Enski boltinn

Everton og Besiktas gera samkomulag um Tosun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tosun í leik með Besiktas.
Tosun í leik með Besiktas. vísir/getty
Everton hefur komist að samkomulagi við Besiktas um kaup á tyrkneska framherjanum Cenk Tosun samkvæmt heimildum Sky Sports.

Everton mistókst að fá til félagsins framherja í sumar til þess að fylla skarð Romelu Lukaku sem fór til Manchester United og var það hátt á forgangslista Sam Allardyce að fá framherja í janúar.

Samkvæmt Sky er kaupverðið á Tosun 27 milljónir punda, en hann mun ferðast til Liverpool í dag til að gangast undir læknisskoðun.

Tosun er 26 ára gamall og á að baki 96 leiki fyrir Besiktas þar sem hann skoraði 41 mark. Hann hefur spilað 25 landsleiki fyrir Tyrkland, þar á meðal tapið fyrir Íslendingum á heimavelli í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×