Erlent

Tuttugu látnir eftir óveðrið í Flórída

Tuttugu hafa nú fundist látnir eftir að óveður gekk yfir miðhluta Flórída í gær. Ríkisstjórinn í Flórída, Charlie Crist, fór um hamfarasvæðið í dag og sá hundruð húsa, fyrirtækja og kirkna í rúst.

Erlent

Ákærðir fyrir að njósna um Egypta í þágu Ísraels

Ríkissaksóknari í Egyptalandi hefur ákært Egypta með kanadískt ríkisfang og þrjá Ísraela fyrir njósnir í þágu Ísraels. Fram kom í máli saksóknarans í dag að Egyptinn, Mohammed Essam el-Attar, hefði verið handtekinn en að hinir þrír væru í Tyrklandi og Kanada og að handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur þeim.

Erlent

Veiktust af völdum eiturefnaleka í Kína

Einn lést og yfir 120 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að andað sér gufum frá eitruðum úrgangi sem lak úr flutningabíl í Hubei-hérðaði í Mið-Kína. Frá þessu greindi kínverska ríkissjónvarpið í dag.

Erlent

Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad

45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar.

Erlent

Ráðast gegn talibönum í Musa Qala

Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag.

Erlent

Átök þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé

Til átaka hefur komið milli stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-liða á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tólf særðust snemma í morgun átökum og þá sökuðu Fatah-liðar Hamas um að hafa rænt 40 öryggisvörðum á eftirlitsstöðvum á Gasa.

Erlent

Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk

Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag.

Erlent

Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta

Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar.

Erlent

Allir vilja breytingar nema Bush

Ríkisstjórnir um allan heim segja brýnt að bregðast snarlega við til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að svört skýrsla sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna birtist í gær. Ekki þó George Bush Bandaríkjaforseti sem hyggst ekki gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar.

Erlent

Nítján látnir eftir illviðri í Flórída

Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake.

Erlent

Rottweilerinn sér um lömbin

Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb.

Erlent

Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala

Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum.

Erlent

Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna

Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu.

Erlent

K-Fed boðið að vinna á Taco Bell

Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra.

Erlent

Viacom hótar YouTube

Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum.

Erlent

Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað

Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta.

Erlent

Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla

Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp.

Erlent

Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif

Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi.

Erlent

Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk

Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur.

Erlent

Syndir upp Amasón-fljótið

Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga.

Erlent

Bush mun biðja um 100 milljarða

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara.

Erlent

14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída

Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum.

Erlent

Svört framtíðarsýn

Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag.

Erlent

Vann 550 milljónir í spilakassa

John Bromley, 71 árs, setti 100 dollara í spilakassa í spilavíti í Nevada í Bandaríkjunum og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið tæpar átta milljónir dollara, eða tæplega 550 milljónir íslenskra króna, fyrr en sá sem sat við hlið hans sagði honum frá því.

Erlent