City örugglega áfram í 32-liða úrslitin

Kyle Walker skýlir boltanum í dag.
Kyle Walker skýlir boltanum í dag. Vísir/Getty
Manchester City komst örugglega áfram í 32-liða úrslit enska bikarsins með 4-1 sigri á Burnley á heimavelli en Jóhann Berg var tekinn af velli í liði Burnley í leiknum.

Ashley Barnes kom gestunum yfir eftir hörmuleg mistök John Stones í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir nokkuð óvænt í hálfleik.

Á fimmtán mínútna kafla í seinni hálfleik gerði Manchester City út um leikinn. Sergio Aguero skoraði í tvígang, í bæði skiptin eftir undirbúning Iker Gundogan með aðeins tveggja mínútna millibili.

Leroy Sane bætti við þriðja marki City eftir sendingu frá David silva og lagði svo upp síðasta markið fyrir Bernando Silva þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Jóhann Berg lék fyrstu 75. mínúturnar í liði Burnley en var kippt af velli eftir að hafa leikið allar mínútur Burnley í jólatörninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira