Erlent

Tvísýnar kosningar í Svíþjóð

Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka.

Erlent

Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Forseti Pakistans segir Talíbana meiri ógn í þessum heimshluta en al-Kaída.

Erlent

Streymi ferskvatns í sjó eykst

Streymi ferskvatns út í sjó hefur aukist um 17 þúsund rúmkílómetra síðastliðinn áratug vegna bráðnunar íss og jökla. Það slagar hátt upp í 40 ára gegnumstreymi ferskvatns út í Missisippi-flóann. Það þýðir róttæka breytingu á lífsskilyrðum fisktegunda og annarra sjávarlífvera, sérstaklega á heimskautasvæðum.

Erlent

Mannskæð sprengjuárás í Tyrklandi

10 létust og 14 liggja sárir eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi. Á meðal látinna eru 7 börn. Sprengjan sprakk nálægt barnaskóla í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni.

Erlent

Myndband frá Talíbönum

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir sjaldgæfa svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Á myndbandinu má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim.

Erlent

Fjandvinir Bandaríkjamanna funda á Kúbu

Fundur leiðtoga þeirra ríkja sem standa utan bandalaga hófst í Havana á Kúbu í gær. Forsetar Írans, Sýrlands og Venesúela, auk næstráðandi í Norður-Kóreu, sækja fundinn.

Erlent

Stjórnvöld á Srí Lanka ekki til viðræðna

Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu. Yfirlýsing eftir fund um friðarferlið í Brussel í Belgíu í gær hafi verið röng.

Erlent

Stórt vopnabúr gert upptækt í Kent

Lögreglan í Bretlandi telur sig hafa komið upp um umfangsmikið vopnasmygl milli Bretlands og Bandaríkjanna. Lögreglumenn gerðu samræmt áhlaup á þrjú hús í Kent í Bretlandi og í einu þeirra fundust mörg hundruð byssur, bæði sjálfvirkar og hálfsjálfvirkar.

Erlent

Sjö fórust í sprengingu í Tyrklandi

Sjö létust og sautján særðust í sprenging sem varð í suðausturhluta Tyrklands í kvöld. Á meðal látinna eru fimm börn. Þrír þeirra sem særðust eru taldir í lífshættu. Sprengingin varð í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni. Kúrdar eru í meirihluta í borginni. Tólf hafa látist í sprengingum í Tyrklandi á síðustu vikum og tugir slasast.

Erlent

Baulað á Blair

Fjölmargir verkalýðsforkólfar gengu út af ársfundi sambands verkalýðsfélaga í Bretlandi í dag. Þetta gerðist um leið og Tony Blair tók þar til máls í síðasta sinn sem leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra landsins.

Erlent

Réð menn til að misþyrma kærustunni sinni

Sænskur forstjórasonur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að leigja tvo óbótamenn til þess að misþyrma kærustu sinni, til þess að hún missti fóstur. Kærastan hafði neitað að fara í fóstureyðingu. Óbótamennirnir réðust á hana á skógarstíg í einu úthverfa Stokkhólms. Þar héldu þeir henni fastri og börðu hana í kviðinn, með barefli, þartil hún þóttist missa meðvitund. Stúlkan gat skreiðst eftir hjálp, og það tókst að bjarga barni hennar. Árásarmennirnir tveir voru einnig dæmdir til fangelsisvistar.

Erlent

Hryðjuverkaárásirnar seinkuðu inflúensufaraldri í BNA

Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september seinkuðum árlegum inflúensufaraldri í landinu um tvær vikur, árið eftir, að sögn lækna við Barnasjúkrahúsið í Boston. Þeir hafa birt niðurstöður sínar í læknatímariti. Læknarnir rekja þetta til þess að stórfelld minnkun varð á flugi eftir árásirnar og það tók því flensuvírusinn lengri tíma að dreifa sér. Læknarnir telja að þetta sé til marks um að dreifing smitsjúkdóma með flugi sé meiri en áður var talið, og að sú vitneskja geti hugsanlega gagnast ef þurfi að verjast alvarlegum smitsjúkdómum, eins og fuglaflensu.

Erlent

Framkvæmdir á geimstöðinni hafnar

Byggingarframkvæmdir á alþjóðlegu geimstöðinni hófust í dag. Tveir hugaðir geimfarar vörðu lunganum úr deginum í geimnum utan við geimstöðina í að byggja við hana. Óhætt er að segja að verk þeirra hafi verið töluvert flókið og jafnvel tafsamt.

