrír látast í árásum Ísraela á Gaza Ísraelsher gerði tvær mannskæðar árásir á Gaza landræmunni á svæði Palestínumanna í nótt. Þrír Palestínumenn létu lífið og nokkur fjöldi manna særðist Erlent 2.9.2006 12:11 Ítalskir hermenn koma til Líbanons Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon. Erlent 2.9.2006 12:09 Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. Erlent 2.9.2006 10:56 Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. Erlent 1.9.2006 18:30 Brad Pitt hjálpar í New Orleans Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan. Erlent 1.9.2006 16:18 Tígrisdýr í útrýmingarhættu Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu. Erlent 1.9.2006 15:45 Spánverjar senda 1100 friðargæsluliða til Líbanons Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist senda ellefu hundruð hermenn til friðargæslu í Líbanon á næstunni. Erlent 1.9.2006 14:30 Langþráðir nashyrningsungar Fjórir Jövu-nashyrningsungar sem fæddust nýverið í Indónesíu vekja vonir um að stofn Jövu-nashyrninga geti verið á uppleið. Einungis lifa á bilinu 28 til 56 nashyrningar af þessum stofni í Indónesíu og átta til viðbótar í Víetnam og er tegundin því í einna mestri útrýmingarhættu allra spendýra. Erlent 1.9.2006 13:30 « ‹ ›
Katarar senda lið til Líbanons Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst. Erlent 4.9.2006 14:00
Meðlimur ungliðahreyfingarinnar játar á sig tölvuinnbrotin Ungur meðlimur Þjóðarflokksins í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa ítrekað brotist inn á lokað netsvæði Sósíaldemókrataflokksins þar í landi. Sósíaldemókratar hafa kært Þjóðarflokkinn fyrir athæfið. Erlent 4.9.2006 12:45
Stunginn í hjartastað Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Erlent 4.9.2006 12:30
Breskur ferðamaður drepinn í Amman Breskur ferðamaður var drepinn af byssumönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Sex aðrir ferðamenn særðust í árásinni, og segir Reuters-fréttastofan að þeir séu frá Vesturlöndum, án þess að tilgreina nánar um þjóðerni þeirra. Tildrög árásarinnar er ókunn. Erlent 4.9.2006 11:15
Kirkjutorg Notre Dame nefnt eftir páfa Kirkjutorgið fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París var í gær endurnefnt og heitir nú eftir Jóhannesi Páli páfa öðrum. Á þriðja hundrað manna mótmæltu á torginu í gær að páfanum heitna skuli hlotnast slíkur heiður. Erlent 4.9.2006 10:00
Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn. Erlent 4.9.2006 09:15
Sex börn létust í eldsvoða Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Erlent 4.9.2006 08:47
Hermaður NATO beið bana eftir árás samherja Einn hermaður NATO lést og nokkrir særðust í árás samherja þeirra í Suður-Afganistan í morgun. Hermennirnir áttu í átökum við vígamenn úr röðum talíbana og höfðu kallað eftir aðstoð frá lofthernum. Erlent 4.9.2006 08:11
„Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 4.9.2006 07:39
Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21
Sprengjuárás við kaffihús í Tyrklandi Tveir létust og sjö særðust í sprengingu í bænum Catak í suðausturhluta Tyrklands í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir fyrir utan kaffihús, hafi verið fjarstýrð. Erlent 4.9.2006 07:13
Vill vera hjá pabba í Pakistan Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni. Erlent 3.9.2006 16:55
Ítalir taka sér stöðu í Líbanon Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið. Erlent 3.9.2006 16:39
Skutu niður georgíska herþyrlu Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu skutu í dag niður herþyrlu stjórnarhersins í Georgíu, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Suður-Ossetía er hérað í Georgíu, en aðskilnaðarsinnar hafa stjórnað héraðinu með með stuðningi rússneskra stjórnvalda um árabil. Erlent 3.9.2006 14:16
Mannfall í átökum í Afganistan Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu Erlent 3.9.2006 14:10
Næst æðsti leiðtogi Al-Kaída í Íran handtekinn Íraskur embættismaður sagði í morgun að næst æðsti leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak hefði verið handtekinn. Maðurinn heitir Hamed Juma Faris Al-Suaidi. Erlent 3.9.2006 12:42
Evrópufar hrapar á tunglið Fyrsta geimfar Evrópumanna lauk ferð sinni í dag á fyrirfram ætlaðan hátt með því að rekast á tunglið. Evrópska geimferðastofnunin stóð fyrir förinni, sem hófst fyrir þremur árum. Erlent 3.9.2006 12:35
Íranar vilja semja en ekki hætta að auðga úran Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eftir forseta Írans að Íranar séu reiðubúnir að semja um kjarnorkumál, en að þeir muni ekki hætta við að auðga úrans áður en samningaviðræður hefjast. Erlent 3.9.2006 12:31
Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum. Erlent 2.9.2006 17:36
Fjórtán hermenn létu lífið í Afganistan Fjórtán breskir hermenn létu lífið í flugslysi í Afganistan í dag. Mennirnir voru í flugvél sem hrapaði nálægt Kandahar í sunnanverðu Afganistan. Erlent 2.9.2006 17:26
Íranar heita fullri samvinnu Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans hét í dag fullri samvinnu Írana varðandi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Líbanon. Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi við hann í Teheran í dag. Erlent 2.9.2006 17:07
Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi. Erlent 2.9.2006 15:15
Þrír látast í árásum Ísraela á Gaza Ísraelsher gerði tvær mannskæðar árásir á Gaza landræmunni á svæði Palestínumanna í nótt. Þrír Palestínumenn létu lífið og nokkur fjöldi manna særðist Erlent 2.9.2006 12:11
Ítalskir hermenn koma til Líbanons Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon. Erlent 2.9.2006 12:09
Fjórtán handteknir í Bretlandi Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. Erlent 2.9.2006 10:56
Tugir fórust í flugslysi í Íran Minnst þrjátíu fórust og tugir slösuðust lífshættulega þegar hjólbarði sprakk á hundrað og fimmtíu sæta flugvél í Íran í dag. Erlent 1.9.2006 18:30
Brad Pitt hjálpar í New Orleans Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan. Erlent 1.9.2006 16:18
Tígrisdýr í útrýmingarhættu Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu. Erlent 1.9.2006 15:45
Spánverjar senda 1100 friðargæsluliða til Líbanons Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist senda ellefu hundruð hermenn til friðargæslu í Líbanon á næstunni. Erlent 1.9.2006 14:30
Langþráðir nashyrningsungar Fjórir Jövu-nashyrningsungar sem fæddust nýverið í Indónesíu vekja vonir um að stofn Jövu-nashyrninga geti verið á uppleið. Einungis lifa á bilinu 28 til 56 nashyrningar af þessum stofni í Indónesíu og átta til viðbótar í Víetnam og er tegundin því í einna mestri útrýmingarhættu allra spendýra. Erlent 1.9.2006 13:30