Fleiri fréttir

Segja Mahrez ekki á óskalista Liverpool

Enski miðillin SkySports segir ekkert til í sögusögnum um að Liverpool sé að leggja fram tilboð í Riyad Mahrez til að leysa Philippe Coutinho af hólmi.

Markalaust hjá Chelsea og Norwich

Chelsea og Norwich þurfa að mætast á ný eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í 64-liða úrslitum enska bikarsins á Carrow Road.

Íslendingaliðin öll úr keppni

Þetta var erfiður dagur hjá þeim íslensku landsliðsmönnum sem léku í ensku bikarkeppninni í dag. Lið þeirra duttu öll úr keppni.

City örugglega áfram í 32-liða úrslitin

Manchester City komst örugglega áfram í 32-liða úrslit enska bikarsins með 4-1 sigri á Burnley á heimavelli en Jóhann Berg var tekinn af velli í liði Burnley í leiknum.

Tosun til Everton

Everton hefur loks tekist að ganga frá kaupum á framherja, en liðinu hefur gengið illa að skora á tímabilinu. Framherjinn sem um ræðir er Cenk Tosun, tyrkneskur landsliðsmaður, sem kemur frá Besiktas.

Fleetwood fær annan leik gegn Leicester

Fleetwood gerði óvænt jafntefli við Leicester í dag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Liðin munu spila síðar í mánuðinum aftur til að skera úr um það hvort liðið heldur áfram í fjórðu umferð.

Virgil van Dijk: Þvílíkt kvöld

Virgil van Dijk, hetja Liverpool í kvöld, var að sjálfsögðu í skýjunum í viðtölum eftir leikinn en hann tryggði Liverpool 2-1 bikarsigur á nágrönnunum í Everton í fyrsta leik sínum með félaginu.

Stórskotahríð Manchester United bar loksins árangur í lokin

Manchester United og Derby hafa dregist saman tíu sinnum í ensku bikarkeppninni. United hefur ekki tapað síðustu sjö bikarviðureignum liðanna, eða síðan 1897. Þessi lið mættust hins vegar í ensku úrvalsdeildinni árið 2009 þar sem Derby fór með sigur.

Endurnýjun lífdaga Birkis hjá Aston Villa

Birkir Bjarnason hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 12 mánuði frá því hann var keyptur til Englands frá Aston Villa. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið á tímabilinu á nýársdag og ferill hans í Birmingham gæti verið á uppleið aftur.

Gylfi aftur í byrjunarlið Everton í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson snýr að öllum líkindum aftur í byrjunarlið Everton sem mætir Liverpool í ensku bikarkeppninni í kvöld, en hann tók ekki þátt í tapi Everton gegn Manchester United á nýársdag.

Kompany vill lækka miðaverð

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, hefur skorað á liðin í ensku úrvalsdeildinni að lækka miðaverð svo "rétta fólkið“ geti komist aftur á völlinn.

Hodgson efins um myndbandsdómara

Myndbandsdómarar verða notaðir í fyrsta skipti í keppnisleik félagsliða á Englandi á mánudaginn þegar Crystal Palace mætir Brighton í úrvalsdeildarslag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Jói Berg: Vil skora fleiri mörk

Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir því að mark hans á móti Liverpool á nýársdag verði það fyrsta af mörgum, en markið var aðeins hans annað á einu og hálfu ári í ensku úrvalsdeildinni.

Sjáðu glæsimörkin á Wembley

Tottenham gerði 1-1 jafntefli í lokaleik 21. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær sem markaði endann á jólatörninni í enska boltanum.

Nærri helmings aukning á vöðvameiðslum í desember

Það er gömul tugga knattspyrnustjóranna á Englandi að kvarta yfir leikjaálagi yfir jólahátíðirnar. Nú síðast sagði Pep Guardiola í viðtali að enska knattspyrnusambandið væri að drepa leikmennina með þéttu leikjaplani.

Özil: Arsenal gerði mig stærri

Mesut Özil segir Arsenal hafa gert hann að stærri stjörnu og hann sé stoltur af því að spila fyrir félagið, en það hefur mikið verið talað um að Þjóðverjinn sé á leið frá félaginu því samningur hans rennur út í sumar.

Sonur Silva berst fyrir lífi sínu

David Silva, leikmaður Man. City, greindi frá því í dag að ástæðan fyrir fjarveru hans síðustu misseri væri tengd því að sonur hans væri að berjast fyrir lífi sínu.

Sanchez gæti farið frá Arsenal í janúar

Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúarglugganum, en Arsene Wenger sagði það mögulegt að félagið myndi selja Sílemanninn. Þetta segir The Mirror í dag.

Puncheon og Dann slitu báðir krossband

Fyrirliði og varafyrirliði Crystal Palace verða báðir frá það sem eftir er af tímabilinu. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Roy Hodgson eftir leik Palace gegn Southampton í gærkvöld.

Carvalhal: Línuvörðurinn baðst afsökunnar

Fernando Llorente skoraði fyrra mark Tottenham í 2-0 sigri á sínum gömlu félögum í Swansea á Liberty vellinum í Wales í gær. Carlos Carvalhal, knattspyrnustjóri Swansea, átti langt samtal við dómara leiksins að honum loknum, því Llorente var nokkuð augljóslega rangstæður í marki sínu.

Sjáðu öll mörkin úr enska boltanum í gær

Raheem Sterling skoraði fljótasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar hann kom Manchester City yfr gegn Watford þegar 38 sekúndur voru liðnar af leiknum.

Írskur varnarmaður vann eina milljón evra

Írski sóknarmaðurinn Kevin O'Connor sem spilar með Preston North End í ensku 1. deildinni byrjaði nýja árið á því að verða milljón evrum ríkari, því hann vann lottóvinning í heimalandinu.

Sjá næstu 50 fréttir