Fótbolti

Auðvitað koma upp öðruvísi mál hjá stelpunum

Freyr Alexandersson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari kvenna til tveggja ára. Hann tekur við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem náði mögnuðum árangri með liðið. Freyr segir að það sé lítill munur á því að þjálfa stráka og stelpur en hann þjálfar karlallið Leiknis í 1. deild karla.

Íslenski boltinn

Negredo og Toure sáu um Hull

Manchester City vann fínan 2-0 sigur á Hull City í hádegisleik enska boltans. Það var vandræðagangur á City lengi vel en liðinu tókst þá að landa þrem stigum.

Enski boltinn

Markaþurrð í enska boltanum

Það var ekki beint boðið upp á flugeldasýningu í leikjum dagsins í enska boltanum. Það kom ekki mark í neinum leik fyrr en eftir 68 mínútur og mörkin í leikjunum sem hófust klukkan 14.00 voru ekki fleiri en þrjú.

Enski boltinn

Mourinho: Betra liðið tapaði í kvöld

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var aðeins nokkrum sekúndum frá því að landa fyrsta titlinum í kvöld eftir að hann snéri aftur á Stamford Bridge þegar Chelsea tapaði í vítakeppni á móti Bayern München í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag.

Fótbolti

Petr Cech: Þetta var grimmur endir

Petr Cech og félagar hans í Chelsea voru sekúndum frá því að vinna Ofurbikar Evrópu í kvöld en urðu að lokum að sætta sig við tap fyrir Bayern München eftir vítakeppni. Bæjarar skoruðu jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu framlengingarinnar og unnu síðan vítakeppnina 5-4.

Fótbolti

Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni

Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð.

Fótbolti

Tottenham búið að kaupa Christian Eriksen frá Ajax

Tottenham tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að kaupa Danann Christian Eriksen frá Ajax en með því eykst samkeppnin enn frekar fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Kauðverðið er talið vera í kringum 11 milljónir punda.

Enski boltinn

Guðlaugur Victor tryggði NEC jafntefli

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC gerðu 1-1 jafntefli við NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld en íslenski miðjumaðurinn tryggði sínum mönnum stig í þessum leik.

Fótbolti

Héldu út manni færri

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann unnu 1-0 heimasigur á nágrönnum sínum í Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Brann-liðið lék manni færri síðustu 23 mínútur leiksins.

Fótbolti

Tap hjá Ara og félögum í níu marka leik

Ari Freyr Skúlason og félagar í OB urðu að sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu í kvöld þegar liðið lá 3-6 á heimavelli á móti AGF í uppgjöri liðanna í 2. og 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. AGF tók annað sætið af OB með þessum sigri.

Fótbolti

Pepsi-mörkin: Dansinn hjá Óla Kristjáns

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fagnaði langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í gærkvöldi þegar Blikar unnu 2-1 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum en þetta var fyrsti deildarsigur Breiðabliksliðsins í ágústmánuði.

Íslenski boltinn