Erlent

Þýðingarmikið skref stigið á Srí Lanka

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Upplýsingafulltrúi vopnaeftirlitsins á Srí Lanka segir þetta þýðingarmikið skref í átt til friðar.

Erlent

Bandaríkjamenn þakka Sýrlendingum skjót viðbrögð

Herskáir múslimar, vopnaðir handsprengjum og byssum, reyndu að brjóta sér leið inn í sendiráð Bandaríkjamanna í Damaskus á Sýrlandi í morgun. Öryggissveitum tókst að hrinda árásinni. Fjórir féllu í átökum, þrír árásarmenn og sýrlenskur öryggisvörður.

Erlent

Samþykkja skilyrðislausar friðarviðræður

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Þetta var staðfest eftir fund um átökin í landinu sem haldinn var í Brussel í Belgíu í dag.

Erlent

Hefnd gegn stingskötunum

Að minnsta kosti 10 stingskötur hafa fundist dauðar og illa leiknar á austurströnd Ástralíu. Tvær skatanna fundust með afskorinn hala og óttast dýraverndunarsinnar að stingsköturnar hafi verið drepnar í eins konar hefndaraðgerð fyrir dauða sjónvarpsmannsins vinsæla Steve Irwin sem lést þegar stingskata stakk hann í hjartastað á mánudaginn í síðustu viku.

Erlent

Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt

Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu.

Erlent

Háttsettir Hamas-liðar verði látnir lausir

Dómstóll í Ísrael hefur fyrirskipað að nokkrir háttsettir liðsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa verið í haldi Ísraela, verði látnir lausir. Mennirnir voru handteknir eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu í júní. Meðal hinna handteknu eru ráðherrar í heimastjórn Palestínumanna.

Erlent

Komu í veg fyrir alvarlega árás

Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum.

Erlent

Ókeypis hárskurður á Vesturbakkanum

Rakarar og hárskerar í Ramallah og Betlehem á Vesturbakkanum hafa gripið til þess ráðs að bjóða ókeypis hárskurð í einn sólahring. Þetta var gert í gær til að styðja við bakið á opinberum starfsmönnum heimastjórnar Palestínumanna sem ekki hafa fengið laun sín greidd í marga mánuði.

Erlent

Sprengingar á flugeldamarkaði í Mexíkó

Eldur olli töluverðum sprengingum á stærsta flugeldamarkaðinum í Mexíkó í gærkvöldi. Fjölmargir sölubásar í Tultepec, skammt utan við Mexíkó-borg eyðilögðust þegar flugeldarnir fuðruðu upp.

Erlent

Felldu þrjá árásarmenn í Damascus

Sýrlenskar öryggissveitir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem sprengdu bíl í loft upp fyrir utan bandaríska sendiráðið í Damascus í Sýrlandi í morgun. Innanríkisráðherra Sýrlands segir fjórða árásarmanninn hafa særst í átökum en ekki fallið eins og ranglega hafi verið hermt. Minnst tveir sýrlenskir öryggisverðir féllu í átökum við árásarmennina.

Erlent

Kveikt á minningarljósum í New York

Kveikt var á minningarljósum í gærkvöldi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York til minningar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin fyrir fimm árum. Hér má sjá ljósgeislum beint til himins til minningar um turnana og þá sem fórust þegar þeir hrundu.

Erlent

Hótar frekari árásum

Ayman Al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, varar við árásum á þau ríki við Persaflóann sem styðji Bandaríkjamenn. Þetta kemur fram á nýju myndbandi með honum sem birt var í gærkvöldi. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa viljað semja um vopnahlé.

Erlent

Fleiri Frakkar til Líbanons

Um 100 franskir friðargæsluliðar komu til Líbanons í morgun. Þeir bætast í hóp friðargæsluliða sem eru þar fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. 13 skriðdrekar og önnur hergögn voru einnig flutt til Líbanons.

Erlent

Atlantis tengd við geimstöðina

Geimferjan Atlantis tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Ferjunni var skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum um liðna helgi. Verkefni geimfara þar um borð verður að byggja við stöðina en ekki hefur verið bætt við hana í þrjú og hálft ár.

Erlent

Hryðjuverkaárás hrundið

Einn sýrlenskur öryggisvörður féll þegar fjórir hryðjuverkamenn, vopnaðir handsprengjum og byssum, réðust á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Árásarmennirnir voru allir felldir. Engan bandarískan sendiráðsstarfsmann sakaði.

Erlent