Sigurður Gunnar: Ég er fúll og brjálaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Sigurður mælir með því að sem flestir prófi að spila körfubolta í Grindavík. Segir að það sé frábært. Vísir/Anton „Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Það er mjög gott að koma heim. Deildin hér heima er góð og mikil og góð umfjöllun um hana. Það er fínt að koma heim og hlaða batteríin í eitt ár,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í vikunni. Sigurður hefur leikið erlendis síðustu þrjú ár. Var fyrst eitt ár í Svíþjóð en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í Grikklandi. „Það var ýmislegt sem kom upp á og þetta þróaðist í þessa átt og nú er ég kominn aftur í Grindavík,“ segir þessi 29 ára gamli og 205 sentimetra hái leikmaður. Hann spilaði með Grindavík í þrjú ár áður en hann fór út en var þar áður hjá Keflavík og KFÍ.Sigurður Gunnar Þorsteinsson kynntur til leiks ásamt nýjum liðsfélögum.Fésbókar síða Körfuknattleiksdeildar GrindavíkurMikil lífsreynsla Þessi sterki strákur hefur safnað mikilli reynslu erlendis og er ánægður með dvölina ytra. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég var í tveimur góðum deildum. Þetta var ákveðin lífsreynsla sem maður býr nú að. Boltinn þarna úti er talsvert öðruvísi en hér heima. Meira stillt upp og skotklukkan nýtt. Ég tel mig hafa þroskast og lært heilmikið um körfubolta á þessum árum. Það er ýmislegt sem maður lærir og ekki síst hvernig maður horfir á leikinn.“ Miðherjinn hafði mestan áhuga á því að ganga aftur í raðir Grindavíkur og það gekk eftir að hann komst þangað. „Ég gaf öðrum liðum ekki mikið færi á mér. Mér leið alltaf vel í Grindavík og mæli eindregið með því að leikmenn prófi að spila þar. Það er frábært að vera í Grindavík,“ segir Sigurður en Grindjánar eru komnir með mjög sterkt lið og eru líklegir til afreka á komandi vetri í Domino’s-deildinni. „Ég veit ekki betur en að við stefnum að því að vinna titla. KR verður liðið sem öll lið ætla sér að vinna. Svo hefur landslagið mikið breyst. Við verðum góðir sem og Stólarnir. ÍR endaði vel í fyrra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.“Sigurður Gunnar Þorsteinsson á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Andri MarinóVerð að kyngja þessu Þessi vinalegi risi var í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM en lenti í síðasta niðurskurði. Hann kemst því ekki á EM rétt eins og síðast er liðið fór þangað. „Ég er fúll og brjálaður en maður verður að kyngja því. Ég ætlaði mér að komast út með liðinu núna og auðvitað er ég ósáttur við ákvörðun þjálfarans en maður skilur að hann þarf að velja og valið er erfitt,“ segir Sigurður þó kurteislega en hvernig metur hann möguleika íslenska liðsins á EM? „Ef við horfum á pappírana þá er alveg ljóst að þetta verður erfitt en ég held að liðið eigi góða möguleika á því að vinna einn til tvo leiki. Það er talað um að það þurfi að vinna tvo til þess að komast áfram. Ef liðið vinnur leik snemma þá er alltaf möguleiki að taka annan.“ Bárðdælingurinn ungi Tryggvi Hlinason er ein ástæðan fyrir því að Sigurður komst ekki í hópinn og hann ber sveitadrengnum unga vel söguna. „Tryggvi er gríðarlega hæfileikaríkur og hefur bætt sig mikið. Ég hef meira að segja séð hann taka stórt skref. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum á EM gegn hinum stóru strákunum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17 Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Sigurður Gunnar kominn aftur í Grindavík Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í karlakörfunni en félagið hefur náð samkomulagi við miðherjann Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. 15. ágúst 2017 17:17
Sigurður: Mæli eindregið með því að spila í Grindavík Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn aftur til Íslands eftir dvöl í Grikklandi og Svíþjóð. 18. ágúst 2017 19:00