Fótbolti

Gat ekki hafnað Arsenal

Franski varnarmaðurinn Sebastien Squillaci segir að það hafi einfaldlega ekki verið hægt að hafna Arsenal þegar kallið kom frá Arsene Wenger.

Enski boltinn

Adebayor fer ekki til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið að skoða þann möguleika að fá Emmanuel Adebayor frá Man. City. Hann hefur nú nánast gefið upp alla von um að fá framherjann.

Fótbolti

Almarr: Það var komin tími á sigur

„Ég er mjög ánægður með mína fyrstu þrennu í meistaraflokki,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Framara, hæstánægður í kvöld eftir að Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn

Hörður: Þungt að kyngja þessu

„Þetta er þungt, við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann og þeir voru ekkert að skapa sér nein færi. Þeir bjarga nokkrum sinnum á línu og því er þungt að kyngja þessu," sagði Hörður Sveinsson markaskorari Keflvíkinga eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Rúnar: Klárlega missir af Diogo

Jordao Diogo, portúgalski sóknarbakvörðurinn hjá KR, hefur verið lánaður til gríska úrvalsdeildarliðsins Panserraikos sem komst upp úr B-deildinni síðasta tímabil. Diogo lék sinn síðasta leik fyrir KR, í bili a.m.k., þegar liðið vann Val örugglega 4-1 í kvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Almarr kláraði Selfyssinga

Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, á Laugardalsvellinum í kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Almarr Ormarsson skoraði öll mörk Framara, en það var Sævar Þór Gíslason sem skoraði eina mark Selfyssinga.

Íslenski boltinn

Juventus getur unnið titilinn

Alberto Aquilani er kominn til Juventus frá Liverpool en hann verður lánaður til ítalska liðsins í vetur. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur því augljóslega enga trú á leikmanninum.

Fótbolti