Viðskipti innlent

Fréttamynd

Mis­boðið hvernig staðið var að upp­sögnum hjá nýjum eig­anda

Einn þriggja starfsmanna Ömmu músar sem sagt var upp störfum á miðvikudag segir að nýir eigendur hefðu getað staðið að uppsögnum með mun sómasamlegri hætti. Nýleg heimsókn með starfsmennina í höfuðstöðvarnar hafi orðið til þess að uppsögnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Forstjóri Icewear skilur tilfinningar starfsfólks og lofar nýrri og betri Ömmu mús.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skellt í lás í Sam­bíóinu í Kefla­vík í kvöld

Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 í­búð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið mati á umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í október og samþykkt umsóknir til kaupa á 61 íbúð. Heildarfjárhæð lánanna nam 796,5 milljónum króna, en 800 milljónir króna voru til úthlutunar í mánuðinum. Umframeftirspurn nam rúmum milljarði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

97 braut­skráðust frá HR

97 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík í Norðurljósum í Hörpu á laugardag. Fimm nemendur luku doktorsprófi frá HR að þessu sinni, allir frá tölvunarfræðideild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjár­festa

Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breki á­fram for­maður

Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi samtakanna sem fram fór síðasta þriðjudag. Hann var því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við

Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxta­tekjur Ís­lands­banka drógust saman milli ára

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjögur fé­lög Bergvins gjald­þrota

Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrir­tæki Noregs

Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar.

Viðskipti innlent