Körfubolti

Jón Arnór spilar ekki á móti Þjóðverjum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Ernir

Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í dag þegar liðið hefur leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kazan í Rússlandi.

Íslensku strákarnir mæta Þjóðverjum í fyrsta leik mótsins en hann hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Jón Arnór er að glíma við nárameiðsli og spilaði bara annan leikinn á móti Belgíu á dögunum.

Íslenska liðið mætti til Kazan aðfararnótt fimmtudags og fór dagurinn í gær í æfingar og strákarnir komu sér fyrir.

Fjórtán leikmenn fóru með til Rússlands og verða hinir þrettán á skýrslu í leiknum í dag.

Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:

Bakverðir
1 - Martin Hermannsson
3 - Ægir Þór Steinarsson
10 - Elvar Már Friðriksson
12 - Sigtryggur Arnar Björnsson
13 - Hörður Axel Vilhjálmsson
14 - Logi Gunnarsson
88 - Brynjar Þór Björnsson

Framherjar
6 - Kristófer Acox
15 - Pavel Ermolinskij
21 - Ólafur Ólafsson
24 - Haukur Helgi Pálsson

Miðherjar
8 - Hlynur Bæringsson
34 - Tryggvi Snær HlinasonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira