Enski boltinn

Írskur varnarmaður vann eina milljón evra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
O'Connor með fjölskyldu sinni og lottóvinninginn
O'Connor með fjölskyldu sinni og lottóvinninginn mynd/bbc
Írski sóknarmaðurinn Kevin O'Connor sem spilar með Preston North End í ensku 1. deildinni byrjaði nýja árið á því að verða milljón evrum ríkari, því hann vann lottóvinning í heimalandinu.

Frændi O'Connor hafði keypt handa honum lottómiða í jólagjöf og gjöfin reyndist heldur betur góð því sá var vinningsmiðin í írska lottóinu.

Varnarmaðurinn segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera við peningana, hann sé aðallega að hugsa um það að hjálpa liði sínu klifra upp Championship töfluna.

O'Connor er 22 ára og kom til PNE í sumar. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum félagsins í vetur, en Preston er í níunda sæti deildarinnar með 40 stig, þremur stigum frá umspilssæti.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×