Erlent

Kvenlegt innsæi varð Arnold að falli

Það var hvorki sektarkennd, né ótti vegna frásagna í bókarskrifum, sem varð til þess að Arnold Schwarzenegger neyddist til þess að afhjúpa leyndardóminn að baki launsyni sínum - það var innsæi Mariu Shriver sjálfrar.

Erlent

Réðust á ljósmyndara fyrir utan heimili Giggs

Grímuklæddir menn réðust á æsifréttaljósmyndara sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan heimili Ryan Giggs, knattspyrnumanns í Manchester, segja heimldamenn við Sky fréttastofuna. Fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðist hafi verið á bíla sem tilheyrðu ljósmyndurunum, skorið á dekk og eggjum hent í bílana.

Erlent

Mubarak feðgar ákærðir fyrir morð

Hosni Mubarak fyrrverandi forseti Egyptalans og tveir synir hans verða ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði, að sögn dómsyfirvalda landsins. Morðákærurnar tengjast uppreisninni gegn Mubarak sem varð til þess að hann hrökklaðist frá völdum í febrúar síðastliðinum.

Erlent

Vildi selja meydóm 13 ára dóttur sinnar

Þrjátíu og tveggja ára gömul kona í Salt Lake City í Bandaríkjunum hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja meydóm 13 ára gamallar dóttur sinnar fyrir rúmlega eina milljón króna. Hún hafði áður selt myndir af henni í ögrandi nærfötum.

Erlent

Vertu viss um að þú sért að drepast

Þegar Breski eftirlaunaþeginn Tony Wakeford hélt að hann væri að deyja fyrir fimm árum játaði hann fyrir eiginkonu sinni Patriciu að hann hefði haldið framhjá henni með Penny, bestu vinkonu hennar. Eftir játninguna hresstist svo Tony og fór heim til Patriciu í von um fyrirgefningu.

Erlent

Norðmenn vantar 6000 bílstjóra

Norðmenn eiga í verulegum vanda í atvinnumálum. Þar er slíkur skortur á vinnuafli að eitt af hverjum tíu fyrirtækjum á í verulegum vandræðum. Norska blaðið Aftenposten segir að yfir 60 þúsund manns vanti inn á vinnumarkaðinn. Aftenposten segir að einna mestur skortur sé á bílstjórum en af þeim vantar um 6000.

Erlent

Vegasprengja drap tíu

10 vegavinnumenn eru látnir og 28 særðir eftir að þeir óku yfir vegasprengju í Kandahar héraðinu í Afganistan í nótt.

Erlent

Héldu herstöð í átján stundir

Pakistanski herinn náði aftur á sitt vald í gær eigin herstöð í borginni Karachi eftir að hópur talibana hafði haft hana á valdi sínu í 18 klukkutíma.

Erlent

DNA úr Strauss-Kahn á fötum þernunar

Erfðaefni úr Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur fundist á fötum þjónustustúlkunnar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað á hótelherbergi í New York á dögunum.

Erlent

Fleiri ferðum aflýst í Skotlandi

Breska flugfélagið British Airways hefur frestað öllum ferðum frá Englandi til Skotlands og verður í fyrsta lagi flogið klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Ástæðan er öskuskýið úr Grímsvötnum sem nú stefnir á Bretlandseyjar. Hollenska félagið KLM hefur aflýst 16 ferðum á morgun til Skotlands og Englands og skoska félagið Loganair hefur aflýst 36 ferðum frá Skotlandi.

Erlent

Obama í bobba - forsetabíllinn strand

Forsetabíllinn sem fluttur er heimshornanna á milli til þess að ferja voldugasta mann heimsins, Barack Obama Bandaríkjaforseta er engin venjulegur bíll. Hann er skotheldur, sprengjuheldur og búinn öllum helstu tækninýjungum. Það kom þó ekki í veg fyrir vandræðalegt augnablik í Dublin í dag þegar drossían þurfti að játa sig sigraða af örlitlum kanti við bandaríska sendiráðið í borginni. Forsetabíllinn vóg salt á kantinum og tók töluverðan tíma fyrir öryggissveitir forsetans að koma bílnum af stað á ný.

Erlent

Obama flýr íslenskt öskuský

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hraða brottför sinni frá Írlandi vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sky fréttastofan. Obama fór í heimsókn til Írlands í dag, ásamt Michelle eiginkonu sinni. Þau hugðust vera þar í einn sólarhring en þau munu fara í kvöld vegna mögulegra truflana á flugsamgöngum.

Erlent

Skotar fella niður flug vegna ösku

Skoska flugfélagið Loganair hefur fellt niður 36 áætlunarferðir á morgun að sögn Sky fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að öskuskýið frá Grímsvötnum komi yfir Skotland og Írland í fyrramálið. Loganair flýgur innanlandsflug á litlum flugvélum. Þeirra stærstu vélar eru Saab 340 sem taka 34 farþega.

Erlent

Bandarískir njósnarar í Svíþjóð

Svenska Dagbladet heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi njósnað um grunaða hryðjuverkamenn í Svíþjóð, rétt eins og gert var áður en ráðist var til atlögu við Ósama bin Laden í Pakistan.

Erlent

Valdabarátta í Kreml

Vladimir Putin vill verða forseti Rússlands á nýjan leik og valdabarátta milli hans og Dmitrys Medvedev núverandi forseta er þegar hafin.

Erlent

Úps -hvað varð um heimsendi?

Bandaríski klerkurinn sem spáði heimsendi síðastliðinn laugardag er steinhissa á því að heimurinn skuli vera hérna ennþá. Harold Camping hafði lesið út úr biblíunni að heimsendir myndi hefjast klukkan sex að staðartíma um heim allan.

Erlent

Flugstjóri Air France var aftur í vélinni

Flugstjóri Air France vélarinnar sem fórst á leið frá Rio de Janeiro til Parísar fyrir tveim árum var ekki í stjórnklefanum þegar vélin flaug inn í óveður. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur þetta eftir ónafngreindum sérfræðingi sem hefur heyrt hljóðupptökur úr stjórnklefanum. 228 manns voru um borð og fórust allir.

Erlent