Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26
Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Viðskipti innlent 7.7.2025 20:58
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Viðskipti innlent 7.7.2025 16:01
Skrautleg saga laganna hans Bubba Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan. Viðskipti innlent 5.7.2025 10:02
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5.7.2025 09:36
Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Kópbois ehf., félag í eigu Árna Páls Árnasonar, Herra Hnetusmjörs, hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 150 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.7.2025 16:05
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið. Viðskipti innlent 4.7.2025 15:17
Minnstu sparisjóðirnir sameinast Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Viðskipti innlent 4.7.2025 10:17
Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Viðskipti innlent 4.7.2025 10:17
Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf. Viðskipti innlent 4.7.2025 09:53
Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. Viðskipti innlent 3.7.2025 23:32
Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Kaffihús Starbucks opnaði í dag í Reykjavík eftir langa bið eftir leyfisveitingu frá Reykjavíkurborg. Þetta er fyrsta kaffihús keðjunnar á Íslandi en til stendur að opna annað í borginni á næstu vikum. Viðskipti innlent 3.7.2025 18:12
Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. Viðskipti innlent 3.7.2025 15:58
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent 3.7.2025 15:42
EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, hafa náð samkomulagi við Mercosur-ríkin, sem samanstanda af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ, um fríverslunarsamning. Viðskipti innlent 2.7.2025 17:46
Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Spurning barst frá þrjátíu og eins árs gömlum karlmanni: Viðskipti innlent 2.7.2025 07:02
Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Viðskipti innlent 1.7.2025 15:49
Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 1.7.2025 14:32
Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Viðskipti innlent 1.7.2025 13:38
Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 1.7.2025 10:41
Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Forsvarsmenn vefverslunarinnar Heimkaup hafa ákveðið að nú verði einungis hægt að kaupa áfengi þar. Breytingarnar koma í kjölfar samruna fyrirtækisins við Samkaup. Viðskipti innlent 30.6.2025 17:40
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56
Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Arctic Smolt, sem er í eigu Arctic Fish, hefur fengið rekstrarleyfi fyrir seiðaeldi í Tálknafirði upp á 2,4 þúsund tonna hámarkslífsmassa. Áður hafði fyrirtækið haft leyfi fyrir þúsund tonn af hámarkslífmassa. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:43