Körfubolti

Grikkir saka Bucks um að þvinga Antetokounmpo í að gefa ekki kost á sér fyrir Eurobasket

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giannis Antetokounmpo í leik með Milwaukee Bucks.
Giannis Antetokounmpo í leik með Milwaukee Bucks. Mynd/Getty
Gríska körfuknattleikssambandið hefur sakað Milwaukee Bucks um að koma í veg fyrir að Giannis Antetokounmpo spili á Evrópumótinu í Finnlandi.

Antetokounmpo tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að hann yrði ekki með gríska landsliðinu á Evrópumótinu vegna hnémeiðsla.

Sjá einnig: Besti leikmaður Grikkja missir af Eurobasket

Um klukkutíma eftir tilkynningu Antetokounmpo sendi gríska sambandið frá sér sína eigin tilkynningu þar sem það sakaði Bucks um skipulagðar aðgerðir gegn því að Antetokounmpo spili á Evrópumótinu

„Tilkynningar Milwaukee Bucks og Giannis Antetokounmpo sjálfs, sem bárust símleiðis og á samfélagsmiðlum en ekki með viðurkenndum hætti, þess efnis um að hann geti ekki spilað með landsliðinu eru vonbrigði, en koma ekki á óvart.“

„Röð atvika hefur sannfært okkur um skipulagða áætlun liðsins að þvinga leikmanninn til þess að spila ekki með landsliðinu.“

Talsmaður sambandsins, Takis Tsagronis, sagði að myndataka sem Antetokounmpo hafi farið í á vegum sambandsins hafi ekki sýnt nein vandamál með hné leikmannsins.

„Við gerðum allt sem við gátum til þess að koma í veg fyrir að Bucks hefðu afsökun til þess að Antetokounmpo spilaði ekki. Við settum hann í segulómun sem sýndi að það er ekkert að hnénu á honum. Það sem Bucks eru að halda fram er ekki rétt, það er eitthvað annað í gangi.“

Grikkir eru andstæðingar Íslands í fyrsta leik Evrópumótsins, sem fram fer 31. ágúst næst komandi.


Tengdar fréttir

Tap gegn Ungverjum

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði 81-66 gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik í dag. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×