Erlent

Fannst á lífi eftir sjö vikur í óbyggðum

Veiðimenn í Nevada í Bandaríkjunum fundu í gær kanadíska konu á lífi en hennar hefur verið saknað í sjö vikur. Konan er að ná sér á spítala en björgunarsveitir leita enn að manni hennar sem var með í för.

Erlent

Obama krefst skýringa frá Pakistönum

Barack Obama vill að Pakistanar rannsaki hvernig alræmdasti hryðjuverkaleiðtogi heims gat búið velsældarlífi í friðsælu úthverfi í landinu án þess að nokkur yrði hans var.

Erlent

Ítalskir hermenn í rusli

Ítalskir hermenn hafa verið sendir til borgarinnar Napólí í óvenjulegum erindagjörðum, en þeir eiga að takast á við gríðarlegt magn af rusli sem safnast hefur saman á götum borgarinnar.

Erlent

Umkringja úthverfi í Damaskus

Mikil skothríð hefur heyrst síðustu tímana í úthverfi Damaskus í Sýrlandi en talsmenn mannréttindasamtaka í landinu segja að herinn hafi umkringt hverfið.

Erlent

Aukin hætta af kvikasilfri

Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna.

Erlent

Enginn Evrópufáni á númer 10

Fáni Evrópusambandsins verður ekki dreginn að hún við breska forsætisráðherrabústaðinn að Downing-stræti 10 í tilefni Evrópudagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Erlent

Vekja athygli á nauðgunum

Fólk hefur að undanförnu komið saman víða um Bandaríkin og Kanada í svonefndum „gálugöngum“ til þess að mótmæla orðum sem kanadískur lögreglumaður lét falla um fórnarlömb nauðgana. Lögreglumaðurinn ráðlagði konum að klæða sig ekki eins og gálur ef þær vilju forðast að lenda í klóm kynferðisbrotamanna.

Erlent

Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie

Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla.

Erlent

Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida

Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan.

Erlent

Sautján létust í fangaóeirðum

Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin.

Erlent

Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt

Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir.

Erlent

Norsk flugvél nauðlenti vegna slagsmála

Norsk flugvél sem var á leiðinni frá Osló í Noregi til Kýpur lenti óvænt á Kaupmannahafnarflugvelli í morgun vegna þess að slagsmál upphófust í vélinni þegar að hún var í sænskri lofthelgi. Þrír menn voru handteknir og eru nú í gæsluvarðhaldi auka einnar konu. Flugvélin var í Kaupmannahöfn í um það bil 30 mínútur þar til hún fór á flug. Einn af mönnunum þremur hefur auk þess verið kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni, en hann sparkaði hurð í lögreglumanninn.

Erlent

Sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar

Talibanar hafa gert sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar í Afganistan í dag. Árásirnar hafa meðal annars beinst að skrifstofum héraðsstjórans, leyniþjónustu Afganistans og lögreglustöðinni. Alls hafa 23 særst í árásunum, þar á meðal þrír lögreglumenn. Einungis fáeinir klukkutímar eru síðan að Talibanar hétu því að falli Osama Bin Ladens yrði hefnt.

Erlent

Katrín keypti í matinn fyrir prinsinn

Þótt Katrín Middleton sé nú orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni er hún síður en svo hætt að lifa lífi almúgamanneskjunnar. Daily Mail birti í dag myndir af Katrínu þar sem hún mætti hversdagslega klædd til að kaupa í matinn fyrir sig og bónda sinn í versluninni Waitrose skammt frá búgarðinum þar sem þau hjónin dvelja um þessar mundir. Daily Mail segir að Katrín hafi þó skorið sig úr mannfjöldanum að því leyti að þrír lífverðir fylgdu henni um hvert fótmál.

Erlent

Nítján tróðu sér í einn bíl

Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk

Erlent

Obama hitti mennina sem drápu Bin Laden

Barack Obama Bandaríkjaforseti hitti í dag hermennina sem tóku þátt í að drepa hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden. Hann þakkaði hópnum fyrir „vel unnin störf“ og sagði að þeir séu hinir „hljóðlátu atvinnumenn Ameríku“.

Erlent

Húsið úr Home Alone til sölu

Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er til sölu fyrir litlar 280 milljónir króna. Í myndinni fór barnastjarnan Macauley Culkin illa með tvo óheppna innbrotsþjófa sem ætluðu að láta greipar sópa. Stráksi, sem var einn heima því foreldrarnir gleymdu honum þegar þau fóru í frí, tók hinsvegar til sinna ráða og tókst með ýmsum brögðum að yfirbuga þrjótana.

Erlent

McCartney trúlofar sig

Bítillinn Paul McCartney hefur trúlofað sig. Sú heppna er hin 51 árs gamla Nancy Shevell en þau hafa verið saman í fjögur ár. McCartney sem orðinn er 68 ára gamall, hefur tvisvar áður gengið upp að altarinu. Fyrst var hann giftur Lindu McCartney en hún lést úr brjóstakrabba árið 1998. Þau eignuðust fjögur börn.

Erlent

Bretar hafna breytingum á kosningakerfinu

Bretar höfnuðu því í dag í þjóðaratkvæðagreiðslu að gera breytingar á kosningakerfi landsins. Þrátt fyrir að talning standi enn yfir hafa Nei-menn náð nægilega mörgum atkvæðum til þess að Já-menn eigi ekki möguleika á sigri. Spár gera ráð fyrir að tillagan verði felld með 69 prósentum atkvæða.

Erlent

Mikil átök í Sýrlandi - ESB samþykkir viðskiptaþvinganir

Óróinn í Sýrlandi heldur áfram en fjölmenn mótmæli voru víðsvegar um landið að loknum föstudagsbænum í dag. Óljóst er hve margir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita ríkisstjórnarinnar en mannréttindasamtök segja að um tuttugu manns hafi fallið í dag. Rúmlega 500 hafa verið drepnir frá því mótmælin hófust fyrir sjö vikum.

Erlent

Forsprakki Hells Angels dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán

Leif Kristiansen, forsprakki Hells Angels í Noregi, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði. Leif var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán. Aftenposten greinir frá því í dag að Leif hafi neitað sök við réttarhöldin. Hann sagðist þar vera sjálfstætt starfandi húðflúrari og hefði engin tengsl við glæpastarfsemi. Kærði íslensk yfirvöld Leif Ivar kom til Íslands, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi. Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári og heitir nú Hells Angels MC Iceland.

Erlent

Fundu dóp, vopn og þýfi í Köge

Viðamikilli aðgerð dönsku lögreglunnar í bænum Köge á Sjálandi er lokið. Í aðgerðinni fannst töluvert af dópi, vopnum og þýfi og einn tvítugur karlmaður var handtekinn.

Erlent

Þúsundir íbúa Memphis flýja vegna flóða

Þúsundir af íbúum í miðborg Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mississippi fljótinu.Vatn úr fljótinu flæðir nú um götur borgarinnar.

Erlent