Erlent

Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta

Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979.

Erlent

Kanar fá eiginkonur Osamas

Líklegt er talið að Bandaríkjamenn fái að yfirheyra eiginkonur Osama bin Ladens, að sögn bresku Sky fréttastofunnar. Opinberlega segja Pakistanar að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá.

Erlent

Konungur sáttur við forsætisráðherra

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs.

Erlent

Verkfall í Grikklandi

Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum.

Erlent

Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum

Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær.

Erlent

Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi

Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington.

Erlent

Vill ljúka umbótum fyrir kosningar

Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki ætla að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Síðustu daga hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis en á sínum vikulega blaðamannafundi í gær sagði Lökke að slíkt væri honum ekki efst í huga.

Erlent

Lögreglan komin á sporið í morðmáli

Lögreglan á Fjóni gæti verið komin á sporið með að leysa dularfullt morðmál sem hefur vakið mikla athygli um alla Danmörku. Lýst hefur verið eftir manni og hafa þegar borist fjölmargar ábendingar.

Erlent

Gagnrýnd fyrir afskiptaleysi

Hundruð flóttamanna á ofhlöðnum bátum frá Líbíu hafa farist í Miðjarðarhafinu á síðustu vikum. Ríkin við sunnanvert Miðjarðarhafið, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið sæta nú gagnrýni fyrir að sinna ekki þessu fólki í nauð.

Erlent

Forsetafrúin er feykistælt

Michelle Obama er orðin fyrirmynd Bandaríkjamanna á öllum aldri sem vilja líta vel út. Hún lagði raunar upp með það verkefni að minnka offitu meðal barna, en það hefur hlaðið utan á sig, ef svo má að orði komast í frétt sem fjallar um fitu.

Erlent

Móðgaði Harald konung

Talsvert uppnám hefur orðið í Noregi eftir að norska Dagbladet hélt því fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefði komið í veg fyrir að Haraldur konungur sæmdi hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna síðastliðinn sunnudag.

Erlent

Hertogahjónin farin í brúðkaupsferð

Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, eru farin í brúðkaupsferð, nú þegar 10 dagar eru liðnir frá brúðkaupi þeirra í Westminister Abbey. Daily Telegraph segir að konungshirðin hafi staðfest að þau hefðu lagt af stað í ferðina en ekkert hefur fengist staðfest um það hvert þau fóru. Óstaðfestar heimildir herma að þau hafi farið til Sikileyja en aðrar heimildir segja að þau hafi farið á Indlandshaf.

Erlent

Íbúar í Runavík komnir heim á ný

Enn logar um borð í togaranum Athenu en gríðarmikill eldur kom upp í skipinu í gær í höfninni í Runavík. Eldurinn í gærkvöldi var þó mun minni en áður að sögn færeyska útvarpsins og ætluðu menn að hefja aðgerðir til þess að kæla skipið.

Erlent

Schwarzenegger skilinn við Maríu

Kvikmyndastjarnan og fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans Maria Shriver, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng. Arnold og Maria, sem tilheyrir Kennedy fjölskyldunni margfrægu, tilkynntu þetta í gærkvöldi.

Erlent

Uppreisnarmenn með yfirhöndina í Misrata

Uppreisnarmenn í Líbísku borginni Misrata segjast hafa náð að hrekja hermenn Gaddafís einræðisherra frá úthverfum borgarinnar. Borgin er sú eina í vesturhluta landsins sem lýtur stjórn uppreisnarmanna og hafa menn Gaddafís setið um hana í tvo mánuði.

Erlent

Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði

Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag.

Erlent

Flóð ógnar Graceland

Hækkun yfirborðs Missippi árinnar ógnar hugsanlega heimili rokkgoðsins Elvis Presley, í Memphis, Tennesse í Bandaríkjunum. Yfirvöld eru þó fullviss um að flóðgarðar muni halda og því sé verði þessi frægi ferðmannastaður óhultur ásamt nýlegri hverfum í borginni.

Erlent

Tvær flugvélar skullu saman - tveir látnir

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að tvær litlar flugvélar skullu saman á flugi í New York fylki í Bandaríkjunum í dag. Brökin féllu til jarðar og höfnuðu í skógi nærri bænum Wawayanda.

Erlent

Eyjaskeggjar á tímaflakki

Íbúar á Samóaeyjum ætla í tímaferðalag á næstunni en þá færa þeir klukkuna fram um einn dag. Þetta er gert til þess að auðvelda viðskiptin við Ástralíu og Nýja Sjáland, en eins og staðan er í dag eru Samóaeyjar 21 klukkustund á eftir tímanum í Sidney.

Erlent

Látlausar sprengingar og háar eldtungur í Aþenu

Færeyski verksmiðjutogarinn Aþena logar stafnanna á milli í höfninni í Runavík í Færeyjum. Ekki er hægt að hefja slökkvistarf vegna mikilla sprenginga í skipinu. Hálfíslensk kona sem býr í Runavík segir að fólk sem býr næst höfninni hafi verið flutt á brott.

Erlent

Pakistanar hefja rannsókn á veru Osama í landinu

Pakistanar ætla að hefja opinbera rannsókn á því hvernig stóð á því að hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden tókst að dvelja í borginni Abbottabad í sex ár án þess að yfirvöld kæmust á snoðir um það. Forsætisráðherra landsins lýsti þessu yfir í þinghúsinu í Islamabad í dag.

Erlent

Konunglega brúðkaupið sló í gegn á YouTube

Bein útsending frá brúðkaupi Vilhjálms prins og Katrínar Middleton á YouTube var gríðarlega vinsæl. Á brúðkaupsdeginum sjálfum horfðu 72 milljónir á útsendinguna en til samanburðar má nefna að um 60 milljónir manna búa á Bretlandi.

Erlent

Togarinn logar stafnanna á milli

Togarinn Athena logar stafnanna milli í Runavik í Færeyjum og er talið að hann sé gjörónýtur. Margar öflugar sprengingar hafa orðið í skipinu frá því kviknaði í því í gærkvöldi og voru 1500 íbúar bæjarins fluttir þaðan í öryggisskyni.

Erlent

Silvio loks á sakamannabekk

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kom fyrir rétt í Milano í dag. Það er í fyrsta skipti sem hann kemur í dómssal í þeim fjölmörgu málum sem reynt hefur verið að höfða gegn honum undanfarin misseri.

Erlent

Þorp rýmt vegna elds í togara

Fimmtánhundruð íbúar hafa verið fluttir frá færeyska bænum Runavik þar sem risatogari liggur brennandi við bryggjuna. Yfirvöld óttast að skipið kunni að springa í loft upp auk þess sem eitraðan reyk leggur frá því. Togarinn Athena er hin mesta óhappafleyta.

Erlent