Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Viðskipti innlent 5.12.2025 16:21
Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. Viðskipti innlent 5.12.2025 14:53
Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Viðskipti innlent 5.12.2025 14:26
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent 5.12.2025 08:02
Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Aðeins eitt minkabú er sagt verða eftir á landinu nú þegar fimm loðdýrabændur á Suðurlandi eru að hætta störfum. Fjárhagslegur grundvöllur ræktunarinnar er sagður brostinn og verið er að slátra þeim minkum sem voru á búum þeirra. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:00
Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna. Viðskipti innlent 4.12.2025 08:48
Félögin þeirra högnuðust mest Félög Víkings Heiðars Ólafssonar, Hjörvars Hafliðasonar, Ara Eldjárn og fleiri lista- og fjölmiðlamanna eru meðal samlags- og sameignarfélaga sem skiluðu tugmilljóna króna hagnaði í fyrra. Viðskipti innlent 3.12.2025 19:30
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3.12.2025 14:29
„Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:37
Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:01
55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Alls bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar í nóvember 2025. Í þeim var samtals 55 starfsmönnum sagt upp störfum. Viðskipti innlent 3.12.2025 10:02
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 3.12.2025 09:00
Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Viðskipti innlent 3.12.2025 08:41
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. Viðskipti innlent 2.12.2025 16:31
Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:28
Prada gengur frá kaupunum á Versace Tískurisinn Prada Group tilkynnti að hann hefði fest kaup á keppinaut sínum Versace fyrir um 1,25 milljarða evra í dag. Samkeppnisyfirvöld eru sögð hafa gefið samrunanum grænt ljós. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:04
Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:02
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2.12.2025 07:29
Hvernig bý ég mig undir barneignir? 27 ára kona spyr: „Hvernig er best að haga fjárhag í aðdraganda barnseigna? Ég á von á mínu fyrsta barni og vil bæði huga að því hvernig ég fjárfesti í framtíð barnsins t.d. á reikningi sem og hvað ég get gert sem verðandi foreldri sem undirbýr stækkandi fjölskyldu fyrir fjárhagslegar áskoranir sem fylgja barni.“ Viðskipti innlent 2.12.2025 07:01
Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Viðskipti innlent 1.12.2025 20:17
Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Viðskipti innlent 1.12.2025 14:22
Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Það verður mikið um að vera í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í dag því þar fagnar verslun sveitarinnar, Bjarnabúð 40 ára afmæli. Eigandi verslunarinnar segist vera kaupfélagsstjóri og bensínafgreiðslumaður staðarins og að pylsur séu vinsælasta vara verslunarinnar. Viðskipti innlent 30.11.2025 13:04
Mango opnar í Smáralind Verslun spænska tískuvörumerkisins Mango verður opnuð á næstu dögum í Smáralind. Viðskipti innlent 29.11.2025 17:05
Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Bæjarins bestu opnuðu nýjan pylsusölustað við Faxaflatir á Hellu í dag. Veitingastaðurinn er sá þrettándi sem Bæjarins bestu opna og verður opinn frá 10 til 22 alla daga. Matseðillinn verður hefðbundinn: ein með öllu. Viðskipti innlent 29.11.2025 16:03