Körfubolti

Náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði 12 stig.
Martin Hermannsson skoraði 12 stig. vísir/andri marinó

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 66-90 fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Kazan í Rússlandi í dag.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í 1. leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum, 20-13.

Brynjar Þór Björnsson kom Íslandi sjö stigum yfir, 31-24, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Þá hrökk allt í baklás hjá Íslandi á meðan Þýskaland gaf í og náði forystunni fyrir hálfleik, 38-40.

Í seinni hálfleik var þýska liðið mun sterkara og lét forystuna aldrei af hendi. Á endanum munaði 24 stigum á liðunum, 66-90.

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi með 12 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig á rúmum 16 mínútum og hitti úr fimm af sex skotum sínum. Hlynur Bæringsson og Elvar Már Friðriksson skoruðu átta stig hvor.

Ísland mætir Ungverjalandi á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira