Fótbolti

San Siro-stúkan verður tóm á næsta heimaleik Inter

Internazionale má ekki hafa neina áhorfendur í norðurstúkunni á næsta heimaleik liðsins í ítölsku deildinni sem verður á móti Fiorentina 26. september næstkomandi. Ítalska knattspyrnusambandið refsaði félaginu í dag fyrir hegðun stuðningsmanna þess á dögunum.

Fótbolti

Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United

Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin: Ástandið á Hásteinsvellinum

Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð sem fóru fram í gær. Þeir félagar ræddu meðal annars ástandið á Hásteinsvellinum í gær þar sem að ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United

Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United.

Fótbolti

Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.

Fótbolti

Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Manchester City

Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. City-liðinu tókst ekki að vinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni undanfarin tvö ár og sat í bæði skiptin eftir í riðlakeppninni.

Fótbolti

Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina

Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.

Fótbolti

Ekki verra að kveðja Kötu með sigri

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, valdi Katrínu Jónsdóttur í fyrsta landsliðshópinn sinn sem var tilkynntur í dag en það bjuggust kannski flestir við því að Kata væri búin að spila sinn síðasta landsleik.

Íslenski boltinn

Árangri Íslands má líkja við kraftaverk

Pistlahöfundur hjá Telegraph í Belfast fjallar náið um velgengni íslenska landsliðsins á síðu blaðsins í gær en hann telur það vera kraftaverk hversu vel íslenska liðinu gengur í undankeppninni HM.

Fótbolti

Þjálfarateymi Freys tilbúið - Elísabet er nýr njósnari liðsins

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, er búinn að setja saman teymið sitt sem mun vera með honum í verkefnum kvennalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson mun verða aðstoðarþjálfari hans í fyrsta leik og sú eina sem heldur "sæti" sínu frá þjálfarateymi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er liðstjórinn Margrét Ákadóttir.

Íslenski boltinn

Tek ekki þátt í svona viðskiptum

"Ég hef aldrei verið tengdur svona viðskiptaháttum á mínum ferli sem umboðsmaður,“ segir Magnús Agnar Magnússon, íslenskur umboðsmaður, en einn af hans skjólstæðingum er Rúnar Már Sigurjónsson sem Valur seldi frá félaginu í sumar.

Íslenski boltinn