Erlent

Önnur bílsprengingin í Gautaborg á tveimur dögum

Vegfarandi slasaðist þegar öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Í kjölfarið kviknaði í að minnsta kosti tveimur öðrum bílum og lagði mikinnn reyk yfir svæðið.

Erlent

Shinawatra á leið til Taílands

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur leigt rússneska flugvél og er nú á leið til síns heima eftir að herforingjar rændu völdum í landinu í gær.

Erlent

Öflug sprenging í Gautaborg

Öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð nú fyrir stundu. Í kjölfarið kviknaði í fjórum bílum og leggur því mikinn reyk yfir svæðið. Að sögn Aftonbladet var maður inni í bílnum sem sprakk en enn er óljóst af hvaða völdum sprengining var.

Erlent

Námuverkamanna saknað eftir sprengingu í Kasakstan

Fjörtíu og þriggja námuverkmanna er saknað eftir sprengingu í námu í Kasakstan í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax segir þá alla látna en eigendur námunnar, Mittal Steel hafa ekki viljað staðfesta það. Talið er að um metangassprengingu hafi verið að ræða en það hefur ekki fengist staðfest.

Erlent

Máli á hendur Zuma vísað frá

Dómari í Suður-Afríku hefur vísað frá ákærum á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi aðstoðarforseta landsins, vegna meintrar spillingar í embætti.

Erlent

Kosningar líklega ekki fyrr en eftir ár

Leiðtogar hersins í Taílandi segja ólíklegt að hægt verði að halda lýðræðislegar kosningar í landinu fyrr en í september á næsta ári. Ástæðan sé sú að mikinn tíma tekur að gera breytingar á stjórnarskránni.

Erlent

Margir á minningarathöfn um Steve Irwin

Hollywood stjörnur og stjórnmálamenn voru meðal gesta á minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og krókódílasérfræðinginn Steve Irwin, sem haldin var í ástralska dýragarðinum í bænum Beerwah á austurströnd Ástralíu í gær.

Erlent

Helmingur ráðherra konur

Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Hægriflokksins, fékk í gær formlega í hendur umboð til stjórnarmyndunar. Lýsti hann því yfir að hann myndi mynda samsteypustjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, sem gengu til kosninga með sameiginlega stefnuskrá og yfirlýstan vilja til stjórnarsamstarfs.

Erlent

Þrýsta á afsögn Gyurcsanys

Birting upptöku þar sem ungverski forsætisráðherrann Gyurcsany segir ríkisstjórn sósíalista hafa logið um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í vor hefur valdið mikilli reiði meðal Ungverja. Hann neitar að víkja.

Erlent

Herinn í Taílandi framdi valdarán

Forsætisráðherrann lýsti yfir neyðarástandi frá New York og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Svo mikil óánægja er með forsætisráðherrann að valda­ránið var einungis tímaspursmál, segir Ólafur Jóhannesson, sem er í Taílandi.

Erlent

Þúsundir krefjast afsagnar forsætisráðherrans

Um tíu þúsund manns mótmæltu við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi í gær og í nótt. Þetta er annar dagurinn sem mótmælendur safnast saman við þinghúsið og krefjast þess að forsætisráðherra landsins Ferenc Gyurcsany segji af sér.

Erlent

Átök í Palestínu grafa undan SÞ

Kofi Annan flutti í gær síðustu opnunar­ræðu sína við upphaf Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, því næsta haust verður nýr framkvæmdastjóri tekinn við af honum. Annan dró í ræðu sinni upp dökka mynd af ástandi heims­málanna. Hagstjórnin væri ranglát, glundroði væri ríkjandi og almenn fyrirlitning á mannréttindum og lögum. Hann hvatti ríki heims til þess að taka höndum saman og vinna að einingu í alþjóðasamfélaginu.

Erlent

Kúrdar bera harðræði vitni

Kúrdískur öryggisgæslumaður, sem ber vitni í máli Saddams Hussein, sýndi réttinum brunaför í gær. Áverkana segist hann hafa fengið í efnavopnaárás sem gerð hafi verið á þorp sitt árið 1988.

Erlent

Freiberga vill komast í karlaklúbb SÞ

Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, vonast til þess að framboð sitt til embættis aðalritara Sameinuðu þjóðanna verði til þess að auðvelda konum aðgang að strákagengi því sem hafi ginið yfir ákvarðanatöku um æðstu embætti SÞ.

Erlent

Reinfeldt fær stjórnarmyndunarumboð

Fredrik Reinfeldt, sigurvegara sænsku þingkosninganna, hefur verið falið að mynda ríkisstjórn fjögurra hægri flokka í Svíþjóð. Hann fór á fund Björns von Sydow, þingforseta, í dag. Þetta verður fyrsta meirihlutastjórn í Svíþjóð í rúma tvo áratugi.

Erlent

Ekki binda refsiaðgerðir við tiltekinn frest

Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran.

Erlent

Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Leiðtogar úr klofningshópi hersins standa að baki valdaráninu og hafa lýst yfir stuðningi við konung landsins. Thaksin segist enn halda völdum og ætlar að snúa heim frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York hið fyrsta.

Erlent

Valdarán í Taílandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta.

Erlent

Fregnir berast af valdaráni í Taílandi

Svo virðist sem valdarán hafi verið fram í Taílandi í dag. Her og lögregla hafa lagt undir sig helstu stjórnarbyggingar í Bangkok. Í yfirlýsingu sem lesin og birt var í helstu miðlum landsins fyrir stundu segir að her og lögregla hafi skipað sérstaka nefnd sem verði falið að ákveða um endurbætur á stjórn landsins.

Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Minnst tíu skriðdrekum hefur verið lagt við stjórnarbyggingar í höfuðborginni, Bangkok. Forsætisráðherrann hefur fyrirskipað hersveitum að haga ekki aðgerðum í andstöðu við lög landsins.

Erlent

Mótmælendur verða teknir föstum tökum

Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum.

Erlent

Reyndist hafa verið með fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad.

Erlent

Brottflutningi frá Líbanon ljúki fyrir helgi

Ísraelsher lýkur brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon fyrir helgina. Þetta hefur ísraelskur þingmaður eftir yfirmanni hersins. Nýtt ár hefst hjá gyðingum við sólsetur á föstudag og er haft eftir hershöfðingjanum að liðsflutningunum verði lokið fyrir þann tíma.

Erlent

Mótmæli við þinghúsið í Búdapest

Um fimm hundruð manns eru nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, segi af sér.

Erlent

Tveggja kvenna og þriggja barna leitað í Noregi

Tveggja kvenna og þriggja barna er nú leitað í Telemark í Noregi en ekkert hefur til þeirra spurst síðan í gærkvöldi þegar þau lögðu af stað í fjallgöngu. Á fréttavef norska ríkissjónvarpsins er greint frá því að leit hafi staðið yfir síðan í nótt fimmmenningunum sem eru danskir ferðamenn. Björgunarsveitarmenn hafa fundið bílinn sem fólkið var á en fólkið er illa klætt og án matar. Aðstæður eru sagðar erfiðar á þessum slóðum til leitar.

Erlent

Ryainair flýgur áfram til Svíþjóðar

Hin nýja ríkissjórn hægri manna í Svíþjóð hefur þegar komið til móts við hina efnaminni í landinu með því að falla frá áformum fyrri ríkisstjórnar um sérstakan flugvallarskatt. Lágjaldafélagið Rayanair ætlaði að hætta flugi til Svíþjóðar vegna skattsins og önnur félög ætluðu ýmist að hækka fargjöld til og frá Svíþjóð, eða draga úr flugi þangað.

Erlent