„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4.11.2025 22:04
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01
Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13
Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 3.11.2025 18:59
Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Ferðamálastofa segir farþega eiga að beina kröfum sínum að ferðaskrifstofunni Tango Travel hafi ferðum þeirra verið aflýst enda sé ferðaskristofan starfandi og ekki gjaldþrota. Tango Travel segir Ferðamálastofu afbaka lögin og fara fram með meiðandi hætti. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:33
Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:04
Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. Viðskipti innlent 3.11.2025 16:03
25 sagt upp í fiskvinnslu Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nýliðnum októbermánuði þar sem 25 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Viðskipti innlent 3.11.2025 13:03
„Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 3.11.2025 12:49
„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53
Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:57
Gengi Alvotech hrynur Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:03
„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Viðskipti innlent 3.11.2025 08:48
Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 07:14
„Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17
Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Viðskipti innlent 1.11.2025 22:03
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02
Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið. Viðskipti innlent 1.11.2025 12:30
Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Ferðaskrifstofan Tango Travel hefur ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd. Ástæðan séu þungu áhrifin sem skrifstofan varð fyrir vegna falls flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 1.11.2025 09:25
Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Viðskipti innlent 31.10.2025 09:30
Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Flugþjónustufyrirtækið ACE FBO sem var svipt starfsleyfi sínu á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli síðasta vetur tilkynnti ekki um öryggisatvik sem því var skylt og braut reglur ítrekað. Áhættumat sem var unnið um starfsemina var sagt staðfesta að hún stæðist ekki kröfur um flugöryggi. Viðskipti innlent 31.10.2025 08:03
Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Viðskipti innlent 30.10.2025 23:24
Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála. Viðskipti innlent 30.10.2025 18:29