Enski boltinn

Tosun til Everton

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Tosun í leik með Besiktas.
Tosun í leik með Besiktas.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur loksins fengið stóran og stæðilegan framherja til að mata með stoðsendingum.

Everton tilkynnti í gær, meðan á leik liðsins gegn Liverpool stóð, að gengið hefði verið frá kaupum á Cenk Tosun, framherja Besiktas. Kaupverðið er 27 milljónir punda.







Þessi 26 ára tyrkneski landsliðsmaður skoraði 41 mark í 96 leikjum fyrir Besiktas. Hann skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við Everton og er hæstánægður með vistaskiptin.

„Stjórinn sýndi mér mikinn áhuga. Þá er Everton einn af fornfrægustu og stærstu klúbbum Englands. Þess vegna er ég hér.Ég get ekki beðið eftir því að klæðast bláu treyjunni og myndi helst vilja spila á Goodison park, fyrir framan frábæra aðdáendur liðsins, í dag.“ sagði Tosun.

Sam Allardyce, stjóri Everton, var ekki síður ánægður, og segir að þetta séu bestu kaup sem liðið gat gert miðað við verð. Everton hafi skoðað marga gæðaleikmenn en liðið hafi ekki þurft að leita meira fyrst Tosun var falur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×