Körfubolti

Búlgaría síðasta liðið í íslenska riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox.
Kristófer Acox. Vísir/Andri Marinó
Íslenska körfuboltalandsliðið mun taka þátt í undankeppni HM 2019 frá og með haustinu.

Íslenska körfuboltalandsliðið er fyrst á leiðinni á Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku.  Eftir EM þarf ekki að bíða lengi eftir næstu keppnisleikjum landsliðsins. Í morgun varð það endanlega ljóst hvaða lið verða með Íslandi í riðli í undankeppninni sem hefst í nóvember næstkomandi. 

Það var búið að draga Tékkland og Finnland í íslenska riðilinn en í morgun bættist Búlgaría í hópinn. Ísland gat einnig lent á móti Eistlandi, Svíþjóð eða Hollandi. F-riðilinn skipa því allt þjóðir sem Ísland hefur mætt í undankeppnum og úrslitakeppnum EM síðustu ár.

Þrjár efstu þjóðirnar komast áfram í milliriðla sem fara síðan fram næsta vetur.

Liðin leika sex leiki í riðlinum, heima og að heiman á móti öllum hinum liðum riðilsins. Leikirnir fara fram í nóvember 2017, febrúar 2018 og í júní og júlí 2018.

Fyrsti leikur Íslands verður á móti Tékklandi á útivelli 24. Nóvember.  Fyrsti heimaleikurinn er síðan á móti Búlgaríu þremur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×