Körfubolti

Martin: Stór og mikil áskorun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur til Rússlands á morgun þar sem það mætir heimamönnum, Þjóðverjum og Ungverjum í æfingaleikjum. Þetta er liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.

Íslenska liðið hefur æft af kappi að undanförnu og mætti Belgum í tveimur æfingaleikjum sem báðir unnust.

„Það er svakalegt að þetta séu æfingaleikirnir, að spila á móti þjóðum þar sem körfuboltinn er stór og mikill og þau eru með marga NBA-leikmenn. Þetta er stór og mikil áskorun og ég held að þetta sé gott fyrir okkur að sjá hvar við stöndum og hvað við þurfum að laga,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Haukur Helgi Pálsson segir að íslensku strákarnir séu klárir í bátana fyrir átökin í Finnlandi þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn.

„Við erum miklir vinir og svo erum við svolítið óútreiknanlegir. Þú veist eiginlega ekki hvað við erum að fara að gera. Þú veist ekki hver er að fara að eiga góðan dag hjá okkur. Ég held að það sé svolítið erfitt fyrir hin liðin,“ sagði Haukur Helgi.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Haukur Helgi: Það fær enginn annar að dekka gríska undrið

Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, mun mæta með liði Grikklands á Evrópumótið í körfubolta sem mun fara fram í Finnlandi og mun því mæta því íslenska þann 31. ágúst næst komandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira