Fótbolti

Dalglish sér ekki eftir neinu

Það er liðið eitt ár síðan Kenny Dalglish tók við stjórnartaumunum á nýjan leik hjá Liverpool og hann segist ekki vilja hafa breytt neinu á þessu eina ári.

Enski boltinn

Heiðar í hóp hinna útvöldu

Heiðar Helguson er aðeins sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins í 56 ára sögu kjörsins. "Óvænt og mikil ánægja,“ segir Heiðar sem átti ekki einu sinni von á því að vera tilnefndur.

Enski boltinn

Barcelona búið að skora 53 mörk í röð á Camp Nou

Það er líklega ekki til erfiðari leikur í dag en að heimsækja Evrópumeistara Barcelona á Camp Nou og tölfræðin í síðustu tólf heimaleikjum Barca sýnir það svart á hvítu. Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í spænska bikarnum í fyrsta heimaleik ársins og tóku Börsungar þar upp fyrri yðju á Nývangi sem er að skora fullt af mörkum án þess að fá á sig mark.

Fótbolti

Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011

Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig.

Enski boltinn

Mörg lið á eftir Onuoha

Það verður ekki mikið mál fyrir Nedum Onuoha að finna sér nýtt félag fyrir mánaðarlok en Man. City hefur tjáð honum að hann megi fara frá félaginu.

Enski boltinn

Evra kann líka að segja N-orðið

Heitasta myndbandið á Youtube í dag er af Patrice Evra, leikmanni Man.Utd, þar sem hann notar N-orðið svokallaða. Luis Suarez, leikmaður Liverpool, var dæmdur í átta leikja bann fyrir að kalla Evra negro.

Enski boltinn

Gylfi talaði ekki við þjálfarann

Holger Stanislawski, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim, segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Gylfa Þór Sigurðsson áður en gengið var frá lánssamningnum við Swansea. Stanislawski hafi heyrt af yfirvofandi félagaskiptum Gylfa frá umboðsmanni hans.

Enski boltinn

Fàbregas og varamaðurinn Messi báðir með tvö mörk í sigri Barcelona

Cesc Fàbregas var í aðalhlutverki í kvöld þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Fàbregas skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp það þriðja fyrir varamanninn Lionel Messi sem átti síðan efrtir að bæta við öðru marki sínu rétt fyrir leikslok.

Fótbolti

Owen Coyle: Veit ekki hvort þetta var síðasti leikur Cahill

Gary Cahill var hetja Bolton-manna í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Everton á Goodison Park. Cahill er væntanlega á förum frá félaginu en Bolton hefur samþykkt tilboð frá Chelsea í enska landsliðsmanninn. Owen Coyle, stjóri Bolton, tjáði sig um málið eftir leikinn í kvöld.

Enski boltinn

Ameobi: Sáum hvað Blackburn gerði á móti United

Shola Ameobi og félagar í Newcastle unnu frábæran 3-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu níu leikjum sínum og fyrsti sigur liðsins á United síðan í september 2001.

Enski boltinn