Fleiri fréttir

Hildur Björg spilar á Spáni í vetur

Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir.

Brotnaði á móti Íslandi og missir af EM

Litháar unnu Íslendinga í vináttulandsleik í Litháen í gærkvöldi en leikurinn var litháíska liðinu dýrkeyptur því liðið missti annan leikstjórnanda sinn í meiðsli í leiknum.

Barkley: Lið eiga að heimsækja Hvíta húsið

Charles Barkley hefur blandað sér í umræðuna um hvort íþróttamenn eigi að heimsækja Hvíta húsið eða ekki. Hann segir að það ætti ekki að blanda pólitík í málið.

Tryggvi með 19 stig í tapi á móti Litháen

Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku.

Teodosic ekki með Serbum á EM

Leikstjórnandinn Milos Teodosic leikur ekki með Serbíu á EM í körfubolta sem hefst í lok mánaðarins. Teodosic er meiddur á kálfa.

Besti leikmaður Grikkja missir af Eurobasket

Hinn frábæri Giannis Antetokounpo verður ekki með Grikkjum á Evrópumótinu í körfubolta sem hefst í lok mánaðarins. Antetokounpo glímir við hnémeiðsli og getur ekki tekið þátt í mótinu.

Tap gegn Ungverjum

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði 81-66 gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik í dag. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.

Sigurður Gunnar: Ég er fúll og brjálaður

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er að vonum svekktur yfir að eiga ekki möguleika á því að spila með íslenska landsliðinu á EM en hann sýnir þó ákvörðun þjálfarans skilning. Hann segir frábært að búa í Grindavík og bíður spenntur eftir að tímbilið hefjist.

Mér þykir fúlt að þessi staða sé komin upp

Ný regla KKÍ um að dómarar megi ekki þjálfa kemur sérstaklega illa við einn reyndasta dómara landsins, Jón Guðmundsson, sem hefur þjálfað í áratugi. KKÍ mun ekki endurskoða þessa ákvörðun sína og Jón veit ekki hvað hann mun gera.

Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík

Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld.

Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum

Íslenska liðið náði að vinna sig aftur inn í leikinn gegn ógnarsterku liði Rússa í æfingarleik liðanna ytra en á endanum voru Rússarnir of sterkir fyrir íslenska liðið.

Martin stigahæstur í sigri á Ungverjalandi

Martin Hermannsson var stigahæstur með 14 stig og gældi við tvöfalda tvennu í 60-56 sigri á Ungverjalandi í æfingarleik sem fór fram í Kazan í Rússlandi í dag.

Martin: Stór og mikil áskorun

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur til Rússlands á morgun þar sem það mætir heimamönnum, Þjóðverjum og Ungverjum í æfingaleikjum. Þetta er liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.

Haukur Helgi: Það fær enginn annar að dekka gríska undrið

Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, mun mæta með liði Grikklands á Evrópumótið í körfubolta sem mun fara fram í Finnlandi og mun því mæta því íslenska þann 31. ágúst næst komandi.

Sjá næstu 50 fréttir