Körfubolti

25 ár í dag síðan að Larry Bird lagði skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Bird með Magic Johnson.
Larry Bird með Magic Johnson. Vísir/Getty
18. ágúst 1992 hélt Larry Bird blaðamannafund þar sem hann tilkynnti heiminum að hann væri að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Í dag eru liðin 25 ár frá þessum sögulega degi fyrir NBA-deildina.  

Slæm bakmeiðsli þvinguðu Larry Bird til að hætta að spila en hann var þarna orðinn 35 ára gamall. Bird náði aðeins að spila 45 leiki á lokatímabilinu sínu en var þá með 20,2 stig, 9,6 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali.

Bird varð NBA-meistari í þriðja sinn sex árum fyrr (1986) og var sama tímabil kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð.

Bird kom inn í NBA-deildina 1979 og lék alls 897 deildarleiki á þrettán tímabilum. Hann var með 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim.

Það síðasta sem Larry Bird gerði þó inn á körfuboltavellinum var að hjálpa draumaliðinu að vinna Ólympíugullið í Barcelona. Bandaríska liðið vann alla átta leikina með 43,8 stigum að meðaltali og Bird skoraði 8,4 stig að meðaltali á 18 mínútum í leik.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með Larry Bird.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×