Erlent Seinni meðgöngur erfiðari Konur sem þyngjast um of á meðgöngu og eiga erfitt með að tapa aukakílóunum aftur, geta átt von á fjölmörgum fylgikvillum og vandamálum í síðari meðgöngum, segir í nýrri sænskri rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet sem fréttavefur BBC fjallar um. Erlent 8.10.2006 04:15 Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi. Erlent 7.10.2006 17:52 Politkovskaya ráðin af dögum Rússneska blaðakonan Anna Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt fyrr í dag. Erlent 7.10.2006 14:34 25 sjómanna saknað í Japan Sextán skipverja á japönskum fiskibát er saknað eftir að hann sökk í ofviðri norðaustur af landinu. Erlent 7.10.2006 14:00 Blaðamenn drepnir í Afganistan Tveir þýskir blaðamenn létu lífið í skotárás í norðurhluta Afganistan fyrr í dag. Erlent 7.10.2006 13:17 Mannfall á Srí Lanka Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring. Erlent 7.10.2006 13:15 Tóku saklausan borgara af lífi Bandarískur herlæknir vitnaði fyrir herdómstól í gær hvernig landgönguliðar í herdeild hans tóku íraskan borgara af lífi. Erlent 7.10.2006 13:00 Spennan magnast á Kóreuskaga Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum að hermönnum frá Norður-Kóreu sem fóru yfir landamærin á milli ríkjanna í morgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á næstu dögum. Erlent 7.10.2006 12:30 Karlar sofa betur einir Karlar sem sofa einir í rúmi eru hressari á morgnanna og heilastarfsemi þeirra er öflugri en þeirra sem deila rúmi með maka. Erlent 7.10.2006 11:45 Sjálfsmorðsárás í Tal Afar Átta létust og sex særðust í bílsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í morgun. Árásin var gerð á eftirlitsstöð lögreglu en engu að síður voru fjórir óbreyttir borgarar í hópi þeirra sem dóu. Erlent 7.10.2006 11:30 Líkir aðgerðum við þjóðernishreinsanir Gela Bezhuasvhili, utanríkisráðherra Georgíu, segir að framganga Rússa undanfarna daga gegn Georgíu jaðri við þjóðernishreinsanir. Erlent 7.10.2006 11:15 Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. Erlent 7.10.2006 10:15 Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis Demókratar notfæra sér óspart hneykslismál Marks Foley, sem sagði af sér þingmennsku fyrir viku. Bush forseti lýsir stuðningi sínum við Hastert, forseta fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar vilja að segi af sér. Erlent 7.10.2006 09:15 Látnir menn fá ekki að fljúga Á löngum nafnalista, sem notaður er á flugvöllum í Bandaríkjunum til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, er að finna nöfn fjórtán af flugræningjunum nítján sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. Þar er einnig að finna nöfnin Saddam Hussein og Osama bin Laden. Erlent 7.10.2006 08:00 Georgíumenn brottrækir Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu. Erlent 7.10.2006 07:00 Auðvelda ekki samskipti Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands sætir nú hörðum ásökunum fyrir orð sín um að múslimakonur sem hylja andlit sín með blæjum geti gert samskipti milli ólíkra þjóðfélagshópa erfiðari. Erlent 7.10.2006 07:00 Sögð þagga niður nauðganir Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum. Erlent 7.10.2006 06:45 Dæmdur á réttargeðdeild Sænskir dómstólar dæmdu 43 ára gamlan kirkjuvörð, sem játaði að hafa haft mök við lík konu, á réttargeðdeild í gær, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa kveikt í kirkju í Surahammars. Erlent 7.10.2006 05:30 17.000 flýja eftir sprengingu Sautján þúsund Bandaríkjamenn þurftu að flýja heimili sín í gær eftir að sprenging varð í eiturefnaverksmiðju nærri bænum Apex í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum að klórgasský sveif yfir nágrenninu. Erlent 7.10.2006 04:00 Carl Bildt í utanríkismálin Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, til að fara með utanríkismálin. Erlent 7.10.2006 04:00 Verkfalli lokið Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld samþykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum. Erlent 7.10.2006 02:30 Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52 Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 23:00 Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33 Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:15 Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07 Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:45 Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:45 Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:30 Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:15 « ‹ ›
