Fótbolti

Wayne Bridge undir smásjá Wenger

Arsene Wenger framkvæmdarstjóri Arsenal segist ekki hafa gert tilboð í vinstri bakvörðinn Wayne Bridge hjá Manchester City en viðurkennir að hann sé að að skoða hvað sé í boði í ljósi meiðsla Andre Santos og Kieran Gibbs.

Enski boltinn

Dalglish: Sama sagan

"Ég hef gefið þetta viðtal áður. Markið gegn okkur var gott, færin sem við sköpum okkur voru góð en við getum ekki sagt aftur og aftur að við mættum markverði í banastuði," sagði Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool eftir 1-1 jafnteflið gegn Blackburn í dag.

Enski boltinn

Villas-Boas: Erfitt úr þessu

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea segir að það verði erfitt fyrir lið sitt að vinna enska meistaratitilinn úr þessu eftir að hafa tapað tveimur stigum á heimavelli gegn Fulham í dag.

Enski boltinn

WBA fyrst til að halda hreinu á móti Man. City | Öll úrslitin í enska

Manchester City tapaði enn á ný stigum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Brom. City-liðið hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu þremur útileikjum sínum og fyrir vikið eru nágrannarnir í Manchester United búnir að ná þeim að stigum á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Einn af hundrað ríkustu mönnum heims á nú Mónakó-liðið

Rússneski milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev á nú tvo þriðju í franska félaginu Mónakó og hefur lofað að dæla peningum í félagið sem má muna sinn fífil fegurri. Mónakó er nú í neðsta sæti í frönsku b-deildinni með aðeins einn sigur í átján leikjum.

Fótbolti

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Ajax setti árásarmanninn í 30 ára heimaleikjabann

Forráðamenn Ajax ætla að taka hart á stuðningsmanni félagsins sem réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar, í bikarleik í vikunni. Alvarado snéri vörn í sókn, sparkaði í árásarmanninn og fékk að líta rauða spjaldið í staðinn. Þjálfari AZ kallaði lið sitt af velli í mótmælaskyni en rauða spjaldið hefur nú verið dregið til baka af hollenska knattspyrnusambandinu.

Fótbolti

Doni: Get ekki horft á sjálfan mig í speglinum

Cristiano Doni, fyrrum fyrirliði ítalska liðsins Atalanta, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja í ítölsku b-deildinni en hann var einn af sextán sem voru handteknir á mánudaginn vegna rannsóknar á Ítalíu á leikjum þar sem úrslitunum var hagrætt.

Fótbolti

Chelsea-leikmenn fá ekki að klæðast Terry-bolum

Ákvörðun Liverpool að láta leikmenn klæðast sérstökum Luis Suárez bolum fór ekki vel í marga og nú hafa forráðamenn Chelsea ákveðið að banna sínum leikmönnum að sýna stuðning sinn við fyrirliða sinn John Terry með þessum hætti.

Enski boltinn

Verður Gerrard með Liverpool gegn Norwich?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Gerrard hefur ekki leikið með liði sínu frá 22. okt. vegna meiðsla en þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli gegn nýliðum Norwich.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um 8 leikja bannið hjá Suarez

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Luis Suarez framherji Liverpool var á dögunum úrskurðaður í 8 leikja keppnisbann. Suarez á að hafa sagt niðrandi orð um litarhátt Patrice Evra leikmann Manchester United og enska knattspyrnusambandið sýndi mikla hörku með dómi sínum. Málið var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport s.l. fimmtudag og má sjá það myndbrot með því að smella á hnappinn hér yfir ofan.

Fótbolti