Körfubolti

Teodosic ekki með Serbum á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Teodosic hefur unnið til silfurverðlauna á HM, EM og Ólympíuleikum.
Milos Teodosic hefur unnið til silfurverðlauna á HM, EM og Ólympíuleikum. vísir/getty
Leikstjórnandinn Milos Teodosic leikur ekki með Serbíu á EM í körfubolta sem hefst í lok mánaðarins. Teodosic er meiddur á kálfa.

Serbar verða ekki með sitt sterkasta lið á EM en auk Teodosic verða lykilmenn á borð við Nikola Jokic og Nemanja Bjelica fjarverandi.

Teodosic hefur lengi verið talinn einn besti körfuboltamaður í heimi utan NBA-deildarinnar.

Í sumar tók hann loksins skrefið í NBA og samdi við Los Angeles Clippers þar sem hann mun fylla skarð Chris Paul.

Teodosic var með 11,8 stig, 2,7 fráköst og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á EM fyrir tveimur árum. Þá enduðu Serbar í 4. sæti.

Teodosic hefur unnið til silfurverðlauna á HM, EM og á Ólympíuleikum með serbneska landsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×