Körfubolti

Craig: Æfingarnar hafa gengið betur en búist var við

Elías Orri Njarðarson skrifar
Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, segir sína menn vera á góðu róli fyrir æfingamóti í Rússlandi.

Craig er ánægður með undirbúninginn hjá sínum mönnum en gæði æfinganna er mikið og hópurinn verður betri með tímanum.

„Æfinganar hafa gengið betur en búist var við. Flæðið á æfingunum hefur verið gott. Það hjálpar auðvitað að næstum allir leikmennirnir hafa verið viðloðandi hópinn í nokkur ár svo þeir ná hugmyndunum mjög fljótt eða þær hafa aldrei horfið,“ sagði Craig í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Lið Íslands er lágvaxnara en gengur og gerist og hafa þeir nýtt sér það með óhefðbundnum leikstíl. Craig segir að önnur lið séu farin að átta sig á þessu og vonast hann til að miðherjinn ungi, Tryggvi Snær Hlinason, geti hjálpað liðinu að spila enn öðruvísi.

„Ég held það að vissu leyti en mörg lið vita að þetta er aðalmálið hjá okkur núna og þau hafa fundið mismunandi leiðir til þess að sigrast á því. Við höfum því þurft að finna mismunandi leiðir til að verjast. Eitt af því er að Tryggvi hefur tekið svo hröðum framförum. Þegar að hann er með skiptum við ekki eins mikið heldur gerum eitthvað annað. Síðustu sumur höfum við þróað mismunandi aðferðir þannig að við getum dekkað stóra NBA-leikmenn nálægt körfunni, svo við höfum þróast mikið hvað þetta varðar,“ sagði Craig eftir landsliðsæfingu í DHL-höllinni í dag.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér í spilaranum að ofan.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×