Fótbolti

Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið

Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag.

Íslenski boltinn

Allen þarf að fara í aðgerð

Útlit er fyrir að Joe Allen spili mikið meira með Liverpool á yfirstandandi tímabili. Hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í öxl en enn er óljóst hvenær hann leggst undir hnífinn.

Enski boltinn

Arsenal: Sjö töp í síðustu átta útileikjum

Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal síðustu ár þegar liðið er á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger mæta til München í kvöld þar sem þeir mæta Bayern München í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Tekst Arsenal að snúa taflinu við í München?

Arsenal á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá sækir liðið Bayern München heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þarf að vinna upp 3-1 tap frá því í fyrri viðureign liðanna.

Fótbolti

Galatasaray skellti Schalke

Galatasaray er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur, 2-3, á Schalke í Þýskalandi. Tyrkneska liðið vinnur rimmuna 4-3 samanlagt.

Fótbolti

Barcelona valtaði yfir Milan og komst áfram

Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir glæsilegan 4-0 sigur á AC Milan. Börsungar þurftu að vinna upp tveggja marka forskot Milan frá fyrri leik liðanna og það gerði liðið með glæsibrag.

Fótbolti

James færist nær ÍBV

Markvörðurinn David James hefur fengið sig lausan hjá enska C-deildarliðinu Bournemouth. Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann gangi í raðir ÍBV hafi hann áhuga á því.

Íslenski boltinn

Vantar neista í Messi

Dani Alves, liðsfélagi Lionel Messi hjá Barcelona, segir að Argentínumaðurinn snjalli hafi ekki verið samur við sig að undanförnu.

Fótbolti

Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun

Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því.

Enski boltinn

Brekka fyrir Barcelona

Tveir leikir fara fram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Schalke tekur á móti Galatasaray en fyrri leikur liðanna fór 1-1. Barcelona hefur aftur á móti verk að vinna gegn AC Milan þar sem liðið tapaði fyrri leiknum, 2-0. Börsungar hafa misst fótanna undanfarnar vikur en leikmenn hafa ekki gefist upp.

Fótbolti

Shilton gripinn drukkinn undir stýri

Markvarðargoðsögnin Peter Shilton er í ekkert sérstökum málum. Þessi 63 ára gamli kappi var tekinn ölvaður undir stýri. Hann þarf að mæta fyrir rétt síðar í mánuðinum vegna málsins.

Enski boltinn