Innlent

„Niðurskurðurinn samsvarar þriggja daga vöxtum af Icesave“

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA
„Þarna birtast hin raunverulegu áhrif á daglegt líf fólksins í landinu þegar svona niðurskurður hjá ríkinu á sér stað. Niðurskurðurinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samsvarar þriggja daga vöxtum af Icesave láninu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um fjárskort lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigmundur sat á fundi með breskum og bandarískum lögfræðingum varðandi Icesave málið, þegar fréttastofa náði tali af honum.

Þetta er nú bara upphafið segir formaðurinn.

„Svona lagað á líka eftir að gerast á heilbrigðissviðinu og í menntakerfinu, þannig að þetta er rétt að byrja. Þessi mál eru meðal annars ástæðan fyrir því að það verður að halda umræðunni um Icesave samningana gangandi. Þetta er grafalvarlegt mál," segir Sigmundur, en hann hefur verið eindreginn andstæðingur Icesave samninganna.




Tengdar fréttir

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×