Enski boltinn

Gylfi aftur í byrjunarlið Everton í kvöld

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi og félagar á æfingu fyrir leikinn í kvöld
Gylfi og félagar á æfingu fyrir leikinn í kvöld vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson snýr að öllum líkindum aftur í byrjunarlið Everton sem mætir Liverpool í ensku bikarkeppninni í kvöld, en hann tók ekki þátt í tapi Everton gegn Manchester United á nýársdag.

Sérfræðingar staðarblaðsins Liverpool Echo vilja allir sjá Gylfa í byrjunarliðinu, en Sam Allardyce sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann myndi fara í hann af krafti.

„Everton verða að spila með meiri metnaði og þó liðsuppstillingin ætti að vera 4-5-1 þá ætti varnartryggingin sem James McCarthy veitir að ýta á Wayne Rooney, Gylfa Sigurðsson og Aaron Lennon að sækja með Dominic Calvert-Lewin,“ sagði Phil Kirkbride.

Paul Grost segir Allardyce ekki þurfa að rótera liði sínu um of þar sem næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 13. janúar. Hann setur Gylfa með Wayne Rooney og Aaron Lennon í 4-2-3-1 uppstillingu.

Leikur Liverpool og Everton er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld klukkan 19:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×