Seinni meðgöngur erfiðari Konur sem þyngjast um of á meðgöngu og eiga erfitt með að tapa aukakílóunum aftur, geta átt von á fjölmörgum fylgikvillum og vandamálum í síðari meðgöngum, segir í nýrri sænskri rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet sem fréttavefur BBC fjallar um. Erlent 8.10.2006 04:15
Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi. Erlent 7.10.2006 17:52
Politkovskaya ráðin af dögum Rússneska blaðakonan Anna Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt fyrr í dag. Erlent 7.10.2006 14:34
25 sjómanna saknað í Japan Sextán skipverja á japönskum fiskibát er saknað eftir að hann sökk í ofviðri norðaustur af landinu. Erlent 7.10.2006 14:00
Blaðamenn drepnir í Afganistan Tveir þýskir blaðamenn létu lífið í skotárás í norðurhluta Afganistan fyrr í dag. Erlent 7.10.2006 13:17
Mannfall á Srí Lanka Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring. Erlent 7.10.2006 13:15
Tóku saklausan borgara af lífi Bandarískur herlæknir vitnaði fyrir herdómstól í gær hvernig landgönguliðar í herdeild hans tóku íraskan borgara af lífi. Erlent 7.10.2006 13:00
Spennan magnast á Kóreuskaga Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum að hermönnum frá Norður-Kóreu sem fóru yfir landamærin á milli ríkjanna í morgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á næstu dögum. Erlent 7.10.2006 12:30
Karlar sofa betur einir Karlar sem sofa einir í rúmi eru hressari á morgnanna og heilastarfsemi þeirra er öflugri en þeirra sem deila rúmi með maka. Erlent 7.10.2006 11:45
Sjálfsmorðsárás í Tal Afar Átta létust og sex særðust í bílsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í morgun. Árásin var gerð á eftirlitsstöð lögreglu en engu að síður voru fjórir óbreyttir borgarar í hópi þeirra sem dóu. Erlent 7.10.2006 11:30
Líkir aðgerðum við þjóðernishreinsanir Gela Bezhuasvhili, utanríkisráðherra Georgíu, segir að framganga Rússa undanfarna daga gegn Georgíu jaðri við þjóðernishreinsanir. Erlent 7.10.2006 11:15
Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. Erlent 7.10.2006 10:15
Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis Demókratar notfæra sér óspart hneykslismál Marks Foley, sem sagði af sér þingmennsku fyrir viku. Bush forseti lýsir stuðningi sínum við Hastert, forseta fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar vilja að segi af sér. Erlent 7.10.2006 09:15
Látnir menn fá ekki að fljúga Á löngum nafnalista, sem notaður er á flugvöllum í Bandaríkjunum til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, er að finna nöfn fjórtán af flugræningjunum nítján sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. Þar er einnig að finna nöfnin Saddam Hussein og Osama bin Laden. Erlent 7.10.2006 08:00
Georgíumenn brottrækir Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu. Erlent 7.10.2006 07:00
Auðvelda ekki samskipti Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands sætir nú hörðum ásökunum fyrir orð sín um að múslimakonur sem hylja andlit sín með blæjum geti gert samskipti milli ólíkra þjóðfélagshópa erfiðari. Erlent 7.10.2006 07:00
Sögð þagga niður nauðganir Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum. Erlent 7.10.2006 06:45
Dæmdur á réttargeðdeild Sænskir dómstólar dæmdu 43 ára gamlan kirkjuvörð, sem játaði að hafa haft mök við lík konu, á réttargeðdeild í gær, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa kveikt í kirkju í Surahammars. Erlent 7.10.2006 05:30
17.000 flýja eftir sprengingu Sautján þúsund Bandaríkjamenn þurftu að flýja heimili sín í gær eftir að sprenging varð í eiturefnaverksmiðju nærri bænum Apex í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum að klórgasský sveif yfir nágrenninu. Erlent 7.10.2006 04:00
Carl Bildt í utanríkismálin Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, til að fara með utanríkismálin. Erlent 7.10.2006 04:00
Verkfalli lokið Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld samþykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum. Erlent 7.10.2006 02:30
Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52
Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 23:00
Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33
Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:15
Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07
Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:45
Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:45
Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:30
Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:15